Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Keflavík María Carmen fæddist 11.
desember. Hún vó 3.060 g og 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Vala heiða
Guðbjartsdóttir og Sigurður Jóhann
Jónasson.
Nýir borgarar
Ég er ekkert sérstaklega duglegur við afmælishald, en viðætlum að fá okkur eitthvað gott að borða í tilefni dagsins,með foreldrunum og unga fólkinu okkar. Við notum þá
kannski tækifærið til að ræða fjölskylduferð í berjamó á næstunni,
eins og við höfum oft farið undanfarin haust,“ segir Kristinn en
hann óttast að berjasprettan sé með lakara móti hér sunnanlands í
ár. „Vonandi náum við samt sæmilegum berjum áður en fer að
frysta.“
Afmælið markar að jafnaði upphafið að haustinu og verkefnum
vetrarins hjá Kristni en honum þykir þó haustið hafa komið held-
ur snemma í ár og af meiri krafti en oft áður. „Hvernig sem viðr-
ar er nóg að gera hjá mér því auk starfa minna að rannsóknum
og þróun hjá Marel sinni ég formennsku í Verkfræðingafélagi
Íslands og sit að auki í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, svo það er í
ýmis horn að líta í vetur.“
Kristinn segist þá hlakka til að hitta gamlan skólafélaga þeirra
hjóna frá því á námsárunum í Bandaríkjunum. „Hann lifir á því að
gleypa sverð ofan í maga og sýna þá list. Satt best að segja þá veit
ég ekki hvort sverðagleypinum sé hollt að sofa á mjúkri dýnu eða
harðri ef hann gistir hjá okkur, en honum verður vonandi ekki
meint af.“
Kristinn Andersen er 55 ára í dag
Hjónin Kristinn Andersen og eiginkona hans Erla Halldórsdóttir
njóta sín vel í sólinni en ætla fljótlega í berjamó í kuldanum heima.
Afmælið markar
upphaf haustsins
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Elna Þórarins-
dóttir verður
sjötug á morg-
un, 8. sept-
ember. Hún hef-
ur starfað við
fyrirtækja-
rekstur og síðan
sem verslun-
arstjóri í verslun hjá Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Elna hefur sungið í mörgum
kórum og syngur núna í Kór Lágafells-
kirkju. Hún ólst upp í Vesturbænum í
Reykjavík og er búsett í Mosfellsbæ
ásamt eiginmanni sínum Baldvini E.A.
Albertssyni. Þau eiga sex börn og 14
barnabörn. Elna heldur upp á afmælið
með fjölskyldu sinni.
Árnað heilla
70 ára
H
ope fæddist í Brooklyn
í New York City í
Bandaríkjum 8.9.
1943 og ólst upp í Bro-
oklyn. Hún lauk BA-
prófi í sálfræði og heimspeki frá Bro-
oklyn College - City University of
New York 1964, og Mastersprófi í
iðjuþjálfun frá Columbia University í
New York 1967.
Hope var geðiðjuþjálfi, yfiriðju-
þjálfi og handleiðari við Bronx fylk-
is-geðsjúkrahús í New York City
1968 -74, kenndi iðjuþjálfun við iðju-
þjálfanámsbraut við Columbia Uni-
versity 1971-74 og hafði umsjón með
öllum iðjuþjálfanemum í verknámi
við Bronx geðsjúkrahúsið.
Formaður Siðmenntar frá 1997
Hope flutti til Íslands 1974 og hef-
ur verið hér búsett síðan. Hún var
iðjuþjálfi á Kleppsspítalanum 1974-
77, einn af stofnendum Iðjuþjálfa-
félags Íslands 1976 og formaður Iðju-
Hope Knútsson, formaður Siðmenntar – 70 ára
Verðlaunahafar Siðmenntar 2010 Hope, ásamt Herði Torfasyni og Ara Trausta Guðmundssyni.
Bjartsýn baráttukona
Hjónin Hope og Einar Knútsson flugvirki og flug-vélstjóri.
Þórlaug
Ágústsdóttir
er fertug í
dag, 7. sept-
ember. Hún
fagnar af-
mæli sínu (7-
9-13) og nýt-
ur tímamót-
anna með
vinum og velunnurum á heimili
sínu milli kl. 17 og 19.
40 ára
Edvard Júl-
íusson, fyrrver-
andi skipstjóri
og útgerðar-
maður í Grinda-
vík, er áttræður
í dag, 7. sept-
ember. Hann
hóf ungur sjó-
mannsstörf, og var einn af þremur
stofnendum Hópsness ehf. í Grinda-
vík og framkvæmdastjóri þess. Edv-
ard sat í bæjarstjórn Grindavíkur í 12
ár og var einn af hvatamönnum að
stofnun Hitaveitu Suðurnesja og sat í
stjórn félagsins. Einnig kom hann að
stofnun Bláa lónsins. Eiginkona hans
er Elín P. Alexandersdóttir og eiga
þau þrjú börn. Edvard verður að
heiman á afmælisdaginn og mun
verja deginum með fjölskyldu sinni á
erlendri grundu.
80 ára
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR