Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 19
myndirnar hafi þá verið einar á sviðinu í tuttugu ár. „Menn höfðu náð virkilega góðum tökum á því að gera þöglar kvikmyndir, því það að segja sögu með myndum er náttúrulega grunnur kvikmynda.“ Það eigi enn við í dag. Myndirnar voru þó ekki alþöglar. „Það var þó alltaf einhvers konar hljóð með, en það var þá oftast í formi lifandi tónlistarflutnings á sýningum,“ segir Ásgrímur. Venjulegast spil- aði þá einn tónlistarmaður á orgel eða píanó eða eitthvert eitt hljóð- færi með. Stirð byrjun talmyndanna „Talmyndirnar komu með auka- vídd inn í kvikmyndaformið, bæði tónlist sem hægt var að flytja inni í myndunum sjálfum og samtöl á milli fólks,“ segir Ásgrímur. Með talmyndunum hafi því opnast ýms- ir möguleikar en nokkur ár hafi tekið fyrir kvikmyndagerðarmenn að ná tökum á nýja forminu. „Þetta var svolítið stirt og erfitt fyrst en það er bara eðlilegt þegar um nýja tækni er að ræða.“ Ásgrímur bendir á að ekki hafi allir tekið nýju tækninni fegins hendi eða talið að framtíðin lægi þar. Hins vegar hefðu þöglu mynd- irnar fjarað smám saman út. „Myndmálið sem slíkt lifir hins vegar áfram.“ Chaplin er oft nefndur sem kvikmyndagerðar- maður sem streittist á móti en hann gerði ekki talmynd fyrr en um áratug eftir að þær byrjuðu. „Evrópumenn voru líka seinni til að taka upp talið, sem og Japanir,“ segir Ásgrímur, en stóru mynd- verin hefðu keyrt þróunina áfram. Endurkoma þöglu myndanna Á síðari árum hafa einstakir kvikmyndagerðarmenn tekið sig til og gert þöglar myndir eða myndir sem fjalla um þann tíma. Ásgrímur segir að hluta til sé verið að horfa nú til baka á þennan tíma vegna þess að miklar umbreytingar séu að eiga sér stað í kvikmynda- heiminum við það að stafræn myndvinnsla ryður sér til rúms. Ásgrímur nefnir þar myndir á borð við Hugo eftir Martin Scor- sese og The Artist, en sú mynd vann til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2011. Ásgrímur hefur kennt kvik- myndasögu um nokkra hríð og sýnir nemendum sínum oft þöglar myndir. Hann segir að þeir séu oft fullir efa í fyrstu. Hann hafi gam- an af því að sjá hversu fljótt nem- endurnir skipta um skoðun þegar þeir horfi á myndirnar. „Það sýnir að það þarf ekki annað en að opna hug sinn og þá opnast manni mjög áhugaverður heimur.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Beðið eftir bíómynd Kvikmyndir eru listform tuttugustu aldarinnar og vöktu fyrstu talmyndirnar mikla athygli. Fólk beið gjarnan í löngum biðröðum til þess að fá miða á vinsælustu myndirnar enda sýningar færri en nú á tímum. Kvikmyndasýningar í Gamla bíó voru eftirsóttar líkt og sjá má á myndinni. 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Haustinu og margskonar uppskeru verður fagnað í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í dag, laugardaginn 7. september, þegar býbændur og félagar í Kvenfélagasambandi Ís- lands kynna afurðir sínar. Þá verð- ur þetta síðasta helgin sem leik- tækin eru opin og afsláttur af dagpössum auk þess sem Íslands- mót Hálandaleikanna verður haldið sunnudaginn 8. september í garð- inum klukkan 14. Býbændur verða með uppskeru- hátíð sína í garðinum líkt og und- anfarin ár í veitingatjaldinu frá klukkan 14:00 til 16:00. Býbændur kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins en gestum gefst kostur á að smakka hunang beint úr búi og slengt verð- ur á staðnum. Þá geta áhugasamir keypt sér íslenskt hunang en tak- markað magn verður til sölu. Á sama tíma ætlar Kvenfélag Gríms- neshrepps að selja bakkelsi og sult- ur ásamt því að kynna sultugerð sína. Um er að ræða til dæmis blá- berjahlaup, drottningarsultu, rifs- berjahlaup, chilisultu og blandaða sultu af ýmsum gerðum. Morgunblaðið/Eggert Hunang Býbændur kynna býflugnarækt í Laugardalnum og koma með sýnishorn. Uppskeru fagnað í Laugardal í dag Í Morgunblaðinu 2. september 1930 sagði að uppselt hefði ver- ið á allar talmyndasýningarnar daginn áður, en tvær sýningar voru í Nýja bíói og ein í Gamla bíói. „Á báðum bíóum mátti finna að mikil eftirvænting var í mönnum og að þó að fæstir hafi skilið hvað sagt var, munu þó allir hafa samfagnað kvik- myndastjórunum með ný- breytni þessa“. Talmyndirnar voru þó ekki bara ástæða fyrir eftirvænt- ingu, því að á öðrum stað í blaðinu segir frá því að hljóm- sveitirnar sem léku undir þöglu myndunum á kvikmyndahús- unum fram til þessa missi „nú auðvitað atvinnu sína þar.“ Það mun þó ekki hafa komið að sök því að samkvæmt fréttinni náðu hljóðfæraleikararnir að færa sig yfir á aðra staði, þar á meðal til Útvarpsins sem þá stóð til að stofna. Mjög spenntir en skildu lítið BÍÓGESTIRNIR Af forsíðu 2. september 1930 Seðlabanki Íslands Gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 15. október 2013. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum (http://sedlabanki.is/fjarfesting). Útboð í fjárfestingarleið                                 - marksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eru EUR 25.000. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dagslok 25. september n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið                    !  "#$ %% &%'(   )*   +, í ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við- skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir- tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi   (- !  '&(% .      * /! +     /!  0!  !       , 1    !       )   http://sedlabanki.is/utbod. Stefnt er að næsta útboði 3. desember 2013. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.