Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
4
3
2
5
9
568 8000 | borgarleikhus.is
Hugle
ikur D
agsso
n
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
mitt
Tæplega fjögur tonn af mat runnu ofan í gesti
Reykjavík Bacon Festival sem haldin var á
Skólavörðustígnum á laugardaginn, þar sem
beikonið var í aðalhlutverki. Talið er að 25-30
þúsund manns hafi sótt hátíðina. Ágóði af sölu
matarins rennur til hjartadeildar Landspítalans.
Gestir hátíðarinnar runnu á beikonlyktina
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vildu fjármagna tækjakaup fyrir hjartadeild Landspítala með sölu á beikoni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þetta er á umræðustigi. Við höfum
rætt allar þær leiðir sem eru okkur
færar. Það er ekki búið að taka neina
ákvörðun um hvort við förum í leið-
togaprófkjör, venjulegt prófkjör,
uppstillingu eða röðun á lista,“ segir
Óttarr Guðlaugsson, formaður Varð-
ar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík, um hugmyndir um
að efna til leiðtogaprófkjörs vegna
borgarstjórnarkosninga næsta vor.
Felst leiðtogaprófkjör í því að kos-
ið er milli einstaklinga sem koma til
greina sem forystumenn flokksins í
kosningunum og verður sigurvegar-
inn borgarstjóraefnið.
Leiðtogaprófkjör yrði framkvæmt
þannig að allir sjálfstæðismenn í
Reykjavík ættu atkvæðisrétt. Yrði
síðan raðað í hin sætin á fundi full-
trúaráðs en í því eiga sæti tæplega
1.400 manns í 15 hverfafélögum og í
Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, Óðni, sem er fé-
lag launþega í Sjálfstæðisflokknum,
og sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt.
Hafa þeir allir atkvæðisrétt. Ef efnt
yrði til hefðbundins prófkjörs ættu
allir sjálfstæðismenn í borginni at-
kvæðisrétt. Ef sú leið yrði farin að
stilla upp mönnum á listann kæmi
það í hlut kjörnefndar. Yrði það svo-
nefnd uppstillingarleið.
Fjórða leiðin er að fulltrúaráðið
raði mönnum í öll sæti listans með
kosningu meðal 1.400 félagsmanna.
Stjórn Varðar á eftir að ákveða
hvaða leið verður farin og segir Ótt-
arr að tímasetning næsta fundar hafi
ekki verið ákveðin. Þegar stjórn
ráðsins hefur komist að niðurstöðu
er boðað til fundar meðal tæplega
1.400 félagsmanna. Að sögn Óttars
fundaði stjórn Varðar um ofan-
greindar hugmyndir í síðustu viku.
Spurður hvenær stjórnin fundi næst
segir Óttarr að það verði fljótlega.
„Það styttist í ákvörðun.“
Að sögn Ingvars Smára Birgisson-
ar, formanns Heimdallar og
stjórnarmanns í Verði, vilja lang-
flestir Heimdellingar fara leið opins
prófkjörs þar sem kosið er í öll sæti.
Formaður eins hverfafélagsins,
sem vildi ekki koma fram undir
nafni, kvaðst fylgjandi leiðtogapróf-
kjöri ef það færi fram meðal 1.400 fé-
laga í fulltrúaráðinu. Kvaðst viðkom-
andi hlynntari því en að láta alla
sjálfstæðismenn kjósa í slíku kjöri.
Umræðan um leiðtogaprófkjör hafi
staðið yfir í nokkurn tíma.
Rætt um leiðtogaprófkjör
Stjórn Varðar íhugar ýmsar leiðir til að velja lista fyrir borgarstjórnarkosningar
Formaður Heimdallar segir flesta félagsmenn sína vilja fara leið opins prófkjörs
Morgunblaðið/RAX
Valhöll Hús Sjálfstæðisflokksins.
Sláturtíðin fer hægt en örugglega af stað í ár hjá kjöt-
afurðastöðinni KS á Sauðárkróki. „Hún fer heldur rólega
af stað en maður hélt að það yrðu meiri læti í ár eftir alla
þessa smalamennsku og við erum kannski ekki að ná inn
því magni sem maður hefði viljað á þessum fyrstu dög-
um,“ segir Ágúst Andrésson hjá KS, sem hefur bætt við
sig um 130 manns til að starfa við slátrunina.
Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri hjá
Norðlenska á Húsavík, segir slátrunina fara ágætlega af
stað en að féð sé misjafnt af fjalli í ár. „Vorið var ekki gott
og það hefur ekki náð að stækka alls staðar en við vitum
samt betur um horfur eftir þessa viku og næstu enda er-
um við rétt nýfarnir af stað. Við erum til dæmis ekkert
farnir að slátra á Höfn,“ segir Sigmundur. Aðspurður
hvernig hafi gengið að manna sláturstörfin segir Sig-
mundur vel hafa gengið. „Við bætum alltaf við okkur um
140 manns í sláturtíð og af þeim eru rúmlega 100 manns
sem koma erlendis frá.“ mariamargret@mbl.is.
Bættu við sig 270 manns í
sláturtíðinni norðanlands
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sláturstörf Vel hefur gengið að manna störf við haust-
slátrunina í ár. Meirihluti starfsmanna er frá útlöndum.
Slátrun fer vel af stað á
Sauðárkróki og Húsavík
Heimilismaður Norðurbrúnar 1 í
Reykjavík lést í gær eftir að hafa
dottið fram af vegg við Brúnaveg og
legið þar í talsverðan tíma aðfara-
nótt laugardags. Hann var 85 ára
gamall. Starfsfólk Hrafnistu kom
auga á hann fyrir tilviljun og veitti
honum neyðaraðstoð meðan beðið
var eftir sjúkrabíl. Við Norðurbrún 1
eru þjónustuíbúðir sem reknar eru
af Reykjavíkurborg og ætlaðar þeim
sem þurfa á aðstoð og stuðning að
halda. Berglind Anna Aradóttir, for-
stöðumaður Norðurbrúnar 1, getur
ekki veitt upplýsingar um þá þjón-
ustu sem maðurinn fékk á Norður-
brún vegna laga um persónuvernd
en leggur þó áherslu á að hann hafi
verið sjálfráða. „Þetta eru þjónustu-
íbúðir og fólk hér er sjálfráða og
ræður sér sjálft. Þessi heimilis-
maður ákvað að fara í næturgöngu
og það næsta sem við vitum er að
okkur er tilkynnt um að hann hafi
dottið,“ segir Berglind sem segir það
eðlilegt verkferli að rannsaka atvik
sem þessi. „Öll atvik sem koma upp
eru skoðuð.“ mariamargret@mbl.is
Aldraður
maður lést
eftir fall
Íbúi í þjónustuíbúð
Öll atvik skoðuð
Morgunblaðið/Golli
Slys Þjónustuíbúðir að Norðurbrún
eru skammt frá Hrafnistu.
Maðurinn sem lést á Skíðadals-
afrétt á laugardag, eftir að hafa
fallið af hestbaki, hét Vilhjálmur
Þórarinsson, til heimilis að Syðra-
Garðshorni á Dalvík. Hann var 64
ára gamall, fæddur 18. nóvember
1949. Vilhjálmur lætur eftir sig
þrjú börn.
Vilhjálmur féll af hestbaki, en
dánarorsök liggur ekki fyrir.
Björgunarsveitir á Dalvík og Akur-
eyri voru kallaðar út sem og þyrla
Landhelgisgæslunnar. Þegar lækn-
ir kom á staðinn var Vilhjálmur
úrskurðaður látinn.
Lést í göngum á
Skíðadalsafrétt