Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 18
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Líklega hefur sjaldan verið jafn- mikil eftirvænting hérlendis eftir kvikmyndasýningu en 1. septem- ber 1930, en þann dag hófu bíó- húsin í Reykjavík að sýna tal- myndir í stað þöglu myndanna sem áður höfðu ráðið ríkjum. Gamla bíó kaus að sýna myndina Hollywood-revíuna, þar sem boðið var upp á söng, dans og hljóðfæra- slátt. Var myndin auglýst sem „skrautlegasta „revýu“-kvikmynd, sem gerð hefir verið,“ þar sem 25 af bestu leikurum MGM-kvik- myndaversins tóku þátt ásamt „200 dansmeyjum og 100 manna hljómsveit“. Nýja bíó bauð hins vegar upp á tvær sýningar af myndinni „Sonny Boy“ eða „The Singing Fool,“ sem skartaði Al Jolson í aðalhlutverki. Myndin fylgdi eftir Jazz-söngvaranum, fyrstu talmyndarinnar sem kom út árið 1927 þar sem Jolson var einn- ig í aðalhlutverki. Vinsælasta alþýðu- skemmtunin Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður segir að kvik- myndasýningar hafi verið ein helsta skemmtun almennings í hin- um vestræna heimi. „Þetta var fyrir daga sjónvarps og útvarpið rétt að koma til sögunnar, þannig að á fyrri hluta tuttugustu aldar er þetta vinsælasta alþýðuskemmtun- in.“ Á þeim tíma var ódýrt að fara í bíó þannig að fólk fór mjög oft miðað það sem nú er. Það sem hins vegar hafi breyst sé að fólk nálgist nú kvikmyndað efni með öðrum hætti. „Þetta voru gríðarleg umskipti í kvikmyndasögunni þegar talmynd- irnar komu til sögunnar,“ segir Ásgrímur og bætir við að þöglu Kollvarp- aði þöglu myndunum  Talmyndir fyrst teknar til sýninga á Íslandi í byrjun september 1930  Holly- wood-revían og Sonny Boy fyrstu mynd- irnar  Gríðarleg umskipti þegar hljóð- myndirnar komu í stað þeirra þöglu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Góð brauð - betri heilsa Handverksbakarí í 19 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Staða mála og væntanlegir kjarasamningar RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31, sími: 580 5200, rafis.is Fleiri fundir á landsbyggðinni verða auglýstir þegar nær dregur sem og á heimasíðu RSÍ. Fundir í september 2013 Mánudagur 9. september Neskaupsstaður kl. 12.00 Egilsbúð Mánudagur 9. september Egilsstaðir kl. 18.00 Hótel Hérað Þriðjudagur 10 september Akureyri kl. 12.00 Strikið Fundaferð Rafiðnaðarsambands Íslands 2013 STUTT Hálendið – hjarta landsins er yf- irskrift verkefnis sem Landvernd hleypti af stokkunum í Þjórs- árverum í vikunni. Markmið verk- efnisins er að vekja athygli á fyr- irhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og gefa fólki kost á að taka undir kröfu Landverndar um að hálendinu verði hlíft. Vefur verkefnisins hefur slóðina hjartalandsins.is og á ensku hear- toficeland.org. Í frétt frá Land- vernd segir að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun víð- erna hafi stöðugt verið gengið á þessi verðmæti. Enn séu uppi áætl- anir um virkjanir, uppbyggða vegi og raflínur á hálendinu. Ýtt úr vör Fólk á vegum Landverndar í Þjórsárverum, Hjartafell í bakgrunni. Vekja athygli á framkvæmdum Í tilefni þess að fulltrúar Ís- lands, Noregs, Færeyja og Evrópusam- bandsins hittast í Reykjavík um helgina og ræða makríldeiluna efna samtökin Heimssýn til makrílhátíðar á Ing- ólfstorgi í Reykjavík. Hátíðin verð- ur fyrir framan skrifstofur Evrópu- sambandsins klukkan 14-17 sunnudaginn 8. september. Boðið verður upp á grillaðan íslenskan makríl til þess að mótmæla fyr- irhuguðum aðgerðum Evrópusam- bandsins, segir í tilkynningu. Boðið upp á makríl Í dag, laugardaginn 7. september, verður árviss uppskeruhátíð haldin á Flúðum og nágrenni. Fjölbreytt dagskrá verður í boði um alla sveit þennan dag og allir velkomnir, seg- ir í tilkynningu. Lögð verður áhersla á Matarkist- una Hrunamannahreppi en fjöl- breytt úrval matvæla er framleitt á þessum slóðum, grænmeti, mjólk- urvörur, kjöt og sitthvað fleira. Árleg uppskeruhátíð haldin á Flúðum Námskynning, Kilroy live 2013, verður haldin í Bíó Paradís við Hverf- isgötu í dag, laugardaginn 7. september klukkan 13-17. Þar gefst náms- mönnum og öðrum áhugasömum tækifæri á að kynnast 11 mismunandi há- skólum víðsvegar í heiminum. Einnig munu ráðgjafar Kilroy á hinum ýmsum sviðum verða á svæðinu til að veita gagnlegar upplýsingar, t.d. um hvernig fólk kemst á íþrótta- styrk til Bandaríkjanna, starfsnám og almennt um nám erlendis. Lána- sjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands mun gefa góð ráð varðandi fjár- mögnun á háskólanámi erlendis. Baldur Ólafsson námssérfræðingur heldur stutta kynningu á verkefninu klukkan 14.00 og aftur klukkan 15.00. Kynning á háskólanámi erlendis 100 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.