Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 16
VESTFIRÐIR DAGA HRINGFERÐ FLATEYRI Grunnkort/Loftmyndir ehf. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Bækur og útsýni Sama er út um hvaða glugga er litið á Flateyri, alls staðar ber fallegt útsýni fyrir augu. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Að koma inn í verslunina Bræð- urnir Eyjólfsson við Hafnarstræti 3-5 á Flateyri, eða gömlu bókabúð- ina, eins og búðin er stundum köll- uð, er eins og að fara 100 ár eða svo aftur í tímann. Í húsinu, sem var byggt árið 1898, var versl- unarrekstur í um 100 ár, fyrst var þar verslun Jens Eyjólfssonar , en þegar bræður hans tveir, þeir Kristján og Jón slógust í félag með honum fékk búðin nafnið Verzlunin Bræðurnir Eyjólfsson. Jón varð fljótt eini eigandi verslunarinnar og rak hana til ævi- loka árið 1950. Ekkja hans, Guðrún Arnbjarnardóttir, tók þá við starf- seminni og eftir lát hennar árið 1983 tóku börn þeirra hjóna við rekstrinum þar til hann var lagður niður árið 2000. Happdrættisumboð í búðinni Hjá Bræðrunum Eyjólfsson var í upphafi almenn verslun þar sem fá mátti matvöru, álnavöru og bús- áhöld. Þar var líka umboð fyrir happdrætti og tryggingafélag. Einnig var þar verslað með bækur og varð verslunin síðar bókabúð. Enn er hægt að kaupa þar bækur, en á sumrin, þegar búðin er opin, eru þær seldar notaðar eftir vigt. Kílóið kostar 1.000 krónur og bækurnar koma víða að. Einnig er hægt að kaupa bækur á Facebook- síðu verslunarinnar sem er skráð undir nafninu Bókabúðin Flateyri. Húsið er nú í eigu bæjarins, sem keypti það af fjölskyldunni eftir snjóflóðið 1995. Við hlið verslunarinnar er íbúð kaupmannshjónanna, þeirra Jóns og Guðrúnar, til sýnis. Neðri hæð hennar hefur litlum sem engum breytingum tekið frá því hjónin fluttu þangað inn árið 1916 og er Þar sem kílóið af bók- um kostar þúsundkall  Á Flateyri fást bækur eftir vigt Morgunblaðið/Kristinn Verzlunin Bræðurnir Eyjólfsson Hún var rekin í tæpa öld við Hafnarstræti á Flateyri, frá 1915 til ársins 2000 og þar var í upphafi almenn verslun.  Brúður af öllum stærðum og gerðum ýmist sitja eða standa á hillum Alþjóð- lega brúðusafnsins á Flateyri. Upphaf safnsins má rekja til gjafar þýsku hjón- anna dr. Sentu Siller og dr. Norberts Pintsch, sem gáfu Flateyri einkasafn sitt af brúðum, sem margar eru handgerðar. „Þau komu hingað í þorpið fljótlega eftir snjóflóðið,“ segir Jóhanna G. Kristjánsdóttir, formaður Minjasjóðs Ön- undarfjarðar. „Þeim fannst það átakanlegt, þau höfðu safnað brúðum á ferð- um sínum um heiminn og ákváðu að gefa Flateyri safnið í von um að það myndi hvetja fólk til að koma í þorpið.“ Síðan þá hefur bæst við safnið úr ýmsum áttum og eru brúðurnar nú um 200 talsins. Þýsku hjónin hafa haldið námskeið í brúðugerð á fátækum svæð- um víða um heim í atvinnusköpunarskyni og sjá síðan um dreifingu á brúð- unum. Þær eru seldar víða um heim, m.a. á Flateyri. annalilja@mbl.is Brúður Þýsku hjónin gáfu Flateyri fjölda brúða úr ýmsum áttum. Prúðar brúður á Flateyri Morgunblaðið/Kristinn  Stundum er sagt að gönguleiðir í Önundarfirði séu óteljandi, bæði í firðinum sjálfum og yfir fjallaskörð til annarra fjarða. Svæðið er vinsælt hjá göngufólki, ekki síst vegna þess hversu fjölbreyttar gönguleiðir þar eru sem ættu að henta flestum. Auk- inheldur er náttúrufegurð þar mikil. Hlaðnar hafa verið vörður á nokkr- um leiðum, m.a. yfir Klofningsheiði á milli Önundarfjarðar og Súganda- fjarðar, en