Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 22

Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stútfullar skyrdósir, ávalir ostar, hnausþykkur þeytirjómi og belg- miklar mjólkurfernur renna senn um færibönd verksmiðjuhúsnæðis við höfnina í Bolungarvík sem hýsti áður rækjuverksmiðjuna Kampa. Mjólkurvinnslan Arna hyggur þar á framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum, áætlað er að hún hefjist í næstu viku og mun hráefn- ið koma frá vestfirskum kúm. Gangi áætlanir eftir verður fram- leitt úr um einni og hálfri milljón lítra á ári og margar nýjungar munu líta dagsins ljós. Fyrstu vik- urnar verður framleiðslan einungis seld á norðanverðum Vestfjörðum, en innan skamms verður hún fáan- leg um allt land. „Eftir þrjú ár áætlum við að geta unnið úr allri þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu, sem er um 1,5-1,7 milljón lítrar á hverju ári,“ segir Hálfdán Óskarsson, mjólk- urtæknifræðingur og einn af eig- endum Örnu. „Þetta verður eins vestfirskt og hægt er.“ Hálfdán segist búast við að framleiðslunni verði tekið fagnandi „Það er áætlað að 5-10%, þjóð- arinnar, eða 15.000-30.000 manns, séu með mjólkuróþol. Þessu til við- bótar eru margir sem ekki vilja laktósa af ýmsum ástæðum.“ Laktósafríir ostar Til að byrja með er búist við að fimm til sex starfi við fram- leiðsluna, en þegar ostagerðin verður komin á fullt skrið er gert ráð fyrir 10 til 11 starfsmönnum. Það verður væntanlega á næsta ári og þá munu ýmsar nýjungar í ís- lenskri ostaframleiðslu líta dagsins ljós, að sögn Hálfdánar. Hann er ófáanlegur til að nefna einstakar ostategundir, en segir að horft verði til matargerðar Miðjarð- arhafslandanna við framleiðsluna. Hvers vegna varð Bolungarvík fyrir valinu? „Við vildum vera á Vestfjörðunum, en það er ekki mikið um húsnæði á svæðinu sem hentar undir starfsemi sem þessa. Kampamenn voru allir af vilja gerðir til að hjálpa okkur og því er- um við hér.“ Nostrað við Nettmjólkina Spurður um hvort nýrra bragðtegunda í skyr- og jóg- úrtdósum sé að vænta segir Hálf- dán að svo verði líklega þegar líður á. „Við höfum áhuga á að koma Ís- lendingum á nýtt og spennandi bragð.“ Tekið er á móti mjólkinni í mjólkurmóttöku og þaðan er henni dælt inn í vinnslusalinn, þar sem hægt er að vinna um 5.000 lítra á klukkustund. Mjólkin fer í ger- ilsneyðingu og síðan í skilvindu og í fitusprengingu ef verið er að fram- leiða mjólk, en hún kallast Nett- mjólk og er fitusnauð. Morgunblaðið/Kristinn Vestfirsk mjólk Feðgarnir Hálfdán Óskarsson og Óskar Hálfdánarson standa að Örnu ásamt fleirum. Mjólk, ostar og skyr úr vestfirskri mjólk  Ný mjólkurvinnsla í Bolungarvík framleiðir Nettmjólk  Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason venti kvæði sínu í kross fyrir nokkru, sagði upp starfi sínu í fjármálageiranum og hóf nám í leikstjórn og handrita- gerð í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur nú gert tvær kvikmyndir, sem báð- ar voru teknar í Bolungarvík og segir bæinn og umhverfi hans kjöraðstæður fyrir kvikmyndagerð. „Ég sýndi fyrri myndina mína, Slay Masters í Félagsheim- ilinu í Bolungarvík í fyrra og hef líka verið að selja hana á DVD fyrir vestan.“ Myndin fjallar um unga menn sem starfa við að slægja fisk og fýsir mjög að komast á dansleik. Í sumar tók Snævar aðra mynd í Bolungarvík, Albatross, sem skartar Bolvík- ingnum Pálma Gestssyni í aðalhlutverki. Þar er fjallað um ungan og áttavilltan mann sem eltir kærustuna sína vestur. Hann fer að vinna á golfvellinum í bæn- um og eru samskipti hans við samstarfsmenn kostuleg. Myndin er í eftir- vinnslu núna og verður líklega sýnd snemma á næsta ári. Spurður hvort Bolungarvík henti vel til kvikmyndagerðar segir Snævar Sölvi svo vera: „Þarna er allt; umhverfið og fólkið. Þarna fæ ég hugmyndirnar mín- ar.