Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 33

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Á íbúafundi 2. sept- ember sl. á Þórshöfn, Langanesi, með tveimur forsvars- mönnum Samkaupa var farið yfir sögu fyr- irtækisins, hvernig verslunarkeðjan væri arfleifð gömlu kaup- félaganna og hve erfið afkoman hefði verið eftir að Baugur/Hagar tóku markaðinn kverkataki svo hrikti í stoðum „litlu“ kaupmann- anna, þ.á m. Samkaups-keðjunnar. Þetta var vissulega fræðandi og vel fram settur fyrirlestur, en ég velti fyrir mér eftir fundinn hvort þetta hefði verið skýrt svo vel út til að falast eftir samúð, lotningu eða annarri tilfinningu frá fund- argestum? Aðspurður hvort hann myndi treysta sér til að versla ein- göngu í Samkaupum-Strax- gaf fyrirlesari það svar að hann myndi yfir höfuð ekki treysta sér til að kaupa í matinn á Íslandi. Und- irrituð er hálfringluð eftir þetta svar og veit satt að segja ekki hvernig skal túlka það, en fyrst hann treystir sér ekki til að versla á Íslandi, og Langanesbyggð er jú á Íslandi, þá treystir hann sér ekki til að versla í Samkaupum-Strax á Þórshöfn þar sem hún er meðal dýrustu verslana á Íslandi. Langnesingurinn hefur vissulega val, en ekki sama val og þeir sem búsettir eru nær lágvöruverslun og geta valið úr verslunum. Val okkar felst í því að eyða mörg þúsund krónum í bensín til að nálgast lág- vöruverslun á Egilsstöðum – sem er í 200 km fjarlægð, Akureyri sem er í 240 km fjarlægð, eða fara milliveginn og versla í Kaskó á Húsavík sem á okkar mælikvarða má tala um sem lág- vöruverslun, en þang- að eru 160 km. Það eru því lágmark 320 km akstur fyrir Langnes- inginn að versla ódýr- ara en í heimabyggð. Það má líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem ekki nýta sér lágvöruverslanir þeg- ar farið er í bæjarferð. Ekki er það skemmtunarinnar vegna – tja ekki nema það teljist til skemmtunar að enda hverja kaupstaðarferð á því að draga krakkaskarann með sér í Bónus, bölvandi og ragnandi, fylla tvær körfur af vörum, koma þeim í kassa og poka og reyna svo með einhverju móti að koma varn- ingnum fyrir milli fótanna á emj- andi krökkunum sem sitja skökk og skæld á heimleiðinni vegna þessa og geta sig varla hrært – það er að segja ef þeim er boðið með vegna fyrirsjáanlegs plássleysis. Ís, frystivara og mjólkurvarn- ingur er ekki sérlega árennilegur eftir tæplega þriggja tíma akstur þannig að slíkan munað kaupa Langnesingar iðulega í heima- byggð eða neyðast til þess réttara sagt. Sú staðreynd kom fram á fundinum að einn lítri af súrmjólk kostar 50 krónum meira í Sam- kaupum-Strax á Þórshöfn en í Kaskó á Húsavík. Verðmunurinn einskorðast því miður ekki bara við blessaða súrmjólkina, hún er ein- ungis eitt af óteljandi dæmum um óeðlilegan verðmun milli verslana. Þegar fyrirlesari var inntur eftir því hvers vegna mjólkin væri dýr- ari hér en í öðrum matvöruversl- unum í ljósi þess að Mjólk- ursamsalan flytur varning sinn frítt hvert á land sem er var fátt um svör – það kom reyndar eitt- hvað langt og óljóst svar sem ég man ekki lengur hvað var. Ættu ekki allar verslanir að hafa sama verð á mjólk fyrst þær hljóta allar sömu kjör innan mjólkursamsal- anna? Eigum við að taka þessu þegjandi og hljóðalaust? Aðspurðir hvort þeir myndu lækka vöruverð á Þórshöfn svöruðu þeir með löngum, óljósum svörum – sem lík- lega áttu að villa um fyrir fund- argestum og fá þá til að hugsa um eitthvað annað. Langnesingar hafa rennt hýru auga til Nettó-verslunar í stað Strax-verslunar en forsvarsmenn Samkaupa telja markaðinn of lít- inn. Það er hinsvegar þrennt sem þeir þurfa að hafa í huga: a) Þótt samfélagið telji 524 hausa eru íbúar nágrannasveitarfélaga í kring sem afar líklega legðu leið sína í Langa- nesbyggð til að komast í lág- vöruverslun í stað þess að aka í aðra átt og auk þess lengri leið til að versla. Þá má því bæta um 800 hausum við þessar 524 mann- eskjur. b) Ef opnuð yrði lágvöruverslun á Þórshöfn yrði skipakostur tekinn hér í meira magni en raunin er. Skipin tækju kost sinn annars stað- ar þar sem verð er ákjósanlegra. Stærðfræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, en ef dýr búð eins og Samkaup-Strax stendur undir sér með einungis hluta markaðarins, hví ætti þá ódýrari verslun með stærsta hluta markaðarins ekki að standa undir sér? c) Neytandinn hefur alltaf val og því telja Sam- kaupsmenn ekki hægt að treysta því að bæjarbúar versli í heima- byggð. Átta þeir sig ekki á stöð- unni? Halda þeir að okkur langi al- veg ofboðslega að rogast heim síðla kvölds eftir þriggja tíma akstur með 14 Bónuspoka og eiga eftir að ganga frá öllu saman? Því má ekki heldur gleyma að það eiga ekki all- ir heimangengt. Það eiga ekki allir þessa „völ“ sem um ræðir hér. Niðurstaða fundarins var í raun engin – jú – þeir ætla að „skoða málið“ – þeir ætla að athuga hvort þeir geti reynt að hafa tilboð annað slagið og athuga hvort þeir geti sent okkur ferskt grænmeti … þ.e.a.s. að það verði ennþá ferskt þegar það er komið á leiðarenda en síðustu ár hafa Langnesingar mátt sætta sig við lélegt grænmeti og ávexti svo dæmi sé tekið. Ég skora á Samkaupsmenn að íhuga þetta mál enn frekar, fara of- an í alla sauma og útiloka ekki lág- vöruverslun á Þórshöfn! Börnin eða Bónuspokinn? Eftir Kristínu Heimisdóttur » Ís, frystivara og mjólkurvarningur er ekki sérlega árennileg- ur eftir tæplega þriggja tíma akstur. Kristín Heimisdóttir Höfundur er fjögurra barna móðir og nemi við félagsvísindadeild HA. Frábært atvinnutækifæri Hesthús, reiðhöll og íbúð Til sölu heil hesthúsalengja við C-tröð 1 Víðidal Reykjavík, 340 ferm., ásamt ca. 100 ferm. íbúð á efri hæð. Aðstaða eins og best verður á kosið. Þrjú sérgerði, stíur fyrir 18 hesta, reiðhöll 10 m x 15 m, þvotta- og þurrkaðstaða, stórt hlöðu og athafnapláss. Tilvalið fyrir tamningafólk, hestaleigu eða aðra starfsemi tengdri ferðamennsku. Fleiri myndir: http://solu-hestar.weebly.com/ Ýmis skipti koma til greina. Góð kjör. Jón Egilsson hrl. S: 896 3677, 568 3737. Miðengi VERÐ: 139 millj. Einstakt 494,2 fm sumarhús Lóðin er 24.418 fm kjarri vaxin með glæsilegu útsýni Hitaveita, lokað svæði, rafmagnshlið Húsið er ekki fullkárað og er á byggingarstigi 4Ti l s öl u

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.