Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Breska lávarðadeildin er dálítiðsérkennileg löggjafarstofnun
a.m.k. í augum ókunnugra. Enda
hefur smám saman verið dregið
mjög úr áhrifavaldi hennar.
En á það erbent að
þar sitja menn
sem aldrei
þurfa að hafa
áhyggjur af endurvali sínu, ólíkt
þeim í neðri deildinni.
Þess vegna séu ræður þeirra ogathugasemdir stundum lausari
við lýðskrumið, pólitískan rétt-
trúnað og lúti síður lögmálum tæki-
færismennsku.
Þegar neðri deildin hafnaðinaumlega að heimila Cameron
að fara í stríð í Sýrlandi var öldin
önnur hjá lávörðunum.
Þar vildi varla nokkur maðurveita heimild til stríðsreksturs
í Sýrlandi.
Tebbit lávarður segir að hefðislík beiðni verið borin upp í
Lávarðadeildinni hefði hún verið
felld þar með miklum meirihluta.
Lávarðar úr öllu litrófi stjórn-málanna tættu í sig hug-
myndir Camerons, þar á meðal
Douglas Hurd, fyrrverandi utanrík-
isráðherra úr Íhaldsflokki, Reid lá-
varður, fyrrverandi varnar-
málaráðherra Verkamannaflokks,
aðmíráll West, fyrrverandi flota-
málaráðherra.
Meira að segja Goldsmith lá-varður, æðsti prestur laga og
réttar í stjórn Blairs, sá sami og gaf
út lögfræðilegan úrskurð um að
Íraksstríðið væri löglegt, hafnaði
hugmyndum um árás á Sýrland.
Lávarðar leggjast
gegn stríði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.9., kl. 09.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 3 skúrir
Þórshöfn 3 heiðskírt
Ósló 13 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 13 þoka
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 15 alskýjað
Brussel 16 skýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 8 skúrir
London 12 léttskýjað
París 11 heiðskírt
Amsterdam 17 skýjað
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 15 heiðskírt
Vín 13 léttskýjað
Moskva 12 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 20 heiðskírt
Aþena 22 skýjað
Winnipeg 21 skýjað
Montreal 16 skýjað
New York 16 heiðskírt
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:32 20:20
ÍSAFJÖRÐUR 6:32 20:30
SIGLUFJÖRÐUR 6:15 20:13
DJÚPIVOGUR 6:00 19:50
Flúðum | Árleg uppskeruhátíð í
Hrunamannaheppi fór fram á
laugardaginn og tókst vel. Dagurinn
hófst með hátíðarmessu í Hruna þar
sem sr. Eiríkur Jóhannsson prédik-
aði og kórar sungu.
Sigríður Jónsdóttir, formaður
Skógræktarfélag sveitarfélagins,
veitti verðlaun fyrir fegursta tréð í
sveitinni. Verðlaunin eru fagurskor-
inn tréskjöldur, gerður af listakon-
unni Helgu Magnúsdóttur í Bryðju-
holti. Að þessu sinni varð fyrir
valinu 14 metra hátt lerkitré sem
Kristín heitin Jónsdóttir, fyrrver-
andi húsfreyja á Grafarbakka 1, kom
með sem plöntu úr Guttormslundi á
Hallormsstað árið 1936.
Markaðir voru í Félagsheimilinu
að venju, garðyrkjustöðvar opnar,
hjólakeppni haldin, frítt var í sund
og veitingahús með ýmis tilboð.
Uppskeruhátíð á
Flúðum fór vel fram
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Uppskera Valdís og Unnsteinn í
Langholtskoti – beint frá býli.
Tré ársins Mæðgurnar Katrín Ösp
Emilsdóttir og Ingunn Lilja Arnórs-
dóttir (t.v.) með verðlaunin.
Tilkynnt var um líkamsárás á
Laugaveginum í Reykjavík síðdegis
á laugardag. Tveir góðkunningjar
lögreglunnar, sem voru í annarlegu
ástandi, slógust fyrir utan vínveit-
ingahús og sló annar þeirra 14 ára
gamlan dreng sem átti leið um.
Foreldrar drengsins fóru með
hann á bráðamóttöku Landspítal-
ans til aðhlynningar. Annar mann-
anna var handtekinn á vettvangi en
hinn náði að hlaupa á brott en var
handtekinn síðar. Gistu þeir báðir
fangageymslu og var rætt við þá í
gær um málsatvik.
Góðkunningjar
slógu til 14 ára pilts
Kalla þurfti út
björgunarsveitir
á laugardags-
kvöld vegna
hvassviðris.
Björgunarsveit-
irnar Kyndill úr
Mosfellsbæ og
Kjölur af Kjalar-
nesi voru kall-
aðar út vegna þaks sem fór af sum-
arbústað í heilu lagi í Miðdal rétt
við Meðalfellsvatn. Þá var Hjálpar-
sveit skáta í Kópavogi kölluð út
vegna þakplatna sem losnuðu af
einbýlishúsi. Nokkrar tilkynningar
bárust einnig lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu vegna foks á vinnu-
pöllum, þakplötum og öðru laus-
legu.
Annríki björgunar-
sveita vegna illviðris