Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð F L Í S A V E R Z L U N Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is Veldu rétt Venjuleg fjölskylda er rekin með reglu- legum kostnaði. Hún þarf að hafa fjármagn til að reka húsið sitt, eiga fyrir mat, reka bíl, hjálpa til við menntun barnanna, borga tryggingar, raf- magn, föt og svo framvegis. Þegar búið er að greiða þennan kostnað er fjölskyldan oft með tak- markað fjármagn til þess að spara. Með mikilli vinnu og dugnaði get- ur hún þó einstaka sinnum skrapað sam- an nógu miklum pen- ingum til þess að fara í utanlandsferð eða til að skipta út gamla bílnum fyrir annan notaðan. Undanfarin ár hef- ur borgarstjórn Reykjavíkur hækkað kostnað borgarbúa með miklum skatta- og gjaldskrárhækk- unum. Þessar auknu álögur hafa aukið kostnað fjöl- skyldna og einstaklinga. Á sama tíma er búið að skera niður grunn- þjónustu, t.d. með óvinsælum skólasameiningum, lélegri umhirðu í borginni og lengra tímabili á milli þess að heimilissorp er fjarlægt frá íbúðarhúsnæði. Á sama tíma og aukinn kostn- aður er lagður á borgarbúa og grunnþjónusta skert hefur borgin fjármagn til að margfalda kostnað við yfirstjórn hennar, eyða millj- ónum í umdeildar vegafram- kvæmdir eins og t.d. á Hofs- vallagötu og síðan eru þeir að tala um að byggja nýjan flugvöll. Einfaldasta lausn borgarstjórnar er að taka stöðugt meira fé af fjöl- skyldum borgarinnar til þess að fjármagna „skemmtileg og spenn- andi verkefni“. Því miður eru margar fjölskyldur í afar erfiðri aðstöðu og þurfa að hafa mikið fyrir að ná endum saman og allar gjaldskrárhækkanir bitna af full- um þunga á þeim. Borgarbúar þurfa að hafa borg- arstjórn sem vinnur með þeim en ekki á móti. Borgarstjórn á að sjá það sem sitt mikilvægasta hlut- verk að gera líf fjölskyldna í borg- inni léttara, en ekki erfiðara. Stjórn Reykjavíkurborgar á að finna leiðir til þess að minnka kostnað borgarbúa, en ekki auka hann. Þegar fjárfest er með peningum borgarbúa þarf að gera það af fag- mennsku og tillitssemi. Borg- arstjórn Reykjavíkur þarf því að íhuga betur hvernig hægt er að efla grunnþjónustu borgarbúa án stanslausra hækkana á gjaldskrám og þjónustugjöldum. Eftir Sigurjón Arnórssson Sigurjón Arnórsson » Stjórn Reykjavíkur- borgar á að finna leiðir til þess að minnka kostnað borgarbúa, en ekki auka hann. Höfundur er alþjóðlegur viðskipta- fræðingur og situr í stjórn Sjálfstæð- isfélagsins í Skóga- og Seljahverfi. Tengsl heimila og Reykjavíkurborgar Ýmislegt hefur ver- ið skrifað um væntan- lega mosku í Reykja- vík hér í Mogganum og virðast höfundar þeirra pistla alls ekki hafa tekið eftir þeirri mosku sem lengi hef- ur staðið við þjóð- braut við Öskjuhlíð, engum til ama, að því er séð verður. Er hún þó með sérkennilegri húsum! En önnur moska í Soga- mýri ætti að sliga mynd borgar- innar, verða einskonar borgartákn. Enginn hefur getað mótmælt þeim ábendingum mínum að á há- miðöldum hafi múslímar staðið á miklu hærra menningarstigi en Evrópubúar. Forngrísk rit voru gleymd í Evrópu, en múslímar höfðu þýtt þau á arabísku og miðl- uðu þeim nú til Ítalíu og Spánar. Það varð upphaf endurreisn- arinnar, það er að segja upphaf evrópskrar nútímamenningar, þar sem mannlíf varð miðpunktur at- hygli í stað guðs áður. Þetta er al- kunn staðreynd, og sannar að bók- stafstrú er alls ekki neitt eðli íslams. Það sýnir best tvöfeldni moskufjenda og heimóttarskap að þeir vilja ekki leyfa moskur