Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 48

Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Alex Turner, jafn inn í sig og hann oft virðist vera, er talsmaður heillar kynslóðar hér í Bretlandi. Þessi leiðtogi rokksveitarinnar Arctic Monkeys er nokkurs konar Paul Weller síns fólks, kynslóðarinnar sem er fædd á bilinu ’85-’90 (stund- um er talað er um Y-kynslóðina í þessu samhengi). Fyrstu tvær plöt- ur sveitarinnar, Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not (2006) og Favourite Worst Night- mare (2007) skullu líkt og högg- bylgjur á bresku tónlistarlífi á sín- um tíma og ungæðisleg orka sveitarinnar og frábærlega mel- ódískar lagasmíðar Turners rifu giska staðnað gítarrokk í gang á nýjan leik en tilfinnanlegt tómarúm hafði myndast eftir að The Liber- tines lognuðust út af í takt við hnignun annars lykilmannsins þar, Pete Doherty. Tvær plötur komu svo í kjölfar þeirra sem nefndar hafa verið (Humbug, 2009 og Suck it and See, 2011) þar sem í báðum tilfellum var reynt að setja smá snúning á apaformúluna sem þróuð var á fyrstu tveimur plötunum. Bretinn hefur kokgleypt þetta allt saman og þar í landi eru Turner og félagar miklar hetjur. Skemmst frá að segja hafa menn og konur því beðið eftir nýjasta skammtinum í ofvæni og viðtöl, auglýsingar og opnudómar prýða flest blöðin hérna. Og flestir eru dómarnir einkar jákvæðir … Úr borg stálsins í borg englanna … og rætt er um að Turner hafi enn og aftur tekist að snara út sannfærandi, heilsteyptu verki. Platan sé nokkuð myrk, í raun nokkurs konar hugleiðing um það brothætta ástand sem mann- skepnan er í þegar hún er örþreytt og útspýtt, vakandi að næturlagi og fram á morgun. „Svöl og sexí, eftir miðnætti plata,“ sagði Josh Homme um plötuna á tónleikum með Queens of the Stone Age í Tékk- landi í sumar en Homme stýrði upptökum á Humbug og í fram- haldinu tókst vinskapur mikill með honum og Turner. Arctic Monkeys- leiðtoginn söng t.d. inn á síðustu QOTSA-plötu og sama gerir Homme á AM. Þá er Turner fluttur til Los Angeles, býr þar með bandarísku leikkonunni Arielle Vandenberg og hann og Homme fara stundum á þeysireið saman á vélhjólunum sínum. Við erum kom- in ansi langt frá Sheffield, það er næsta víst. Innviðir amerískir AM var annars tekin upp í Am- eríkunni, í L.A. og í hljóðverinu Rancho de la Luna sem er rétt ut- an við þorpið Joshua Tree í Mo- jave-eyðimörkinni. Það var James Ford, samstarfsmaður Turners og sveitarinnar um árabil, sem hafði yfirumsjón með upptökunum. Am- eríka hefur á síðustu árum sokkið hægt og bítandi inn í tónmál sveit- arinnar og Turner talar sjálfur um Dr. Dre og Outkast í tengslum við plötuna (en einnig um Ike Turner og Aaliyuh). Áhrif frá hipp-hoppi, gömlu r og b og sálartónlist flækj- ast enda um plötuna, smjúga um tónrásirnar og leggja plötunni til óræðan, gamaldags sjarma jafnvel. Yfir henni er þó skuggi eins og áð- ur segir en eiginlega meira svona mjúkur, þægilegur „búinn að vera vakandi alltof lengi“ blær. Skildi einhver þessa setningu? Forvitnir geta alltént smellt sér á eintak strax eftir helgi auk þess sem sveitin er á umfangsmiklu tón- leikaferðalagi í þessum skrifuðu orðum. Martraðir í morgunskímunni  Sheffield-sveitin Arctic Monkeys gefur út fimmtu plötu sína, AM  Gríðarmikill upptaktur og spenna fyrir gripnum hér í Bretlandi »Nokkurs konarhugleiðing um það brothætta ástand sem mannskepnan er í þegar hún er örþreytt og útspýtt, vakandi að næturlagi og fram á morgun. