Morgunblaðið - 09.09.2013, Page 21

Morgunblaðið - 09.09.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Allt til gjafainnpökkunar Umbúðakynning dagana 10.-13. september Komdu á umbúðakynningu okkar og finndu réttu lausnina fyrir þínar vörur. Flott innpökkun gerir góða vöru enn seljanlegri. Mikið úrval innpökkunarvöru á lager og einnig hægt að sérpanta lausnir sem koma munu tímanlega fyrir jól. Eingöngu sala til fyrirtækja! Opið frá kl. 8.00 – 16.00 Grænn Markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | Sími 535 8500 | info@flora.is Bastkörfur fyrir osta, mat, snyrtivörur o.fl.• Gjafaöskjur fyrir stórt og smátt• Sellófanpokar, margar stærðir - NÝTT!• Sellófan á rúllum ýmsar stærðir• Innpökkunarpappír á rúllum• Silkipappír í örkum• Skrautborðar í úrvali• Pappírspokar í úrvali• Innpökkunarlausnir fyrir vínflöskur.• O.fl. o.fl...• Niðurföll og rennur í baðherbergi EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir COMPACT VERA 30cm 8.790,- AQUA 35cm 13.990,- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum PROLINE NOVA 60 cm 23.990,- Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bandaríska þingið kemur úr sumar- fríi í dag og má búast við að viðræður um hernaðaráætlanir Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, gegn Sýrlandi verði ræddar í vikunni. Óvíst er hvort stuðningur náist um hernaðaríhlutun í bæði fulltrúadeild þingsins og öldungadeildinni en meira en helmingur þingmanna seg- ist óviss í afstöðu sinni. Þá er stór hluti þeirra sem gefið hafa upp af- stöðu sína andvígur hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Lítill stuðningur við hernað Meira en helmingur Bandaríkja- manna er á móti því að Bandaríkin skipti sér af borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og styðja því ekki fyrirhug- aðar hernaðaraðgerðir Obama. Eins er mikil andstaða við hernað meðal almennings í Frakklandi en Franco- is Hollande, forseti Frakklands, hef- ur lýst því yfir að Frakkar muni gera árásir á Sýrland með Bandaríkjun- um. Meira en 2/3 Frakka eru á móti loftárásum og öðrum hernaði gegn Sýrlandi. Sömu sögu er að segja í Bretlandi þar sem rúmur helmingur Breta er andvígur árás á Sýrland. Þá telur yf- irgnæfandi meirihluti Breta að bíða eigi eftir niðurstöðu rannsóknar- nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnavopnaárásina. Takmarkaðar árásir Denis McDonough, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, segir andstöð- una eðlilega í ljósi þess að Bandarík- in hafi undanfarinn áratug barist bæði í Írak og Afganistan. „Það hef- ur mikið verið lagt á bandaríska her- aflann undanfarinn áratug og þess vegna er það ekki ætlun Obama að fara með fullum þunga inn í Sýrland. Áætlanir hans gera ráð fyrir tak- mörkuðum árásum. Við erum ekki að tala um annað Írak eða Afganistan, við erum ekki að tala um stöðugar loftárásir eins og á Líbíu, einungis takmarkaðar árásir,“ sagði McDono- ugh við fréttamenn í gær. Borgarastríðið í Sýrlandi hefur staðið í tvö og hálft ár og talið er að hátt í 100 þúsund einstaklingar hafi látið lífið frá því að átök hófust. Hernaðarplön Obama óvinsæl  Almenningur vill ekki hernaðar- aðgerðir AFP Óvinsæll Obama hefur ekki tryggt stuðning við hernað gegn Sýrlandi. Réttað verður yfir hinni 35 ára gömlu Amira Osman Hamed í Súd- an fyrir það eitt að neita að ganga um með slæðu. Verði hún fundin sek fyrir brot á lögum um velsæmi á hún í vændum að verða hýdd. Samkvæmt lögum í Súdan er öll- um konum skylt að hylja hár sitt með slæðu. Konur eru sektaðar eða hýddar fylgi þær ekki lögum um velsæmi og mega því t.d. ekki ganga um í síðbuxum. SÚDAN AFP Slæða Konur verða að bera slæðu. Konur án slæðu hýddar í Súdan Talið er að minnst tíu manns hafi látið lífið í loftárás Atlantshafs- bandslagsins, NATO, í austurhluta Afganistans á laugardaginn. Lögreglustjórinn í Wattapur- sýslu í Kunar-héraði segir að fjórar konur, fjögur börn og tveir karlar hafi látist í árásinni. Í tilkynningu frá ISAF, herafla NATO í Afganist- an, segir að tíu vopnaðir uppreisn- armenn hafi látist í loftárásinni. Engar upplýsingar hafi borist um dauða almennra borgara. AFGANISTAN Tíu létu lífið loftárás NATO í Afganistan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.