Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 27

Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Austurríska olíufyrirtækið OMV hefur skýrt frá því að fundist hafi stór olíulind í Barentshafi þar sem fyrirtækið hefur leitað að olíu og jarðgasi í samstarfi við Statoil. Olíulindin er um 310 kílómetra norðan við Hammerfest í Norður- Noregi. Þetta er í fyrsta skipti sem stór olíulind finnst svo norðarlega á norsku landgrunni, að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisút- varpsins. Olíulind fannst norðar í Barentshafi árið 1992 en hún var svo lítil að ekki reyndist hagkvæmt að nýta hana. Líkur á enn stærri lindum Áætlað er að nýja olíulindin gefi af sér 60 til 165 milljónir fata af olíu, að sögn fréttavefjar norska ríkis- útvarpsins. Haft er eftir Sissel Erik- sen, yfirmanni olíuleitar hjá norsku Olíustofnuninni, að talið sé að enn meiri olíu sé að finna í Barentshafi. Talsmaður OMV tók í sama streng og sagði að á svæðinu sem fyrirtækið leitar á kynnu að finnast olíulindir sem gæfu af sér alls 200 til 500 millj- ónir olíufata. Flokkur norskra umhverfis- verndarsinna hefur lagt til að olíu- lindir sem finnast svo norðarlega í Barentshafi verði ekki nýttar vegna hættu á olíuslysum sem geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir líf- ríkið, m.a. fiskstofna. bogi@mbl.is Fundu olíulind í Barentshafi Fótfrá svín þreyta kapphlaup á héraðssýningu sem hófst í Los Angeles 30. ágúst og stendur til 29. sept- ember. Héraðssýningin er haldin árlega í fjórar vikur og er meðal annars boðið upp á skemmtanir af ýmsum toga, tónleika og landbúnaðarsýningar auk keppna manna og dýra. AFP Svín etja kappi á héraðssýningu Þjóðaröryggisstofnanir í Bandaríkj- unum og Bretlandi hafa ráðið dul- kóðun sem á að tryggja gagnaleynd á netinu og vernda meðal annars tölvupósta, bankafærslur, símtöl og sjúkraskrár einstaklinga. Þetta kemur fram í skjölum sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur lekið í The New York Times, vefmiðilinn ProPublica og The Guardian. Gögnin benda til þess að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna (NSA) og breska öryggis- stofnunin GCHQ hafi ráðið dulkóðun sem netþjónustufyrirtæki hafa notað til að tryggja að gögn frá hundruðum milljóna manna komist ekki í hendur annarra. Netfyrirtækin hafa fullviss- að netnotendur um að gögnin séu vernduð en skjölin benda til þess að það sé ekki rétt. „Grefur undan undirstöðu netsins“ Skjölin benda til þess að stofnun- unum hafi tekist að ráða dulkóðun- ina með því að beita ofurtölvum, fyrirmælum dómstóla og með sam- starfi við netþjónustufyrirtæki. The Guardian segir að stofnanirnar hafi haft „leynilegt samstarf“ við tækni- og netþjónustufyrirtæki til að hafa áhrif á hönnun og þróun dulkóðunar- forrita og læða í þau „leynilegum bakdyrum“ sem stofnanirnar geti notað til að rjúfa gagnaleyndina. Í skjölunum eru fyrirtækin ekki nefnd á nafn en þau benda til þess að breska stofnunin geti rofið gagna- leynd Hotmail, Yahoo og Facebook, að sögn fréttaveitunnar AFP. Öryggisstofnanirnar segja að þær þurfi að geta ráðið dulkóðunina til að afla upplýsinga í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Sérfræðingar í netöryggi saka hins vegar stofnan- irnar um að hafa ráðist á sjálft netið og rofið gagnaleynd sem sé í þágu allra netnotenda. „Dulkóðun er und- irstaða trausts á netinu,“ hefur The Guardian eftir breska dulkóðunar- sérfræðingnum Bruce Schneier. „Með því að grafa af ásettu ráði und- an netöryggi í skammsýnni tilraun til að njósna er NSA að grafa undan undirstöðu netsins.“ Geta ráðið dul- kóðun gagna  Öryggisstofnanir sakaðar um að vega að netöryggi og gagnaleynd til að njósna Notaði 30 milljarða » Fram kemur í skjölunum að Þjóðaröryggisstofnun Banda- ríkjanna hafi notað 250 millj- ónir dala, jafnvirði 30 milljarða króna, á ári í ýmsar aðgerðir til að geta ráðið dulkóðun gagna á netinu. » Féð hafi m.a. verið notað til að hafa að hafa áhrif á hönnun og þróun dulkóðunarforrita netþjónustufyrirtækja. Nóg járn á meðgöngu Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. Einkenni járnskorts er m.a. fölvi, þreyta, minna úthald, særindi í munni og tungu, kyngingarörðugleikar, aflagaðar neglur og hand- og fótkuldi. Þungaðar konur þurfa að auka neyslu á járnríkri fæðu vegna meðgöngunnar. Aukin þörf verður fyrir járn vegna aukinna frumuskiptinga þegar fóstrið vex. Það er ekki óalgengt að konur þurfi að auka járninntöku til viðbótar fæðunni á meðgöngu, sérstaklega eftir 20. viku. Þungaðar konur með alvarlegan járnskort eru líklegri til að lenda í vandamálum í eða eftir fæðingu. Rannsóknir hafa sýnt að börn mæðra með járnskort eru líklegri til að fæðast fyrir tímann eða vera léttburar og eru þannig útsettari fyrir frekari vandamálum. Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri ? Til að viðhalda járnþörf líkamans þarf að borða mikið af járnríkum mat og auka hann ef um járnskort er að ræða. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgðum líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enn á upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.