í „kristnu“ Íslandi, en býsnast yfir því að ekki séu kirkjur í múslimsk- um löndum. Fyrr má nú vera um- burðarlyndið! Auk þess er þetta fjarstæða, ég hefi séð kirkjur bæði í Istanbúl og Kaíró. Tíundi hluti Egypta er reyndar kristinnar trú- ar, enda þótt íslam hafi ríkt þar í landi í fjórtán aldir. Þetta er elsta kristni í heimi, og virðist því ólík- legt að kristnir hafi þar sætt sér- stakri skattnauð eða öðrum of- sóknum múslima. Og ég minni á það sem alkunna mætti vera, að rétt fyrir valdrán hersins þar var fjöldahreyfing gegn íslamistum í þessu landi, þar sem þó ríkir ísl- am. Ýmsir viðurkenna að þar sem fólk sem alist hefur upp í ísl- ömskum löndum er á annan millj- arð að tölu, af margskonar þjóð- félagsstéttum, menntun og hugarfari, þá sé ekki hægt að al- hæfa um það, setja það allt undir sama hatt. En þá er sagt: Enda þótt íslamistar (bókstafstrúar- menn) séu lítill minnihluti músl- ima, þá eru múslimar allir varn- arlausir gegn áróðri íslamista, þ.e. einræðissinna og misréttissinna, því allt hefur þetta fólk verið alið upp við kennisetningar Íslams, og játað þeim. En sé litið til Íslands, sést hve fráleitur þessi áróður er. Það er trúargrundvöllur íslensku þjóðkirkjunnar að allt fólk sé fætt syndugt, sekt um erfðasyndina; sem er að Adam át af epli skiln- ingstrés góðs og ills. Því eigum við öll að fara til helvítis, sama hve grandvarlega við lifum – nema fyr- ir óskiljanlega náð drottins, sem fórnaði eigin syni til að bæta fyrir þessa synd okkar! Hver trúir nú á þessa ógeðslegu kenningu? Fæstir þeirra sem þó kalla sig kristna. Eða á upprisu holdsins eft- ir dauðann og eilíft líf? Hver trúir því að Jesús hafi gengið á vatninu og mettað þúsundir með tveimur brauðum og fimm fiskum? Ekki trúði presturinn því sem kenndi mér krist- infræði í framhaldsskóla. Hann sagði að auðvitað hefði fjöldi manns þarna fylgt fordæmi Jesú og gefið af nesti sínu til að metta þúsundirnar. Svona mætti áfram rekja kennisetningar kristninnar, sem fáir trúa á. Hví skyldum við ætla flestum múslimum meiri bók- stafstrú en Íslendingum almennt? Sannleikurinn er sá að það virð- ist flestum trúarbrögðum sameig- inlegt að segja að náð guðs sé hvarvetna, fólk þurfi bara að taka henni. Og þetta viðhorf felur í sér bjartsýni, það að fólk leggi sig fram um að gera sitt besta og lifa í tillitssemi við annað fólk. Það var engin uppfinning Jesú frá Nasaret að „þér skuluð gera öðrum svo sem þér viljið að þeir geri yður“. Þetta virðist sameiginlegt flestu fólki sem trúir á guð, og þetta er líka viðhorf flestra okkar sem er- um trúleysingjar. Ef við trúum því að allt sé að fara til fjandans, allt sé vonlaust, þá getum við ekkert. En ef við trúum því að það skipti máli hvað við gerum, þá fyllumst við atorku. En aðrir trúa á bók – Kóran eða Biblíu – og þá auðvitað á mann, sem túlkar bókina. Því þessar bækur eru svo fullar af úr- eltri vitleysu, að ekki verður mark á þeim tekið án slíkrar túlkunar. Þetta bókstafstrúarfólk gerir guð ábyrgan fyrir sinni eigin heimsku og þröngsýni og virðist þá fátt til ráða. Minnumst þess að þannig var kristni á Íslandi fyrir ekki löngu, almennt ríkjandi var ótti og of- sóknarkennd, sem teldist sturlun nú á tímum. Þessu lýsti Halldór Laxness vel í ritgerð sinni: Inn- gangur að Passíusálmunum, 1932. Heimóttarskapur moskufjenda Eftir Örn Ólafsson »Múslimar eru sem fólk flest, almennt talað. Örn Ólafsson Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.