Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 46

Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Emilíana Torrini er snúin aftur eftir langa fjarveru, ein þrjú ár. Síðasta breiðskífa hennar, Me and Armini, kom út árið 2008 og hlaut mikið lof gagnrýnenda, hér á landi sem erlendis, og fylgdi Emil- íana plötunni eftir með löngu og ströngu tónleikaferðalagi víða um heim sem lauk með þrennum tón- leikum í Háskólabíói í febrúar árið 2010. Eitt lag af plötunni, „Jungle Drum“, náði fádæma vinsældum í Þýskalandi sumarið 2009, sat á toppi listans yfir vinsælustu lögin þar í landi í níu vikur og náði auk þess toppsætum lagalista fleiri Evrópu- landa. Eftir þessa ógnarvelgengni og miklu tónleikatörn er eins og Em- ilíana hafi hreinlega gufað upp eða þar til fyrir skömmu þegar tilkynnt var að ný breiðskífa, Tookah, væri væntanleg frá henni. Platan kemur út á alþjóðavísu á mánudaginn. „Ég er náttúrlega að vinna plöt- urnar rosalega lengi og var á tón- leikaferðalagi í tvö og hálft ár eftir að platan kom út. Það er svolítið langur tími fyrir mig og maður er ekki alltaf að hringja og segja frá því sem maður er að gera,“ segir Emil- íana og hlær, spurð að því hvar hún hafi verið undanfarin þrjú ár. Hún hafi eignast dreng í september 2010 og nýr kafli tekið við í lífi hennar og kærkomið frí. Emilíana flutti til Ís- lands fyrir fimm mánuðum, eftir tíu ára búsetu í Brighton á Englandi, og býr nú í Kópavogi, sínum gamla heimabæ, með fjölskyldu sinni. – Nú liðu fimm ár milli platna. Þú kýst greinilega að vinna lengi að hverri plötu? „Já, ég vinn plötur það lengi. Ég var komin út í það mikið sígaunalíf að það tekur tíma að lenda þessu öllu þegar maður hættir. Maður þarf í rauninni að byrja öll sambönd upp á nýtt, við vini og fjölskyldu, koma sér aftur í venjulegheitin. Ég gef mér góðan tíma í það, vinn náttúrlega tónlist á meðan en er ekkert að flýta mér. Þetta verður að gerast nátt- úrulega og það þarf að vera einhver tími fyrir þróun,“ segir Emilíana. Þegar hún hafi ákveðið að ráðast í gerð plötu hafi hún þurft að fara hægt í sakirnar. „Ég var í London þá að vinna hana og var ekkert að taka strákinn minn með, var í tvo daga og nætur þannig að ég næði þessum degi inn í nóttina að vinna. Ég byrjaði á því í nokkra mánuði, þegar hann var orðinn níu mánaða, og síðan fór þetta seinna meir út í þrjá daga.“ – Ertu fullkomnunarsinni þegar kemur að plötusmíði? „Nei, ég er bara hæg, þarf bara tíma til að fylla undirmeðvitundina og springa svo út. Ég þarf mikinn bruggunartíma áður en þetta kemur út. Ég verð mikil moldvarpa, fer inn í mig. Það sést alltaf þegar ég er að fara í plötugerð, þótt ég fatti það ekki sjálf þá verð ég innhverfari og hætti algjörlega að hlusta á tónlist. Síðan kemur að því að ég verð að fara í stúdíó og byrja.“ Farsælt samstarf Tookah vann Emilíana með sam- starfsmanni sínum til fjölda ára, upptökustjóranum Dan Carey sem vann með henni að síðustu tveimur plötum, Fisherman’s Woman frá árinu 2005 og Me and Armini. „Þegar við kynntumst tengdumst við rosalega fljótt, urðum bestu vin- ir,“ segir Emilíana um Carey. „Við gerðum eiginlega enga tónlist í marga mánuði, vorum bara að hangsa, borða hádegismat og spjalla,“ rifjar hún upp og hlær. Einn daginn hafi þau sest niður í stúdíói og farið að spinna, semja tón- list og leika af fingrum fram. „Hann spilar og síðan gerist ekkert í hálf- tíma fyrr en hann spilar eitthvað sem ég tengi við og þá bregst ég við því. Þannig byrjuðu lögin að koma og þannig höfum við unnið mjög mikið,“ segir Emilíana um sköp- unarferlið hjá þeim Carey. Tónlistin flæði fram og hugmyndir að textum kvikni um leið. – Plöturnar þínar, a.m.k. þær tvær síðustu, einkennast að mestu af Innhverf „Það sést alltaf þegar ég er að fara í plötugerð, þó ég fatti það ekki sjálf þá verð ég meira innhverf og hætti algjörlega að hlusta á tónlist. Síðan kemur að því að ég verð að fara í stúdíó og byrja,“ segir Emilíana. Langur bruggunartími  Sjöunda sólóplata Emilíönu Torrini, Tookah, kemur út á mánudaginn  „Tookah“ tengist einstakri hamingju Tookah Emilíana spegluð á Tookah. STOFNAÐ 1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Verið velkomin Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi - Hinsegin fólk í máli og mynd á Torgi Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Þúsund ár - Fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands og safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is www.thjodmenning.is www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga í Þjóðminjasafni 10-17, Þjóðmenningarhúsi 11-17 Listasafn Reykjanesbæjar ÁFRAMHALD - CONTINUITY Gunnhildur Þórðardóttir sýnir ný tví- og þrívíð verk. 5. sept. – 27. okt. Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Óvænt kynni - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6.-13.10.2013) Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is UPS AND DOWNS - Kees Visser 6.9. - 27.10. 2013 LEIÐANGUR 2011 6.9. - 27.10. 2013 Laugardagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Christians Schoen sýningarstjóra GERSEMAR 18.5. - 27.10. 2013 SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 • www.listasafn.is Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Vísar – húsin í húsinu Elín Hansdóttir Ilmur Stefánsdóttir Marcos Zotes Theresa Himmer Gordon Matta-Clark Sunnudagur 8. september kl. 14 Leiðangur fyrir börn með Ilmi Stefánsdóttur Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.