Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 12

Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 BAKSVIÐ Sigurður Ægisson Siglufirði Upp er runninn 7. september árið 2013, sem í hugum margra lands- manna hefur töluvert gildi og það svo mikið reyndar sumstaðar að all- nokkur pörin hafa ákveðið að ganga í það heilaga í dag, enda má lesa út úr dagsetningunni einhverja mestu töfra- eða happaþulu okkar frá upp- hafi, 7-9-13, sem ætti þá líklega að tryggja brúðhjónunum aukaskammt af hamingju og jafnvel öðrum gæð- um í framtíðinni. Elsta skráða heimild um þessa talnarunu, samhangandi við ein- hverja útbreiddustu hjátrú sem þekkist meðal kristinna manna nú til dags, að banka þrisvar í eða undir borð eða snerta einhverja viðarteg- und, er frá 1913 og það er Axel Ol- rik, texta- og þjóðfræðingur, sem hefur skráð hana niður eftir fröken Dahl, nuddkonu einni í Kaupmanna- höfn. Þar segir orðrétt: „Banke un- der bordet og sige 7, 9, 13, som præstekonen gjorde. At det ikke skal gå ilde med noget, man udtaler sig forhåbningsfuldt om.“ Nákvæmlega þessi samspyrða, og eins hitt, að fara með þuluna eina og sér – en tilgangurinn er sá að reyna að koma í veg fyrir að ósk sem mað- ur lætur út úr sér virki ekki stork- andi á örlögin – mun einungis þekkt í Danmörku og á Íslandi, eða var það a.m.k. lengstum. Dr. Ingvar Svan- berg, þjóðfræðingur við Uppsalahá- skóla, kannast t.d. ekki við þetta í Svíþjóð og eiginkona hans ekki í Færeyjum, þar sem hún er fædd og uppalin. Hið sama er upp á ten- ingnum varðandi Noreg og Finn- land, að því er greinarhöfundur best veit. En hvað skyldi vera í gangi þarna? Af hverju þessar tölur frekar en aðrar? Margir fræðimenn hafa reynt að svara þessu, hér og ytra, og bent á, að í raun séu þær einhverjar hinar kröftugustu í gjörvallri mann- kynssögunni. Sjö Sjö er langalgengasta talan í Ritn- ingunni. Og höfuðdyggðirnar í krist- inni siðfræði eru sjö: hófsemi, for- sjálni, hugprýði, réttsýni, trú, von og kærleikur. Einnig dauðasyndirnar: hroki, ágirnd, losti, reiði, græðgi, öf- und og leti. Og undur veraldar. Séu allar tölur frá 1-7 lagðar sam- an verður útkoman 28, dagafjöldi tunglmánaðarins og tíðahringsins. Og ekki þykir slæmt nú á tímum, frekar en áður, að vera í sjöunda himni. Í þessari tölu er sjálf lífs- hrynjandin fólgin. Níu Þrír er á sömu lund mikil happa- tala, býr yfir töframætti og er heil- ög. Í Gamla testamentinu kemur hún oft fyrir. Höll Salómons var t.d. þrisvar sinnum tíu álnir á hæð, þar voru þrjár gluggaraðir og þrjár vist- arverur. Nói átti þrjá syni, ættfeður Ísraelsmanna voru þrír, konungar Ísraels sömuleiðis, og mestu spá- mennirnir: Jesaja, Jeremía og Ese- kíel. Og í Nýja testamentinu koma vitringarnir með þrjár gjafir, vin- sælasta kenningin um aldur Jesú er sú, að hann hafi verið 33 ára þegar hann var krossfestur og upprisan varð á þriðja degi. Að því ógleymdu, að Guð kristinna manna er þríenn: faðir, sonur og heilagur andi. Í goðafræðinni sem og öllum heimi þjóðsagna og ævintýra er þetta á sömu lund. Og illar vættir þola ekki umrædda tölu. Hvað þá ef útkoman er 3 x 3. Í stærðfræðinni hefur talan níu líka mikla