Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍRússlandimun tækifær-ið hafa verið gripið á fundi leið- toga tuttugu áhrifamikilla ríkja til að lýsa því yfir að Bretland væri bara lítil eyja sem enginn hlustaði á. Segja má að þessi móðgun sé það sem Cameron hafi uppskorið fyrir að tapa atkvæðagreiðslu um stríðsrekstur í þinginu. Þó að þessi lýsing á Bret- landi sé fjarri því að vera ná- kvæm er auðvitað það sann- leikskorn í henni, fyrir utan þá staðreynd að þingið tók fram fyrir hendurnar á Cameron og gerði orð hans um afleiðingar notkunar efnavopna þar með lítils virði, að Bretland er ekki svipur hjá sjón frá því sem var þegar breska heimsveldið teygði sig um allan hnöttinn og gat farið með yfirburða her- valdi gegn hverjum sem var hvar sem var. Saga þess heimsveldis á sér sínar dökku hliðar eins og gengur um heimsveldi en sólar- geislinn kemur líka víða við í þeirri sögu. Yfirburðir Breta á hafinu urðu til að mynda til þess að fjarlæg risavaxin eyja, Ástral- ía, byggðist að breskum sið og þar hefur vaxið og dafnað far- sælt lýðræðisríki sem tæpast hefði gerst án aðkomu Breta, og ríkið er enn í tengslum við Breta í gegnum sameiginlegan þjóðhöfðingja. Þingkosningar fóru fram í Ástralíu um helgina og þar hafði lýðræðið sinn gang hnökralaust, sem er ekki sjálf- sagður hlutur, síst af öllu í fjar- lægum heimshornum. Lands- menn höfðu búið við stjórn Verkamannaflokksins í nokkur ár og töldu tímabært að skipta. Íhaldsmenn unnu sannfærandi sigur og þeirra maður, Tony Abbott, mun taka við sem forsætis- ráðherra. Skiptar skoðanir eru um hvað hafi ráðið úrslitum um sigurinn. Verka- mannaflokkurinn á erfitt með að sætta sig við að kjósendur hafi hafnað stefnu hans og kenna því um að þar hafi innan- flokksátök verið áberandi og hafi meðal annars birst í því að Julia Gillard felldi Kevin Rudd úr leiðtogastóli fyrir þremur árum og að hann hafi svo end- urgoldið greiðann í júní síðast- liðnum til þess eins að tapa kosningunum um helgina. En þó að mannabreyting- arnar hafi, þegar þær voru gerðar, átt að hjálpa í kosning- unum þá dugðu þær Verka- mannaflokknum ekki og skýr- ingin á því er sennilega að fólk vildi stefnubreytingu. Þó að Rudd reyndi að sýna nýja hlið í innflytjendamálum, sem vega þungt í ástralskri pólitík, þótti kjósendum Abbott meira sann- færandi. Abbott lagði áherslu á lægri skatta, þar með talið að fella niður kolefnaskatt og ofurskatt á námufyrirtæki. Ennfremur aðrar aðgerðir til að koma at- vinnulífinu á hreyfingu, svo sem að kasta reglugerðafarg- aninu á bálköstinn, eins og hann orðaði það. „Frá og með deginum í dag lýsi ég því yfir að Ástralía er undir nýrri stjórn og að við- skipti geta hafist á ný í Ástral- íu,“ sagði hann eftir kjörið á laugardag. Ekki gæti fjarlægðin verið meiri á milli Ástralíu og Ís- lands en viðfangsefnin eru að ýmsu leyti þau sömu; að lækka skatta og draga úr íþyngjandi reglugerðum til að auðvelda at- vinnulífinu að skapa verðmæti og störf. Einn af helstu út- vörðum breska heimsveldisins kaus sér nýja forystu} Eyjar um heimsins höf Það er hárréttsem Ásmund- ur Einar Daðason, formaður hagræð- ingarhóps ríkis- stjórnarinnar, sagði á dög- unum að menn þyrftu að spyrja sig hvort ríkið væri að sinna einhverjum verkefnum sem ef til vill væri ekki þörf á að það sinnti. Þá þyrfti að endurmeta þau verkefni sem hægt hefði verið að komast af án fyrir nokkrum árum en ríkið væri nú að sinna. Ríkið hefur tilhneigingu til að vaxa úr hófi með því annars vegar að taka að sér of mörg verkefni og hins vegar að einstök verkefni vaxi um- fram það sem æskilegt væri. Af- leiðingin af þessu verður að brýnustu verkefnin líða skort og að