Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Tröllslegt kvöldbrim Engu var líkara en tröll hvíldi lúin bein í tignarlegu kvöldbriminu í kalsalegu haustveðri. Greina má munn og nef kynjaverunnar sem vísa upp í vindinn.
RAX
Reykjavík er höfuðborg allra
landsmanna og því eðlilegt að
þeir láti í sér heyra þegar fjallað
er um grundvallarþætti í skipu-
lagi borgarinnar. Borgaryfirvöld
áforma að ganga svo nærri flug-
vellinum í Vatnsmýri að hann
verði óstarfhæfur á allra næstu
árum.
Þó hefur alls ekki verið leyst
úr hvað komið geti í stað hans.
Borgaryfirvöld verða að end-
urmeta afstöðu sína til flugvall-
armálsins og sýna landsmönnum
öllum að Reykjavík sem höfuðborg landsins
virði þá skoðun landsmanna að þar sé starfs-
ræktur flugvöllur sem gegnir
óumdeilanlega lykilhlutverki
sem miðstöð sjúkra- og innan-
landsflugs.
Rökstuddum ábendingum um
að flugvöllurinn verði áfram í
Vatnsmýrinni hefur til þessa því
miður verið mætt með viðbragði
sem strútar eru þekktari fyrir
en skynsamir stjórnendur.
Dæmið um flugvöllinn er því
miður ekki það eina um óvið-
unandi vinnu í skipulagsmálum
borgaryfirvalda.
Á grannsvæði Seltirninga, við
Vesturhöfnina, nálægt Slippn-
um og Grandanum, er eitt af alvarlegri dæm-
unum um ríkjandi óraunsæi og tillitsleysi.
Þarna liggur Mýrargata, sem margir Seltirn-
ingar eiga óhjákvæmilega leið um oft á dag,
og því eðlilegt að þeir láti sig þróun svæðisins
miklu skipta.
Vaxandi fjöldi atvinnufyrirtækja er á svæð-
inu, að ógleymdu olíugeymasvæði höfuðborg-
arinnar í Örfirisey, sem margir tugir olíu-
flutningabíla aka frá og til með farm sinn
hvern virkan dag.
Hringbraut þolir illa meiri umferð. Þreng-
ingar á helstu umferðargötum í nærliggjandi
hverfum, sem hluti gegnumferðar gæti færst
til, t.d. hinar umdeildu breytingar Hofs-
vallagötu, spilla enn frekar fyrir.
Tryggja verður að borgarbúar komist
greiðlega á milli borgarhluta og neyðarrým-
ing borgarhverfa verður einnig að vera fram-
kvæmanleg, þótt vonað sé í lengstu lög að til
slíkra aðstæðna komi ekki. Núverandi áform
borgaryfirvalda auðvelda ekki bílaumferð um
Mýrargötu heldur þvert á móti þrengja að
henni.
Hér skal heitið á forystumenn höfuðborg-
arinnar að þeir bregðist ekki hlutverki sínu,
taki tillit til framkominna ábendinga og at-
hugasemda og færi skipulagsmálin inn á
raunsærri, tillitssamari og farsælli braut.
Eftir Ásgerði Halldórsdóttur »Dæmið um flugvöllinn er
því miður ekki það eina um
óviðunandi vinnu í skipulags-
málum borgaryfirvalda.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Óraunsæi í skipulagsmálum borgaryfirvalda
Við horfum björtum augum til
framtíðar. Eftir langa eyðimerk-
urgöngu er loksins uppgangur
innan kvikmyndagreinarinnar.
Á þessu ári tvöfölduðust fram-
lög til Kvikmyndasjóðs í gegn-
um fjárfestingaráætlun og til að
svara auknum umsvifum var
stefnt að því að fjárfesting ykist
enn frekar til ársins 2015. Þessi
aukning var ekki úr lausu lofti
gripin. Þverpólitísk samstaða
varð í framhaldi af opinberum
rannsóknum, skýrslugerðum og bókaskrifum
sem leiddu í ljós mikil hagræn áhrif kvik-
myndagerðar. Fulltrúar allra flokka á Al-
þingi fóru í pontu og lýstu yfir þeirri skoðun
sinni að auka þyrfti framlög til fjársveltrar
atvinnugreinar sem væri í örum vexti. Afleið-
ingar þessa eru m.a að hátt í fjórðungs veltu-
aukning frá fyrra ári varð í
greininni á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins og á árinu hafa
orðið til um 240 ný ársverk.
Þetta skilar sér í rúmlega 1.200
milljónum í beinar tekjur til rík-
issjóðs.
Íslensk kvikmyndagerð skap-
ar ekki bara atvinnu heldur er
einnig gjaldeyrisskapandi. Rúm-
ur milljarður í kvikmyndasjóð
dregur að sér annað eins í er-
lendu fjármagni enda rekur
greinin sig að stórum hluta á
því sem íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn draga inn í landið eftir að frum-
stuðningur kemur að heiman. Þessi aukna
fjárfesting hjálpar einnig til við að svara
þeirri aðkallandi þörf að hlutur kvenna verði
aukinn, átak verði gert í framleiðslu á efni
fyrir börn og unglinga og búið verði í haginn
fyrir nýliðun. En einnig er mikilvægt að
komið hefur verið í veg fyrir frekari atgerv-
isflótta eftir að talsvert varð um að lykilfólk
innan greinarinnar flytti utan hin mögru ár í
kjölfar stóra niðurskurðarins 2010.
Íslensk kvikmyndagerð hefur slitið barns-
skónum og er sú atvinnugrein, ásamt ferða-
þjónustu, sem er í hvað örustum vexti enda
eru þessar tvær greinar samtengdar. Stór
hluti þeirra ferðamanna, sem hingað koma,
tilgreinir kynni sín af menningu og listum
sem meginástæðu fyrir heimsókn sinni.
Stærstur hluti þeirra íslensku mynda sem
framleiddar eru fer á virtustu kvikmyndahá-
tíðir heims þar sem margar hverjar hljóta
verðlaun og viðurkenningar og íslenskir
kvikmyndagerðarmenn vekja í sífellt meira
mæli athygli á landi og þjóð á erlendri
grundu. Baltasar Kormákur átti nýverið
mynd í efsta sæti vinsældalistans í Banda-
ríkjunum og Guðmundur Arnar Guðmunds-
son fékk verðlaun fyrir stuttmynd sína Hval-
fjörður á Cannes nú í vor. Hann bankar á
dyrnar með að gera sína fyrstu mynd í fullri
lengd, sem og margir efnilegir ungir leik-
stjórar er vakið hafa mikla athygli eins og
Ása Helga Hjörleifsdóttir, Ísold Uggadóttir
og fleiri.
Aukin fjárfesting er frábær. En betur má
ef duga skal. Mörg aðkallandi verkefni eru
framundan og það er von mín að núverandi
ríkisstjórn auki fjárfestingu og framlög til
kvikmyndagerðar umfram það sem nú er.
Það er allra hagur, hvort sem er í efnahags-
eða menningarlegu tilliti.
Eftir Ragnar Bragason » Aukin fjárfesting ríkisins í
íslenskri kvikmyndagerð
skilar miklum verðmætum
og hagræn áhrif eru ótvíræð.
Ragnar Bragason
Höfundur er formaður Samtaka
íslenskra kvikmyndaleikstjóra.
Ákall um aukna fjárfestingu í íslenskri menningu