Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 24

Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Gísla Hjálmtýssyni, framkvæmda- stjóra Thule Investments, þykir um- fjöllun Kastljóss á mánudag og þriðjudag um málefni tengd honum ósanngjörn. „Þar var reynt að gera starfsemi Thule tortryggilega með margvíslegum hætti en hvergi þó ýj- að að brotum á lögum, reglum, gerð- um samningum eða neinu sem talist geta ámælisverðir viðskiptahættir,“ segir hann. Thule Investments rekur fagfjár- festasjóði, þar á meðal Brú 2, sem sérhæfa sig í nýjum fyrirtækjum, og hefur komið að um 60 íslenskum sprotafyrirtækjum, þar á meðal CCP, Caoz og Betware. Kastljós fjallaði um Thule og Brú 2, sem skráð er í Lúxemborg, og tvær fjárfestingar sjóðsins: Blue Wave, sem rekur úthafsveiðiskip og stundar veiðar við vesturströnd Afr- íku, og Leikhúsmógúlinn, sem setur upp leikrit víða og á sýningarréttinn að einleiknum Hellisbúanum. Fyrir skömmu var Blue Wave selt. Eign- arhald útgerðarfélaganna tveggja er í svokallaðri skattaparadís. „Þeim sem ekki eru vanir alþjóðlegum fjár- festingum kann að þykja eignarhald- ið flókið og loðið en þannig er mál með vexti að þetta er alvanalegt fyr- irkomulag í framtaksfjárfestingum. Það er mikill misskilningur að milli- félög séu sett upp í annarlegum til- gangi. Það er fernt sem fjárfestar leitast eftir með því að setja upp þessi félög. Í fyrsta lagi að aðskilja áhættu. Eign- arhald á rekstri útgerðarfélagsins og skipsins var í tveimur félögum til að aðskilja rekstraráhættuna frá eign- inni. Það er gert með hagsmuni fjár- festa Brú 2 í huga. Í öðru lagi er verið að sækja í fyrsta flokks löggjöf. Delaware lagði upp með það fyrir fáeinum áratugum að þar sé besta löggjöfin til að reka fyrirtæki. Þar er mikill sveigjanleiki og t.d. ekkert samhengi á milli ábyrgðar hluthafa og hvernig skatta- málum er háttað, líkt og er hér á landi. Í þriðja lagi er það misskilningur að þessi félög séu einungis notuð til að forðast skatta. Hafa verður hug- fast að félögin borga skatta þar sem þau hafa sína starfsstöð. Hún þarf ekki að vera þar sem eignarhalds- félagið er staðsett. En svo verður líka að hafa hugfast, að það eru ekki hagsmunir lífeyrissjóða sem lögðu fé í sjóðinn að vera margskattlagðir vegna þess að þeir eru að fjárfesta í alþjóðlegu umhverfi. Í fjórða lagi þá er verið að sækjast eftir stöðugleika. Félögin eru sett upp til tíu ára og rekstur þeirra er samkvæmt ítarlegum stofnskjölum sem er erfitt að breyta eftir á. Þess vegna er mikilvægt að félögin séu skráð þar sem mikill stöðugleiki ríkir.“ Lögðu 600 milljónir í Blue Wave - Fram kom í Kastljósi að fjárfest- ingin í Blue Wave hafi ekki gengið vel. Hvað var hún stór? „Brú 2 lagði um 600 milljónir króna í Blue Wave. Það er rangt að gefa í skyn að meira en einn millj- arður hafi tapast og sú fjárhæð nemi fjórðung af stærð sjóðsins. Sjóðurinn má einungis leggja 10% af fjárfest- ingarloforðum sínum í hverja fjár- festingu. Ég reikna með að fjárfest- ingin muni skila sér að einhverju leyti til baka en kaupverðið byggist á rekstrarárangri nýrra eigenda,“ segir hann. Gísli bendir á að Brú 2 fjárfesti í nýjum fyrirtækjum og eðli málsins samkvæmt komist þau ekki öll á legg. Hjá þekktu fjárfestingarfélagi í Silíkondal, sem fjárfestir í nýsköpun, þá ganga upp 22% af fjárfestingum þess. „Við skulum því gera raunhæf- ar væntingar til Thule,“ segir hann. - Passar fjárfesting í útgerð við fjárfestingarstefnu Brú 2, en þar eru flest fyrirtækin tæknifyrirtæki? „Já, tvímælalaust. Blue Wave not- ar nýjustu tækni frá Íslandi, er stofn- að af Íslendingum, réð íslenska sér- fræðinga til starfa og hafði erlendar tekjur. Við höfum fjárfest í fyrir- tækjum sem eru ekki hreinræktuð tölvufyrirtæki. Má þar nefna Leik- húsmógúlinn sem framleiðir leiksýn- ingar og Caoz sem býr til teikni- myndir. Fjárfestingarráð Thule fór yfir fjárfestinguna í Blue Wave og hafði mikinn áhuga á útgerðinni. Við töld- um að fyrirtækið gæti verið með stöðugt tekjuflæði sem myndi treysta eignasafn sjóðsins.“ Vélin bræddi tvisvar úr sér Rekstur Blue Wave gekk ekki sem skyldi vegna þess að vél skipsins bræddi tvisvar úr sér. „Það er ekki eðlilegt að missa sveifarás tvisvar sinnum á sex árum. Þetta var mikið tjón og litaði afkomuna. Hvort tjón um sig nemur tæpum milljarði. Við vorum reyndar betur tryggð í seinna skiptið. Þess á milli gekk reksturinn vel. Í fyrra skiptið þegar vélin bræddi úr sér, barðist félagið í bökkum en Starfsemi Thule gerð „tortryggileg“  Gísla Hjálmtýssyni, framkvæmdastjóra Thule Invest- ments, þykir ómaklega að sér vegið  Munar 800 milljónum í deilu hluthafa Leikhúsmógúlsins  Erfiðleikar í útgerð LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- - örugg bifreiðaskoðun um allt land Veist þú hvar myndin er tekin? Myndin hér að ofan er samsett og tekin á tvemur stöðum. Veist þú hvaða staðir það eru? Reyndu á kunnáttu þína og berðu saman við rétt svar sem þú finnur á www. frumherji.is Skeikaðu ekki á skoðun Örugg bifreið veitir betri akstur SEPT. SKOÐUN ARMÁN 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.