skattgreiðendur bera of þungar byrðar. Oftast er ráðist gegn þessum vanda með almennum niður- skurði, en með tímanum verður æ brýnna að fækka verkefn- unum sem ríkið sinnir. Þetta á ekki síst við eftir að við völd hefur verið ríkisstjórn sem engan skilning hafði á þessum vanda ríkisrekstrarins. Ríkisvaldið hefur færst of mikið í fang}Færri verkefni E kki eru nema um þrír mánuðir þar til leikarinn og grínistinn Russell Brand kemur hingað til lands til að ylja sér í faðmi Íslendinga eins og hann sagði sjálfur í viðtali við Morgunblaðið í sumar. „Með kossum faðm- lögum og hlátri.“ Það er því ekki úr vegi að skoða hvað Russell Brand hefur verið að og gera og hugsa frá því við heyrðum í honum síðast. Þar ber hvað hæst Sýrland. Styrjöldin þar er væntanlega ofarlega í huga flestra og mann- vinurinn Brand er þar engin undantekning. Sjö milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og þar af eru fjórar milljónir vegalausar á ferð um Sýrland, meirihlutinn konur og börn. Það er að verða ómögulegt að komast út úr landinu. Beiting efnavopna í einu af úthverfum höfuð- borgarinnar Damaskus var áfall fyrir alþjóða- samfélagið sem fannst eins og nú yrði það að gera eitthvað, grípa til einhverra aðgerða. Myndirnar af fórnarlömbum þessara hörmulegu atburða renna manni seint úr minni. Russell Brand dregur sjaldnast neitt undan þegar hann tjáir sig um menn og málefni. Síðastliðinn fimmtudag var honum kastað út af uppskeruhátíð GQ-tímaritsins eftir að hafa bent á þá sögulegu staðreynd að Hugo Boss hafði umsjón með klæðaburði ungra og aldinna nasista á sínum tíma. Tildrög þessara ummæla voru þau að borgarstjóri London, Boris Johnson, hafði skömmu áður talað um áðurnefnda efnavopnaárás af léttúð í ræðu sinni. Brand taldi þá öruggt að gestir GQ hlytu að þola brandara um helförina og hvernig aðalstyrkt- araðili kvöldsins tengdist heimsstyrjöldinni síðari. Spjall ritstjóra GQ og Brand mun ef- laust komast á lista yfir ummæli ársins: Ri- stjóri: „Þú móðgar Hugo Boss.“ Skemmti- krafturinn: „Það sem Hugo Boss gerði var mjög móðgandi fyrir gyðinga.“ Brand tók líka þátt í umræðum um mögu- lega innrás bandamanna inn í Sýrland á BBC nýverið. Þar biðlaði hann til ráðamanna á Vesturlöndum að beina sjónum sínum að mesta flóttamannavanda sögunnar í stað þess að einblína um of á hernað, hann kæmi al- mennum borgurum ekki að neinu gagni. Alyson Bailes, sérfræðingur í þjóðarörygg- ismálum og aðjunkt við Háskóla Íslands, tók í sama streng í Kastljósi í síðustu viku. Réttast væri að beina öllum kröftum í mannúðarmál. Hitt væri verkefni sem enginn réði við. En geta vesturveldin, með sína yfirlýstu réttlætis- kennd, staðið hjá og látið djöfulganginn viðgangast? Þarna er efinn. Blaðamanni New Yorker tókst eflaust að fanga þetta best í grein þar sem hann reifst við sjálfan sig um hvort hernaðaríhlutun ætti rétt á sér eða ekki. Þjóðir heims yrðu að gera eitthvað; þær mættu samt ekki gera bara eitthvað bara til að gera eitthvað. Og við hin yrðum að vera óánægð á meðan besta lausnin fyndist. En ekki að- gerðarlaus. Við gerum eitthvað með því að styrkja Rauða krossinn og UNICEF. Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Að gera eða gera ekki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Síðasta sprengingin í að-rennslisgöngum Búðarháls-virkjunar var í síðustu vikuog eru göngin nú að fullu opin. Um er að ræða fjögurra kíló- metra löng göng sem munu flytja vatn frá Sporðöldulóni, undir Búðar- háls og að vélum virkjunarinnar. Gröftur ganganna hófst í maí 2011 og nú þegar honum er lokið tekur við um mánaðarvinna við frágang og hreinsun ganga, ásamt því að lokið verður við uppsteypu gangainntaks og gröft aðrennslisskurðar að göng- unum. Áætlað er að göngin verði vatnsfyllt um mánaðamótin nóv- ember/desember og vatn muni þá renna í Sporðöldulón. Stíflufram- kvæmdir eru sömuleiðis langt á veg komnar. „Verkefnið er á fullu skriði og hef- ur gengið mjög vel. Nú má segja að lokaspretturinn sé hafinn,“ segir Guðlaugur Þórarinsson, verkefnis- stjóri Búðarhálsvirkjunar, en stefnt er að því að taka virkjunina í gagnið í lok árs. Önnur vélin af tveimur í stöðvarhúsinu er að fullu uppsett og komin í prófanir og að sögn Guðlaugs er vinna við hina vélina langt komin og stefnt að því að gangsetja hana upp úr áramótunum. Það tekur um mánuð að prufukeyra svona vél- búnað áður en hann tengist lands- kerfinu. Kostnaður um 28 milljarðar Undirbúningur fyrir virkjunina nær allt aftur til 1989 þegar fyrsta hönnunarskýrsla á vegum Lands- virkjunar var gerð fyrir Búðarháls- virkjun. Tíu árum síðar var virkjunin verkhönnuð í núverandi útfærslu og fyrstu undirbúningsframkvæmdir hófust í lok árs 2001. Að loknu um- hverfismati féllst Skipulagsstofnun á framkvæmdina í maí 2001, með því skilyrði að bætt yrði fyrir tap á gróð- urlendi af völdum Sporðöldulóns með mótvægisaðgerðum. Í samstarfi við Landgræðsluna, Ásahrepp og Rang- árþing ytra gerði Landsvirkjun áætl- un um aðgerðir til að uppfylla þetta skilyrði. Gerður var samstarfssamn- ingur árið 2009 um aðgerðir sem hafa staðið yfir í fjögur ár með góðum ár- angri, segir Landsvirkjun. Meginframkvæmdir hófust að nýju eftir hrun í október 2010 og fjár- mögnun virkjunarinnar lauk að fullu í apríl 2011. Áætlaður heildarkostn- aður er um 230 milljónir dollara, eða um 28 milljarðar króna, og segir Guðlaugur allt benda til að sú áætlun muni standast. Það megi að mörgu leyti þakka hve hagstæð tilboð Landsvirkjun fékk í útboðum verks- ins. Ístak hefur verið aðalbygginga- verktaki við sjálfa virkjunina, og Suðurverk hefur verið undirverktaki í stíflugerðinni. Íslenskir aðal- verktakar hafa séð um smíði og upp- setningu á fallpípunum en þýska fyrirtækið Voith Hydro hefur sett upp véla- og rafbúnað virkjunar- innar. Franska fyrirtækið Alstom er að ljúka smíði og uppsetningu á lok- um og portúgalskt fyrirtæki, Efacec, sá um framleiðslu á vélaspennum. Að jafnaði hafa um 300 manns starfað á verkstað en ársverkin hér á landi við þetta verkefni hafa verið um 800. Núna eru um 250 manns við Búðarháls og að sögn Guðlaugs verða yfir 200 þar til í lok október. Þá mun fækka niður í um 50 manns og fyrstu vikurnar eftir áramót verða 10-20 manns á svæðinu á meðan er verið að gangsetja virkjunina. Frá- gangur á umhverfi virkjunarinnar hefst svo næsta vor og verður lokið um sumarið. Áætlað er að endanleg framkvæmdalok í Búðarhálsi verði í ágúst 2014. Lokasprettur fram- kvæmda í Búðarhálsi Ljósmynd/Landsvirkjun Búðarháls Frá síðustu sprengingunni í aðrennslisgöngunum. Verktakar og starfsmenn Landsvirkjunar skoðuðu aðstæður að sprengingu lokinni. Búðarhálsvirkjun er í Tungnaá og Köldukvísl og nýtir um 40 metra vatnsfall af frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sult- artangalóni. Uppsett afl stöðv- arinnar verður 95 MW og árleg orkuvinnslugeta er áætluð 585 GWst. Raforkan frá Búðarháls- virkjun fer öll inn á dreifikerfi Landsnets og hluti af því þaðan til álversins í Straumsvík, sem upphaflega átti að fá alla orkuna. Búðarhálsvirkjun mun minnka álagið á aðrar virkjanir á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu. Reiknað er með að virkjunin verði keyrð á fullum afköstum, ef svigrúm leyfir. Að hluta til í Straumsvík Í HVAÐ FER RAFORKAN? Aðrennslisgöngin í Búðarhálsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.