Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 31
1986 og vann síðan við förðun hjá Sjónvarpinu. Veturinn 1987-88 var hún stiga- vörður í spurningaþáttunum Hvað heldurðu? sem Ómar Ragnarsson stjórnaði. Þar farðaði hún líka og varð þá gjarnan yrkisefni ýmissa hagyrðinga sem komu í þættina. Heiður var viðloðandi förðunar- deild Sjónvarpsins í tíu ár en sinnti auk þess textavélritun á fréttum, aðstoðardagskrárgerð, vinnslu skjá- auglýsinga – og lestri þeirra sem og ýmsum afleysingum sem til féllu. Heiður lærði myndatöku hjá vin- um sínum í Sjónvarpinu 1999, vann á Fréttastofu Sjónvarpsins og í myndveri Sjónvarpsins til 2004. Heiður flutti austur á Hérað 2005, varð þá fljótlega hljóðmaður hjá Svæðisútvarpinu á Austurlandi og tæknimaður hjá RÚV – Austur- land, en þar sem maður hennar var kvikmyndatökumaður og klippari Svæðisútvarpsins, sáu þau saman um alla tæknivinnslu fyrir svæð- isstöðina, útvarp og sjónvarp, frá 2004 og þar til svæðisútsendingar voru lagðar niður 2010. Verslunarstörf og tæknivinna Frá 2010 hefur Heiður stundað verslunarstörf í versluninni/þvotta- húsinu Vaski á Egilsstöðum. Auk þess rekur hún og maður hennar kvikmyndafyrirtæki, HS Tóka- tækni. Þau hafa einkum starfað fyr- ir sjónvarpsstöðvarnar en auk þess fyrir almenning og sveitarfélög á svæðinu. Þau sinna myndatökum og klippingu og setja á diska mynd- efni sem fólk vill gjarnan halda til haga. Þá hafa þau gefið út DVD diska, m.a. um Dráttarvélar á Ís- landi. Heiður söng með Kór Verzlunar- skóla Íslands á árum áður og síðan í Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík í 13 ár. Áhugamál Heiðar snúast um kvikmyndagerð, ljósmyndun, lestur og útsaum: „Ég hef virkilega gam- an af því að vera frænka – á fimm systkinadætur sem ég reyni að dekra við þegar hægt er. “ Fjölskylda Maður Heiðar er Hjalti Stefáns- son, 27.9. 1964, kvikmyndagerðar- maður. Hann er sonur Stefáns B. Guðmundssonar, f. 17.6. 1922, d. 12.2. 2005, bónda á Dratthala- stöðum á Fljótsdalshéraði, og Hall- veigar Guðjónsdóttur, 11.5. 1923, fyrrv. bónda og skálds sem nú býr á Egilsstöðum. Börn Hjalta og stjúpbörn Heiðar eru Sigvaldi Arnar Hjaltason, f. 27.8. 1990, nemi í Reykjavík; Jónný Hekla Hjaltadóttir, f. 27.9. 1996, nemi í Borgarnesi. Systkini Heiðar: Victor Kristinn Helgason, f. 23.12. 1969, d. 15.11. 2012. Hann var jarðfræðingur í Reykjavík en ekkja hans er Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfars- ráðunautur RÚV, og eignuðust þau þrjár dætur; Birna Huld Helga- dóttir, f. 25.5. 1971, kjólameistari í Njarðvík, en maður hennar er Páll Svavar Pálsson, verkefnastjóri framkvæmda og fjárfestinga hjá ISAVIA og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Heiðar eru Helgi Victorsson, f. 3.8. 1931, fyrrv. kaup- maður og þúsundþjalasmiður, og Guðfinna Lilja Gröndal, f. 5.12. 1936, fyrrv. fulltrúi. Þau búa í Kópavogi. Úr frændgarði Heiðar Óskar Helgadóttur Heiður Ósk Helgadóttir Þóranna Eyþórsdóttir húsfr. í Rvík Gísli Finnsson járnsm. í Rvík Pálína Eygló Gísladóttir húsfr. í Rvík Victor Kristinn Helgason veggfóðraram. í Rvík Helgi Victorsson fyrrv. kaupmaður í Rvík Kristbjörg Einarsdóttir húsfr. á Uppsölum í Flóa Helgi Jónsson b. á Uppsölum í Flóa Guðfinna Einarsdóttir húsfr. í Rvík Páll Magnússon járnsmíðam. í Rvík Sigríður Pálsdóttir húsfr. í Rvík Haukur Gröndal framkvæmdast.í Rvík Guðfinna Lilja Gröndal fyrrv. fulltrúi í Kópavogi Sigurlaug Gröndal húsfr. í Rvík Benedikt Þ. Gröndal skáld og skrifari Rvík Kvikmyndatökumaðurinn Heiður Ósk Helgadóttir við vinnu sína. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Halldór fæddist á Hauka-brekku í Fróðárhreppi 9.9.1915. Foreldrar hans voru Sigurður Eggertsson, bóndi og skip- stjóri í Suður-Bár í Eyrarsveit, og k.h., Ingibjörg Pétursdóttir hús- freyja. Meðal systkina Halldórs var Mar- grét Sigurðardóttir vþm. Eiginkona Halldórs var Margrét Gísladóttir vefnaðarkennari og börn þeirra Gísli Vilhjálmur, Sigurður Ingi og Sigurbjörg Guðrún. Halldór lauk prófi frá Héraðsskól- anum í Reykholti, stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk búfræði- prófi frá Hvanneyri 1938. Halldór var bóndi að Staðarfelli í Dalasýslu 1937-55 og sveitarstjóri í Borgarnesi 1955-69. Hann fór lengi fyrir framsóknarmönnum á Vestur- landi, sat á Alþingi fyrir Framsókn- arflokkinn í Mýrasýslu 1956-59 og var alþm. Vesturlands 1959-79. Hann var fjármála- og landbún- aðarráðherra í fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-74 og landbún- aðar- og samgönguráðherra í rík- isstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974- 78 og beitti sér þá mjög fyrir bygg- ingu Borgarfjarðarbrúar. Halldór var formaður Ungmenna- sambands Dalamanna, formaður Fellsstrandar- og Klofningsskóla- hverfis 1946-55, formaður Bún- aðarfélags Fellsstrandar 1952-55, sat í stjórn Kaupfélags Stykkis- hólms 1951-55, í hreppsnefnd Fells- strandarhrepps 1942-55, í hrepps- nefnd Borgarneshrepps 1962-70, formaður Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1962-71, sat í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga 1965-77 og formaður stjórnar Borgarnes- læknishéraðs, sat í miðstjórn Fram- sóknarflokksins 1953-79 og var for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins. Halldór naut almenns trausts, langt út fyrir raðir framsóknar- manna. Hann var hægur í fram- göngu, íhugull en gamansamur. Endurminningar hans komu út í tveimur bindum: Í fóstri hjá Jónasi, útg. 1985, og Bilin á að brúa, útg. 1986. Halldór lést 25.5. 2003. Merkir Íslendingar Halldór E. Sigurðsson 90 ára Agnete Simson Inger Jacobsen 85 ára Guðrún Soffía Jónsdóttir Jensína Guðmundsdóttir 80 ára Ásdís Valdimarsdóttir Ástríður Þórhallsdóttir Halldór Vilhjálmsson Jónas Grétar Sigurðsson Jón Þór Ólafsson Sigríður E. Zoëga Solveig Thorarensen Steinunn Þuríður Hansen 75 ára Guðni Ásmundsson Guðrún Ágústa Lárusdóttir Jóhannes Geir Gíslason Kolbrún Valdimarsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir 70 ára Elín Andrésdóttir Guðlaugur Tryggvi Karlsson Guðríður Þorleifsdóttir Lára Ásgerður Albertsdóttir Sigríður Vilhjálms Sigurveig Jónsdóttir Stefán Baldvinsson Vilhjálmur Þorsteinsson 60 ára Halldór Ómar Sigurðsson Marian Tadeusz Trzyna Marinó Þór Tryggvason Þórir Bergmundsson 50 ára Gunnlaugur M. Gunnarsson Ingigerður Georgsdóttir Kristín Arnþórsdóttir Sergia Basalan Divinagracia Skarphéðinn Ómarsson Sveinbjörg Davíðsdóttir Tryggvi Tryggvason 40 ára Berglind Bjarnadóttir Elvar Ingimarsson Kristbjörg Theódórsdóttir Kristín Anna Guðbjartsdóttir Rós Magnúsdóttir Sigfús Þór Sigmundsson Sigurjón Hannesson Stefán Helgi Stefánsson Susan Blance Rosento Yosien Pattiwaellapia 30 ára Alfreð Örn Sigurðsson Anton Lyngdal Sigurðsson Brynhildur Jóna Helgadóttir Guðríður Erna Guðmundsdóttir Karol Radoslaw Satyla Kristjana D. Valgeirsdóttir Marcin Wasilewski Ragnar Birgisson Rósa Jóhannsdóttir Sigmundur Kristjánsson Símon Freyr Jónsson Tinna Snædís Bjarnadóttir Urszula Wiktoria Ostapiuk Víglundur Páll Einarsson Til hamingju með daginn 30 ára Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, starfrækir Hótel Keili og fyrirtækið Viking guied. Maki: Íris Ósk Ólafsdóttir, f. 1981, félagsráðgjafi. Börn: Sara Mist, f. 2005, og Daníel Breki, f. 2009. Foreldrar: Bryndís Þor- steinsdóttir, f. 1955, hót- elhaldari, og Ragnar Jón Skúlason, f. 1945, hár- skeri og hótelhaldari. Blóðfaðir er Ragnar Hilm- ir, búsettur í Svíþjóð. Þorsteinn Lár Ragnarsson 30 ára Björgvin ólst upp í Hrísey, lauk atvinnuflug- mannsprófi frá Flugskóla Íslands og starfar hjá flug- félaginu Atlanta. Maki: Unnur Ósk Kristins- dóttir, f. 1985, nemi. Börn: Kristinn Narfi, f. 2008, Katrín Mjöll, f. 2010, og Björgvin Snær, f. 2012. Foreldrar: Narfi Björg- vinsson, f. 1959, húsa- smíðam., og Hanna Hauksdóttir, f. 1959, gjald- keri. Björgvin Hauk- ur Narfason 30 ára Friðrik ólst upp í Reykjanesbæ, stundar nám í sjávarútvegsfræði við HA og starfar hjá Fjarðarlaxi á Tálknafirði. Maki: Birna Rán Tryggva- dóttir, f. 1982, starfs- maður hjá Fjarðarlaxi á Tálknafirði. Foreldrar: Bjarni Frið- riksson, f. 1960, örygg- isvörður á Keflavík- urflugvelli, og Ágústína Ósk Sigurgeirsdóttir, f. 1959, leikskólakennari. Friðrik Þór Bjarnason Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Varahlutir í bíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.