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hressir? Alex Turner (lengst til hægri) og félagar í Arctic Monkeys hafa marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er nútímaverk sem gerist í London og fjallar um hluti sem ungt fólk þarf að takast á við í dag. Í grunninn er þetta ástarsaga með öllu því vandræðalega, skrýtna og yndislega sem fylgir ástinni, ásamt þeim draugum fortíðar sem óhjá- kvæmilega fylgja okkur inn í ást- arsambönd. Inn í verkið fléttast síð- an ádeila á það hvað tæknin er orðin stór hluti af lífi okkar,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir um leik- ritið Blik eftir Phil Porter í leik- stjórn Unnars Geirs Unnarssonar sem leikhópurinn Artic frumsýnir í Gamla bíói annað kvöld kl. 20. Jenný Lára, sem stofnaði leik- hópinn Artic ásamt Unnari Geir, fer með annað tveggja hlutverka í Blik á móti Hafsteini Þór Auðunssyni. Öll hafa þau lokið námi við ASAD- leiklistarskólann í London. Að sögn Jennýjar Láru var Blik frumsýnt á Edinborgarhátíðinni árið 2012 og sökum vinsælda í framhaldinu sett upp í Soho Theatre í London. „Upp- færsla okkar er sú fyrsta utan enskumælandi heimsins,“ segir Jenný Lára, en þýðing verksins var í höndum Súsönnu Svavarsdóttur. „Mamma er góður þýðandi og vön leikhúsmanneskja,“ segir Jenný Lára og jánkar því að gott sé að geta leitað til fjölskyldumeðlima þegar mann vantar aðstoð. „Verkið fjallar um Sophie og Jon- ah, sem bæði eru talsverðir ein- stæðingar, en mjög áhugaverðir karakterar. Við lifum í heimi þar sem allir eiga helst sífellt að vera á útopnu, en þau eru bæði inn í sig. Í einmanaleika sínum grípa þau til örþrifaráða til að reyna að nálgast aðra manneskju. Þau hefja sam- skipti á sérstakan hátt með hjálp tækninnar. Síðan fara samskipti þeirra að þróast yfir í samband, en samt ekki. Í verkinu er þeirri spurningu velt upp hvað sé sam- band, hvernig það líti út, hvers það krefjist og hvað það gefi. Einnig er spurt hvenær og hversu oft sam- skipti þurfi að fara fram. Og ekki síst hvernig,“ segir Jenný Lára og bætir við: „Þetta minnir mig að nokkru á enska útgáfu af frönsku kvikmyndinni Amélie.“ Rannsókn á ástarsögum Aðeins verða fjórar sýningar á Bliki á einni viku, þ.e. 11., 13. og 15 september, sem helgast annars veg- ar af önnum leikaranna en einnig því að Gamla bíó er umsetið. Að- spurð segir Jenný Lára það ekkert launungarmál að leikarar sem læri erlendis þurfi að hafa meira fyrir því að sanna sig þegar heim er komið að námi loknu. Meðal verk- efna Jennýjar Láru má nefna að hún leikstýrði Hinum fullkomna jafningja eftir Felix Bergsson sem Artic setti upp fyrir ári og var ann- ar tveggja aðstandenda leikhópsins Uppsprettunnar sem setti upp þrjú verk á síðustu menningarnótt. Um þessar mundir er hún síðan aðstoð- armaður Benedikts Erlingssonar leikstjóra Jeppa á fjalli sem frum- sýndur verður í Borgarleikhúsinu í byrjun október. „Að þeirri frumsýn- ingu lokinni held ég norður í land, en ég fékk styrk frá menningarráði Eyþings til að safna saman ást- arsögum Þingeyinga á sl. öld og vinna upp úr því sýningu með „verbatim“-aðferðinni,“ segir Jenný Lára og útskýrir að „verbatim“ leikhús sé rannsóknarleikhús þar sem leikrit er smíðað upp úr við- tölum við fólk um tiltekið efni. Áætluð frumsýning er í desember og mun Jenný Lára sýna sýningu sína í öllum þeim sveitarfélögunum norðanlands sem styrkja uppfærsl- una. Sambandsleysi Hafsteinn Þór Auðunsson og Jenný Lára Arnórsdóttir. Áhugaverðir einstæðingar í sambandshugleiðingum  Artik frumsýnir Blik eftir Phil Porter í Gamla bíói Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is STÖÐUPRÓF Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 11. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, amharísku, arabísku, bosnísku, búlgörsku, eistnesku, filipísku (tagalog og bisaya), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, taílensku, tékknesku, ungversku og víetnömsku. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Rektor. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 9. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.