Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 23

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 23
Enginn mjólkursykur Arna mun framleiða ýmsar mjólkurvörur án laktósa. Að þessu loknu fer mjólkin í tanka þar sem mjólkursykurinn er brotinn niður og tekur það ferli allt að 48 klukkustundir. „Ferlið hjá okkur er nokkuð lengra en venju- lega, það sem tekur eina klukku- stund í hefðbundinni mjólk- urvinnslu tekur okkur tvo sólarhringa. Það er meiri hand- verksvinnsla hjá okkur heldur en hjá stærri aðilum. Við viljum geta nostrað við framleiðsluna okkar.“ Gamalt og gott í poka Hægt verður að pakka 3.000 dósum af skyri eða jógúrti á klukkustund þegar framleiðslan verður komin á fullt skrið. Reynd- ar verður skyrið líka selt upp á gamla mátann, í pokum. „Það er þetta gamla góða íslenska skyr, sem sumir vilja kalla ekta skyr. Og nú er það laktósafrítt.“ Spurður um nafn fyrirtæk- isins, Arna, segist Hálfdán áður hafa rekið fyrirtæki með þessu nafni. Reyndar sé þetta nafn dótt- ur hans og það hafi reynst honum vel að nota það í rekstri. „Annars er þetta er bara fínt nafn á mjólk- urvinnslu. Stutt og skemmtilegt.“ Framleiðslusalur Starfsemi Mjólkurvinnslunnar Örnu er í fyrrverandi vinnslusal rækjuverksmiðjunnar Kampa við höfnina í Bolungarvík og mun framleiðsla á ýmsum mjólkurvörum væntanlega hefjast þar í næstu viku. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 „Mér þykir vænt um Skólastíg- inn. Ég geng þar oft upp og niður og þarna var skólinn minn,“ segir Magnús Sig- urjónsson, múrari í Bolung- arvík. Skólastígur dregur nafn sitt af því að þar stóð áður barna- skóli Bolungarvíkur. Í því húsi er tónlistarskóli bæjarins núna starfræktur. „Ætli skólahúsið hafi ekki verið byggt 1908 og ég gekk í þennan skóla árin 1962-1965, en þá var hann flutt- ur í nýrra hús,“ segir Magnús. Magnús á djúpar rætur í Bol- ungarvík, en forfeður hans settust þar að á öldum áður. „Ætt mín hefur búið hérna í Bolungarvík í um það bil 500 ár,“ segir Magnús sem lætur vel af búsetu sinni í Bolung- arvík. Samkvæmt götukorti eru 37 götur í Bolungarvík. Aðalstræti er, eins og nafnið gefur til kynna, aðalgata bæjarins og liggur í gegnum hann. Að- alstræti tekur við af Þuríðar- braut sem liggur til Ísafjarðar. Göturnar næst höfninni bera nöfn henni tengd; t.d. Brim- brjótsgata, Hafnargata, Sjáv- arbraut og Mávakambur. Gatan mín Skólastígur Morgunblaðið/Kristinn Skólastígur Gatan er í uppáhaldi hjá Magnúsi Sigurjónssyni. Á djúpar rætur í Bolungarvík Þegar mjólk er gerð laktósafrí er hún blönduð ensímum sem brjóta laktósann, eða mjólk- ursykurinn niður. Hálfdán segir engin bæti- efni tapast við þessa vinnslu og að auki sé minni viðbætts sykurs þörf en í hefðbundnum mjólkurvörum. „Þegar mjólkursykurinn er brotinn niður, myndast sæta í mjólkinni þannig að okkar vörur eru 30% sykurminni en hefðbundnar mjólkurvörur,“ segir Hálfdán. Minni sykur ENSÍM BRJÓTA NIÐUR MJÓLKURSYKURINN Mjólk Ensím brjóta mjólkur- sykurinn í henni niður. Skannaðu kóðann til að horfa á myndskeið með fréttinni  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins er Flateyri. Á mánudaginn Nyrsti bærinn á Vestfjörðum Bolungarvík er um 900 manna bær sem stendur við utanvert Ísafjarðardjúp að sunnan og liggur vel að fiskimiðum í utan- verðu Ísafjarðardjúpi. Í Landnámabók segir að Þuríður sundafyllir hafi numið land í Bolungarvík. Frá Bolungarvík hefur verið útræði allt frá landnámsöld og var þar öldum saman ein stærsta verstöð landsins. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Venta sófasett og glerborð Tímalaus hönnun sem hentar hvar sem er www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Hönnuður: Sturla Már Jónsson Verð: Stóll 98.000 2 sæta sófi 169.000 Borð 58.000 Verð m.v. ullaráklæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.