sérstöðu. Eða eins og Símon Jón Jóhannsson þjóðfræð- ingur, höfundur Stóru hjátrúarbók- arinnar og þeirra fleiri, orðar það á einum stað: „Það er alveg sama með hvaða tölu hún er margfölduð, þversumma útkomunnar, eða þvers- umman af þversummunni, verður alltaf níu. Tökum nokkur dæmi: 9 x 7 = 63 (6 + 3 = 9), 9 x 951 = 5.319 (5 + 3 + 1 + 9 = 18 og 1 + 8 = 9 ), 9 x 10.832 = 97.488 (þversumman er 36 og þversumman af 36 er 9). Talan níu er sú eina sem býr yfir þessum eiginleika.“ Og meðgöngutími kvenna er níu mánuðir. Að fátt eitt sé nefnt. Þrettán Talan þrettán er erfiðari viðfangs. Hún er tvíbent, bæði neikvæð og já- kvæð. Eyja Margrét Brynjarsdóttir ritar eftirfarandi um hana á Vís- indavefnum: „Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borð- hald með 13 manneskjum óhugsandi og fjöldamorðingjar sem hafa 13 stafi í nafninu sínu eru tíndir til hjá- trúnni til staðfestingar. Þegar þrett- ánda dag mánaðarins ber upp á föstudag á dagurinn að vera slíkur óheilladagur að sumt fólk forðast jafnvel að mæta til vinnu. Sú skýring sem heyrist líklega oftast á neikvæðri ímynd tölunnar 13 er að við síðustu kvöldmáltíð Krists hafi verið samtals þrettán menn. Óorðið sem föstudagurinn þrettándi hefur á sér má svo meðal annars rekja til þess að krossfesting Krists á að hafa farið fram á föstu- degi. (...) Á hinn bóginn er sagt að sum- staðar sé 13 talin heillatala. Þar eru til dæmis nefndir Forn-Egyptar, en hjá þeim var þrettánda skeið lífs- hlaupsins dauðinn, eða lífið eftir dauðann, sem hafði jákvæða merk- ingu.“ Þannig er nú hefðbundna svarið við því, hvers vegna sjö, níu og þrett- án hafi orðið fyrir valinu í áð- urnefndri töfraþulu. Lengri útgáfu af þessari grein má lesa á vefnum siglfirdingur.is. 7-9-13 á Íslandi og í Danmörku Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúðkaup Mörg pör hafa ákveðið að ganga í það heilaga í dag, laugardag- inn 7. september 2013. Þessa brúðkaupsmynd skar Sigurður Júlíusson í tré.  Mörg pör ætla að gifta sig í dag, 7. september 2013  Tölurnar þrjár eru einhverjar hinar kröftugustu í gjörvallri mannkynssögunni  Talan 13 er tvíbent, bæði neikvæð og jákvæð Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ístak á von á formlegum svörum frá norsku vegagerðinni í byrjun næstu viku um hvort fyrirtækið geti haldið áfram með umfangsmikil vegagerðar- og jarðganga- verkefni í grennd við Narvik og Stavanger. Kolbeinn Kol- beinsson, fram- kvæmdastjóri Ís- taks, ásamt fleiri yfirstjórnendum hjá fyrirtækinu, hefur í vikunni fundað með fulltrúum verk- kaupa í Noregi, m.a. norsku vega- gerðinni og norsku siglingastofnun- inni. Kolbeinn segir að norska vegagerðin sé m.a. að kanna hvort henni sé heimilt að semja um að Ístak taki við af E. Pihl & Søn sem aðal- verktaki, eða hvort vegagerðin sé skuldbundin til að bjóða verkin út á nýjan leik. Meðal þess sem vegagerð- armennirnir séu að skoða sé hvaða áhrif það hafi að í sumum tilvikum er tiltölulega skammt liðið frá því byrjað var á verkefnunum. Eftir því sem verkefni eru lengra komin eru minni líkur á að bjóða þurfi þau út á nýjan leik. Helmingur sendur heim Ístak er með átta verkefni í Noregi, sum