“ annalilja@mbl.is Leikstjórinn Sævar Sölvi hefur tekið tvær kvikmyndir í Bolungarvík. Snævar Sölvi fær góðar hugmyndir í Bolungarvík  Á lofti Bjarnabúðar er fyrsta bað- karið sem barst til Bolungarvíkur. Baðkarið var í eigu Bjarna Eiríks- sonar kaupmanns sem Bjarnabúð er nefnd eftir. Bjarni bjó á efri hæðum húss Bjarnabúðar í vel búinni kaupmanns- íbúð með fjölskyldu sinni. Þar eru nú geymslur verslunarinnar og að auki eru þar varðveittir ýmsir munir úr tæplega 100 ára sögu hennar. Til dæmis er þar geymt bókhald verslunarinnar og forláta skápur geymir gamla hlífðarsloppa sem var vinnuklæðnaður verslunarfólks á ár- um áður. Morgunblaðið/Kristinn Baðkar Fyrsta baðkarið í Bolungarvík var í eigu Bjarna í Bjarnabúð. Baðkar Bjarna kaupmanns Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Líklega er það klisja þegar því er haldið fram að tíminn hafi staðið í stað á einhverjum tilteknum stað. Sums staðar á það þó við. Bjarnabúð á Bolungarvík er einn þessara staða, en þar er rekin ein elsta verslun landsins. „Sameinaða versl- unarfélagið flutti þetta hús hingað til landsins árið 1920. Eftir að það fór á hausinn keypti Bjarni Eiríks- son reksturinn og ég er þriðji eig- andinn að versluninni,“ segir Stef- anía Birgisdóttir Hún hefur rekið verslunina ásamt eiginmanni sínum, Olgeiri Hávarðssyni, síðan í byrjun árs 1996. „Ég tel mig vera að halda í ákveðin menningarverðmæti með því að halda versluninni opinni. Þetta er gríðarlega mikil vinna og ég veit svo sem ekki hvort einhver annar væri tilbúinn að reka svona verslun hérna í bænum. Maður þarf að vera með rétta hugarfarið í svona rekstri.“ Hvaða hugarfar er það? „Það er að hafa gaman af vinnunni.“ Finnst þér gaman í vinnunni? „Já, mér finnst almennt gaman í vinnunni. Fólk kemur mikið hingað til að spjalla og ferðafólk lítur mikið inn, ferðamönnum hefur fjölgað mikið frá því að göngin voru opnuð. Ég vanda mig við að halda rekstrinum í gamla stílnum. Það er ekki erfitt ef maður er meðvitaður um það. Fyrir um tíu árum var ég að velta fyrir mér að gera búðina nýtískulegri, en sem betur fer hafði ég vit á að hætta við það.“ Bjarnabúð var breytt í kjörbúð um 1960 og var að sögn Stefaníu ein fyrsta kjörbúð landsins utan Reykja- víkur. Hún strýkur búðarborðið hlý- lega. „Þetta borð var keypt við það tilefni og það hafa margir Bolvík- ingar strokið.“ Allt á einum stað í Bjarnabúð Og það sést vel. Málningin á borðinu er máð eftir hendur bæj- arbúa en Stefanía segir ekki koma til greina að mála nýja umferð. „Þetta borð segir svo margt.“ Margt fæst í Bjarnabúð. Mat- vara, fatnaður, skólavörur, gjafa- vörur, bækur og garn. Allt á einum stað. Sem hlýtur að vera kostur fyrir önnum kafið nútímafólk. Í Bjarnabúð er einnig leitast við eftir föngum að selja matvöru úr héraði. Þar fæst saltfiskur, fiskur, rækja, hnoðmör og harðfiskur úr bænum. Þá er selt bakkelsi frá bak- aranum á staðnum. Það kemst býsna mikið fyrir í Bjarnabúð. „Já, hún tekur lengi við. Ætli hún sé ekki töluvert stærri að innan en utan.“ Bjarnabúð er stærri að inn- an en að utan  Ein elsta kjörbúð landsins er starfrækt í Bolungarvík Morgunblaðið/KristinnKaupmennirnir Stefanía og Olgeir við búðarborðið. Morgunblaðið/Kristinn Gamaldags Auglýsingar úr fortíð. VESTFIRÐIR DAGA HRINGFERÐ BOLUNGARVÍK Grunnkort/Loftmyndir ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.