Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.2013, Blaðsíða 20
höfðu verið í meirihluta í 20 ár en misstu einungis einn mann í þessum kosningum.“ Ármann segir að í raun hafi það verið nýju framboðin sem hafi náð inn á kostnað Sjálf- VIÐTAL Stefán G. Sveinsson sgs@mbl.is Þegar meirihlutinn í Kópavogi sprakk með látum í ársbyrjun 2012 kom það í hlut Ármanns Kr. Ólafs- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að setjast í bæjarstjórastólinn. Ármann hafði verið virkur í stjórnmálum, setið í stjórn og framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og verið aðstoðarmaður ráðherra. Hann segir ákvörðunina um að fara í bæjarmálin hafa verið eðlilegt framhald af því. „Ég var til- tölulega nýfluttur í Kópavog eftir að hafa búið í Reykjavík á há- skólaárunum. Þessi mikli og skemmtilegi bæjarbragur í Kópa- vogi kom mér strax á óvart og mig langaði til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hér var,“ segir Ármann en vinir hans og kunn- ingjar hvöttu hann til þess að fara í prófkjör fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar 1998. Sú ákvörðun bar árangur því að Ármann komst í efstu sætin og í bæjarstjórn, þar sem hann hefur verið síðan; hann sat einnig á Al- þingi 2007 til 2009. Á þeim tíma höfðu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur stjórnað Kópavogi í tvö kjörtímabil frá 1990 og héldu þeir um stjórnartaumana í tvo ára- tugi, eða fram til síðustu bæj- arstjórnarkosninga. Við tók nýr meirihluti fjögurra framboða. „Það er athyglisvert að Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur stæðisflokks og Samfylkingar, sem einnig tapaði manni í kosningunum. „Þá kom þessi túlkun Samfylking- arinnar um að við hefðum verið kos- in í burtu en þegar litið er á málin er ekki hægt að túlka úrslitin þann- ig að Samfylkingin hefði verið köll- uð til valda, því áfram var Sjálf- stæðisflokkurinn stærsti flokkurinn.“ Gekk á ýmsu Á ýmsu gekk í samstarfi nýja meirihlutans áður en hann sprakk að endingu í ársbyrjun 2012. „Þessi ósamstæði fjögurra flokka meiri- hluti sprakk á 20 mánuðum án þess að gefnar væru trúverðugar skýr- ingar á því eða ástæður uppsagnar þáverandi bæjarstjóra,“ segir Ár- mann. Í kjölfarið þurfti að koma saman starfhæfum meirihluta. Ár- mann segir að það hafi verið tölu- verð áskorun en nokkrar vikur liðu áður en nýi meirihlutinn tók við. „Ýmislegt var reynt í þeirri vegferð. Mörg tækifæri fyrir Kópavog í framtíðinni 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Lögreglan á Suð- urnesjum handtók í vikunni tæplega tvítugan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hann hafði reynt að smygla kannabisfræjum til landsins. Toll- verðir stöðvuðu manninn í flug- stöðinni, en hann var að koma frá Berlín og reyndist vera með rúmlega 200 kannabisfræ í fórum sínum. Hann var að færður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla. Með fíkniefni í fórum sínum Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók í vikunni þrjá karlmenn, sem allir voru með fíkniefni í fórum sín- um. Einn þeirra var með tóbaks- blandað kannabis á stofuborðinu, annar geymdi lítilræði af amfeta- míni í ísskáp og hinn þriðji ræktaði kannabis í þvottahúsinu. Reyndi að smygla kannabisfræjumFALLEGAR HAUSTVÖRUR Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 „Ég hef lagt til við menntamálaráðherra að Náttúruminjasafn Íslands verði í Kópavogi og sameinist Náttúrufræðistofu Kópavogs og verði þar undir sama þaki,“ segir Ármann Kr. Ólafsson. „Náttúrufræðistofa Kópa- vogs, sem er eina alhliða náttúrugripasafnið á höfuðborgarsvæðinu, er í nýju og sérhönnuðu húsnæði og yrði mikil hagræðing af því fyrir alla að flytja náttúruminjasafnið þangað. Hægt væri að rýma betur til fyrir því með því að flytja Bókasafn Kópavogs nær Smáralind. Ég held það myndi þjóna bæjarbúum betur að hafa bókasafnið þar.“ Vill sameina náttúruminjasöfn HAGRÆÐING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.