Morgunblaðið - 09.09.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
EINFÖLD ÁKVÖRÐUN
VELDU
ÖRYGGI
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi 544 5000
Hjallahrauni 4, Hfj 565 2121
Rauðhellu 11, Hfj 568 2035
Fitjabraut 12, Njarðvík 421 1399
Eyrarvegi 33, Selfossi 482 2722www.solning.is
– UMBOÐSMENN UM LAND ALLT –
Þú paSSaR HaNN
VIÐ PÖSSUM ÞIG
Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkurHjólastillingarDekkjaverkstæði Bremsuklossar Peruskipti
driving emotion
KORNADEKK
JEPPADEKK JEPPADEKK
ICE CONTACT VIKING CONTACT 5 I*PIke W419 I*cePt IZ W606 COURSER MSR COURSER AXT
driving emotion
hvert er
þitt hlutverk?
- snjallar lausnir
Wise býður fjölbreyttar
viðskiptalausnir fyrir fólk
með mismunandi hlutverk.
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hlutir í samfélagsvefnum vinsæla
Facebook hækkuðu um rétt rúm 3%
í viðskiptum á föstudag. Hjálpaði
það Nasdaq-tæknivísitölunni að
bæta við sig stigi og enda daginn
með grænni tölu, eftir nærri 60 stiga
dýfu í upphafi dags.
Sterkur í snjalltækjum
Hlutir í Facebook enduðu í 43,95
dölum og bendir markaðsfréttavef-
urinn MarketWatch á að hækkunin
nemi 90% á síðustu þremur mánuð-
um. Þykja horfurnar góðar í rekstri
Facebook og þá einkum á ört vax-
andi snjalltækjamarkaði.
Leitarvélin Yelp sótti líka í sig
veðrið og hækkaði um nærri 6% í
viðskiptum á föstudaginn eftir já-
kvæða úttekt Deutche Bank sem
mælti með kaupum í fyrirtækinu.
Meðal annarra fyrirtækja á
bandaríska markaðnum sem komu
vel út úr föstudeginum má nefna net-
hlutabréfaþjónustuna E*Trade Fin-
ancial Corp. sem bætti við sig 4,57%
og örgjörvaframleiðandann AMD
sem hækkaði um 4,69%.
Madden vonbrigði
Dagurinn var hins vegar rauður
fyrir leikjaframleiðandann Electro-
nic Arts sem missti 3,32% þegar sala
á tölvuleiknum Madden NFL 25
reyndist undir væntingum, þrátt fyr-
ir að hafa verið mest seldi leikurinn í
ágúst. Seldist leikurinn í milljón ein-
tökum fyrstu vikuna, nokkuð frá 1,65
milljón eintökum sem seldust af síð-
ustu útgáfu leiksins á jafnlöngum
tíma fyrir ári.
Byssuframleiðandinn Smith &
Wesson lækkaði um 10,19% þrátt
fyrir að hagnaðartölur fjórðungsins
hafi hækkað um 49% milli ára, en
markaðurinn hafði gert sér vænting-
ar um enn betri frammistöðu .
Facebook er enn á uppleið
Með styrkingunni á föstudag hefur vefur Zuckerbergs hækkað um 90% á þremur mánuðum
Electronic Arts og Smith & Wesson stóðu ekki undir væntingum þrátt fyrir góðan árangur
AFP
Veldi Hlutir í Facebook hafa verið á siglingu undanfarið. Mark Zuckerberg stofnandi og stórnandi fyrirtækisins.
Lítið hefur farið fyrir fréttum af
rafræna gjaldmiðlinum bitcoin síð-
ustu vikurnar, enda augu markaða
einkum beinst að því að Seðlabanki
Bandaríkjanna kunni að stíga á
bremsuna, eða að mögulegum
stríðsrekstri Bandaríkjahers í Sýr-
landi.
Á meðan heimsbyggðin leit und-
an hefur bitcoin hins vegar sótt
mjög í sig veðrið. Hefur verð á
bitcoin nærri tvöfaldast í júlí og
ágúst og kostar ein bitcoin-eining
nú 128,87 dali.
Það kann að vera til marks um
vöxt og vinsældir bitcoin að selj-
endur gjaldmiðilsins mættu í viku-
lok til fundar í Downing-stræti og
ræddu þar við hátt setta embætt-
ismenn frá breska viðskiptaráðu-
neytinu. Meðal þess sem rætt var á
fundinum var að breskir bankar
sýna tregðu til að vilja tengja
bankakerfið við greiðslugáttir
bitcoin-kauphalla, mögulega af ótta
við að viðskipti með sýndargjald-
miðilinn geti á endanum leitt til
málaferla m.a. vegna hættunnar á
peningaþvætti.
Í frétt um fundinn minnir Gu-
ardian á að HSBC þurfti í desember
að greiða bandarískum stjórnvöld-
um 1,9 milljarða dala sekt þegar í
ljós kom að ónógar varúðarráðstaf-
anir höfðu gert mexíkóskum eitur-
lyfjahringum fært að streyma fjár-
munum gegnum bankann.
ai@mbl.is
Bitcoin tvöfaldast á
tveimur mánuðum
AFP
Kóði Tölvunotendur láta fara vel
um sig á kaffihúsi í Peking. Bitcoin
er rafrænn gjaldmiðill fyrir netið.
Rætt um til-
slakanir á fundi í
Downing-stræti