sú leið var framan af síð- ustu öld fjölfarin leið á milli Suður- eyrar og Flateyrar. Þar eru 18 vörður og er leiðin um einn kílómetri að lengd. Þegar komið er upp á heiðina er gjarnan gengið fram á Eyrarfjall, sem gnæfir við Flateyri. Meðal annarra gönguleiða má nefna göngu fyrir fjarðarbotn Önund- arfjarðar, en yfir hann liggja þrír veg- ir. Nokkrir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á leiðsögn í göngum á svæðinu. Morgunblaðið/Eyþór Gengið á fjöll Flateyri er í Önundarfirði og þar eru fjölbreyttar gönguleiðir. Nokkrir ferðaþjónustuaðilar eru með skipulagðar göngur um svæðið. Paradís göngugarpanna Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fiskverkun EG á Flateyri verkar harðfisk á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Fiskurinn er eftir- sóttur, hann var nýverið skráður í Bragðörkina svokölluðu og er vott- aður sem Slow Fish, sem mætti út- leggjast sem „Hægur fiskur“. „Við erum eina íslenska fyrir- tækið sem er með leyfi til að flytja út útiþurrkaðan harðfisk,“ segir Guðrún Pálsdóttir sem rekur Fisk- verkun EG ásamt eiginmanni sínum Einari Guðbjartssyni. „En við höf- um lítið flutt út af honum hingað til, bara aðeins til Færeyja, því við önnum ekki einu sinni eftirspurn á innanlandsmarkaði eins og staðan er í dag.“ Fiskverkunin þurrkar ýsu og steinbít. Fiskurinn er veiddur á línu, á línubátnum Blossa sem er í eigu þeirra hjóna. Hann er hand- flakaður og útiþurrkaður í hjöllum og tekur þurrkunin 4-6 vikur. Síðan er fiskurinn seldur með roði, ýmist barinn eða óbarinn. Í maí síðastliðnum var harð- fiskur Fiskverkunar EG skráður á lista Slow Fish eftir að hafa verið kynntur í Genúa á Ítalíu. „Við erum eini harðfiskframleiðandinn sem hefur fengið þessa vottun hérna á Íslandi, en allir þeir sem verka línu- fisk og þurrka hann úti geta orðið Slow Fish-framleiðendur,“ segir Guðrún. „Það þarf að veiða fiskinn á krók, allt veiði- og vinnsluferlið þarf að vera vistvænt og má ekki skemma út frá sér á neinn hátt. Við hengjum fiskinn aldrei út fyrr en í lok október eða nóvember og erum hætt í byrjun apríl. Það er ekki hægt að þurrka úti yfir sumarið, því þá er flugan komin.“ Harðfiskverkun á sér langa sögu á Vestfjörðum og því fer vel á því Harðfisksetur Íslands sé þar, í Pakkhúsinu, sem er elsta hús Flat- eyrar, hýsir Harðfisksetur Íslands. Hugmyndir eru um að gera það upp og setja upp margmiðlunarsýn- ingu á nokkrum tungumálum. Harðfiskurinn fór til Tórínó „Við vorum ekkert að sækjast sérstaklega eftir því,“ segir Guðrún þegar hún er spurð um hvernig það hafi atvikast að EG Fiskverkun fékk Slow Fish-vottunina. „Fyrir um þremur árum vorum við beðin um að fara með harðfiskinn okkar til Tórínó á Ítalíu, á Salone del Gusto, sem er matarviðburður á vegum Slow Food. Það var hluti af átaki Slow Food á Íslandi að fara með íslenskar matvörur þangað og kynna. Það sem var kynnt var hreina KEA-skyrið, saltfiskur, hangikjöt, saltkjöt, smjör, íslenskur bjór og harðfiskur. Það var mikið upplifelsi að taka þátt í þessari risa- stóru sýningu en við vorum svo sem ekkert að velta þessu sérstaklega fyrir okkur fyrr en hringt var til okkar og sagt að búið væri að skrá Morgunblaðið/Kristinn Harðfiskurinn að vestan Guðrún og Einar í Harðfisksetrinu með dóttursyni sínum, Benedikt Einari Egilssyni. Hægi harðfiskurinn að vestan eftirsóttur  Viðurkenndur á alþjóðavettvangi sem „Slow Fish“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.