eru langt komin en annars staðar er meira eftir. Gjaldþrot E. Pihl & Søn varð til þess að meirihluti verk- efna stöðvaðist um tíma en þó ekki öll. Gjaldþrotið hafði ekki áhrif í Græn- landi þar sem Ístak er um það bil að ljúka byggingu vatnsaflsvirkjunar. Ístak hélt einnig áfram störfum á þremur stöðum í Noregi; í Alta, Tal- vik og við Molvíkurhamar nálægt Brönnesund en á þessum stöðum hef- ur Ístak unnið að gangagerð og til- tölulega lítið er eftir af þeim verkefn- um. Fimm verkefni í Noregi stöðvuðust á hinn bóginn alveg þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust og af þeim sökum var um helmingur starfsmanna Ís- taks sendur heim til Íslands. Nokkur fjöldi starfsmanna hefur snúið aftur til Noregs en töluvert margir eru enn hér heima. Kolbeinn segir að í þremur tilvik- um liggi nú fyrir samkomulag um að Ístak geti byrjað aftur, þótt ekki sé í öllum tilvikum búið að undirrita form- lega samninga. Þar er um að ræða dýpkun hafnar og hafnargerð á Hús- ey sem er í bæjarfélaginu Træna, gerð brimvarnagarða í Honningsvag, skammt frá Nordkapp sem er nyrsti tangi Noregs, og vinnu við vatnsafls- virkjun í grennd við Hamar. Í Narvik og Stavanger er mesta vinnan eftir af þeim verkefnum sem Ístak er nú með í Noregi. Kolbeinn segir að það komi vænt- anlega í ljós í byrjun vikunnar hvern- ig framhaldið verði. Norska vega- gerðin sé jákvæð í garð Ístaks en hún verði að gæta að öllum lagalegum skilyrðum. „Ég á von á því að svarið verði jákvætt, fulltrúar vegagerðar- innar hafa nánast sagt það. Nema lög- mennirnir banni þetta alveg,“ segir Kolbeinn. Það sé þó ekki víst að vega- gerðin geti veitt öll svör í byrjun og í sumum tilvikum sé staðan flóknari en í öðrum. „En ég er bjartsýnn.“ Kanna hvort bjóða þurfi verkin aftur út  Ístak ræðir við norsku vegagerðina um framhaldið Ljósmynd/Ístak Velkomnir Framkvæmdum í Húsey lauk í nafni Pihl 29. ágúst en hófust aft- ur í nafni Ístaks 4. september. Ístaksmenn fengu köku af því tilefni. Kolbeinn Kolbeinsson Karlarnir og kúlurnar Umsóknarfrestur til 10. september Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Framfarar, Góðra hálsa og Krafts Spilað verður í Bakkakoti í Mosfellsbæ 17. september kl. 12:00-18:00 • Karlar sem hafa fengið krabbamein fá tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna á frábærum velli, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. • Golfið er markviss þjálfun - þú leikur til að vinna. • Þaulvanur og lærður golfkennari, Karl Ómar Karlsson, kennir réttu tökin, púttið, vippið og sláttinn. • Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræð- ingur, verður með fræðslu um matarræði, hreyfingu og nestið sem golfarar þurfa að huga að fyrir leik og í leikn- um sjálfum. • Tólf menn fá tækifæri - sér að kostnaðarlausu! Matur - drykkir - vinningar - skemmtun - fræðsla - útivera - hreyfing Umsóknir sendist til Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins til 10. september - fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Krabbameins- félagsins www.krabb.is, eða í síma 540 1900, og með tölvupósti á asdisk@krabb.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.