Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 17
þegar fyrirhuguð starfsemi sé komin
í það.
Heyrði úrtöluraddir
Júlíus Vífill segir að þegar hann
hóf að láta breyta aðal- og deiliskipu-
lagi verbúða við höfnina til að opna
fyrir fjölbreytilega starfsemi hafi
heyrst margar úrtöluraddir og hann
fengið vindinn í fangið.
„Það var einkum vegna þess að ver-
búðirnar höfðu verið leigðar út í ára-
tugi sem lokaðir geymsluskúrar og
leigjendur voru ósáttir við að leigunni
skyldi sagt upp og sáu ekki tilganginn.
„Nú sjá allir að þetta var rétt stefna
enda vill fólk upplifa gömlu höfnina,“
segir Júlíus Vífill og bætir því við að nú
vilji margir Lilju kveðið hafa.
Haft var eftir Degi B. Eggertssyni,
formanni borgarráðs, í Morgun-
blaðinu í síðustu viku, að núverandi
meirihluti hefði „slegið skjaldborg
um sjávarútveg í gömlu höfninni“ og
lagt áherslu á samspil ferðaþjónustu
og væntanlegrar íbúðarbyggðar á
svæðinu.
Júlíus Vífill segir rangt hjá Degi að
núverandi meirihluti hafi mótað þá
stefnu að halda atvinnustarfsemi í
Reykjavíkurhöfn.
Óskhyggja meirihlutans
„Það er óskhyggja eða misminni
vegna þess að það var ákveðið í
tengslum við alþjóðlega samkeppni
sem ég hleypti af stokkunum um
framtíðarskipulag gömlu hafnarinnar
árið 2009 eða á síðasta kjörtímabili.
Ástæðan fyrir því að ákveðið var að
efna til slíkrar samkeppni og endur-
hanna svæðið var að ég vildi ekki að
uppbygging íbúðarbyggðar í Reykja-
víkurhöfn væri með svipuðum hætti
og uppbygging íbúðarhúsa hefur ver-
ið við höfnina í Hafnarfirði. Eldra
skipulag Mýrargötu og slippsvæðis-
ins gerði einmitt ráð fyrir svipaðri
lausn. Til að brjóta þetta upp settum
við af stað alþjóðlega samkeppni sem
ég veitti forystu,“ segir Júlíus Vífill.
Á rammaskipulagi Hér má sjá hugmyndir arkitektastofunnar Graeme Massie um uppbyggingu á hafnarsvæðinu.
Vesturbugt er í forgrunni. Litla bryggjan á myndinni norður af Vesturbugt er ekki lengur hluti af áformunum.
Rammaskipulag Þessi teikning sýnir glöggt hversu mörg hús kunna að rísa ef skipulagið verður að veruleika.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
NISSAN
QASHQAI
NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD
VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR.
OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16
KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI
500 ÞÚS. KR.
· Vetrardekk
· Dráttarbeisli
· iPad 32 GB
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla-
drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km
Qashqai 1,6 dCi beinsk.
Verð: 4.990 þús. kr.
Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna
Verð: 5.390 þús. kr.
Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk.
Verð: 5.790 þús. kr.
Qashqai 2,0 dCi sjálfsk.
Verð: 6.090 þús. kr.
iPad 32GBfylgir með ásamtveglegri hlífðartösku
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
9
14
Eins og fram kom í samtali
Morgunblaðsins við Bjarna
Brynjólfsson, upplýsingastjóra
Reykjavíkurborgar, í síðustu
viku er óvíst hvenær Miðbakk-
inn fer í deiliskipulag.
Deiliskipulag fyrir Vestur-
bugt, svæði sem afmarkast af
Ánanaustum í vestri og af
Slippnum í austri, er í kynningu
og rennur frestur til að skila inn
athugasemdum út 25. sept-
ember nk. Miðbakkinn er svæð-
ið austur af slippnum en það
nær að húsgrunninum við
Hörpu þar sem á að rísa hótel.
Á milli Vesturbugtar og Mið-
bakka verður svonefnd Suður-
bugt en austur af Miðbakka er
reiturinn Austurbakki.
Vesturbugt og Miðbakki eru á
aðalskipulagi borgarinnar til
2030 og gera núverandi tillögur
ráð fyrir samfelldri byggð á
hafnarsvæðinu frá Ánanaustum
í vestri og austur að Hörpu.
Á teikningunni hér til hliðar
má sjá hugmyndir um að tengja
fyrirhugaða byggð á Vesturbugt
saman við Miðbakkann.
Hluti af
aðalskipulagi
ÓVÍST UM TÍMASETNINGU
Ljósmynd/Júlíus Vífill
Fyrirmynd Júlíus Vífill horfir til
markaðarins við höfnina í Seattle.