Morgunblaðið - 09.09.2013, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Hvað ertu að hlusta á um
þessar mundir?
El Rojo Adios er mikið á fóninum en það er sænskt
band sem spilar á Iceland Airwaves í haust. Nick Cave
& The Bad Seeds sem gáfu út frábæra plötu á árinu og
spiluðu fyrir stuttu á ATP í Keflavík. Enter 4 með Hjal-
talín er búinn að vera föst í spilaranum lengi enda frá-
bær plata. Nýja Fuck Buttons platan er góð og svo hef
ég verið að rifja upp Spiderland með Slint.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Ég þurfti að hugsa rækilega um svarið við þessari en
OK Computer með Radiohead er besta plata sem hefur
verið gerð fyrr og síðar. Það er erfitt að finna jafn góða
heild í einum pakka. Á plötunni er fullt af frábærum
lögum eins og Paranoid Android og Let Down. Lagið
Exit Music fær mig ennþá til að kikna í hnjánum. Plöt-
urnar Sgt. Peppers með Bítlunum, Relationship of
Command með At the Drive in, Curtains með Tind-
ersticks og Harvest með Neil Young og No More Shall
We Part með Nick Cave eru líka allar mjög ofarlega á
mínum lista.
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir og hvar keyptir þú hana?
Ég var níu ára þegar Nevermind með Nirvana og
svarta albúmið með Metallica kom út en þessar plötur
mótuðu mig svolítið á sínum tíma. Ég ákvað til dæmis
að ég ætlaði að læra á trommur eftir að hafa séð Lars
Ulrich á Freddie Mercury minningartónleikunum.
Þetta voru fyrstu diskarnir sem ég keypti en ég man
ekki hvorn ég keypti fyrst. Ég keypti plöturnar í
Hljómvali í Keflavík sem var þá eina búðin sem
bauð upp á eitthvað úrval af tónlist í bænum.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Lifun með Trúbrot og () (eða ónefnda platan)
með Sigur Rós eru mér mjög kærar. Ég hef
hlustað óendanlega mikið á þessar plötur og
þær voru sérstaklega mikið á fóninum (í
ferðageislaspilaranum) á Interrail-ferðalagi
sem ég fór í þegar ég var tvítugur. Báðar plöt-
urnar virka því eins og hálfgerður „trigger“ á
ýmsar minningar um hina ýmsu staði víðs vegar
um Evrópu og það getur verið gaman að ferðast
aftur á þessa staði í huganum.
Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera?
Ég væri til í að vera annaðhvort Thom Yorke eða
Nick Cave. Þetta eru einfaldlega svölustu menn í
heimi og gríðarlegir snillingar.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Like a Virgin með Madonnu.
Hvað fær að hljóma villt og
galið á föstudagskvöldum?
Beck er mjög vinsæll í
partíum hjá mér sem og
Retro Stefson. The Cure
og Hjálmar klikka held-
ur aldrei.
En hvað yljar þér svo á
sunnudagsmorgnum?
Frændi minn hann
Neil Young er góður á
þessum tíma vikunnar
og Bill Callahan líka.
Í mínum eyrum Tómas Young, verkefnastjóri ÚTÓN
og framkvæmdastjóri ATP Iceland
Svölustu menn í heimi
og gríðarlegir snillingar
Snilld OK Computer með
Radiohead er afbragð.
Svalur Nick
Cave er ógur-
legur töffari
og snillingur.
Tónelskur Tómas Young er á
kafi í tónlist alla daga.Árið 2154 er jörðin á barmieyðileggingar sökummannmergðar og meng-unar. Þegar svo er komið
málum ákveður ríka og fína fólkið
að búa til geimstöð, Elysium, sem
útleggst sem Ódáinsvellir á ís-
lensku. Og nafnið er réttnefni, því
að ekki er nóg með að alltaf sé gott
veður á geimstöðinni, heldur hefur
sjúkdómum og öðrum kvillum svo
gott sem verið útrýmt, þökk sé
lækningarúmi sem einungis finnst
þar um borð. Fátæka fólkið á jörðu
niðri reynir allt hvað það getur til
þess að brjótast inn í geimstöðina,
og leggja sumir allt í sölurnar til
þess að geta fengið bót meina sinna.
Einn af þeim er Max de Costa
(Matt Damon), fyrrverandi bílþjófur
sem hefur séð að sér og vill bara lifa
heiðarlegu lífi verkamanns. Þegar
hann verður fyrir alvarlegu vinnu-
slysi sem leiðir til þess að hann á
einungis fimm daga eftir ólifaða
ákveður hann að taka upp fyrra líf-
erni tímabundið til þess að komast í
lækningarúm í geimstöðinni. Í vegi
hans standa varnarmálaráðherra
geimstöðvarinnar, Delacourt (Jodie
Foster), og sadískur sendisveinn
hennar, Max Kruger (Sharlto Cop-
ley úr District 9). Inn í spilið bland-
ast æskuástin Frey (Alice Braga)
og dóttir hennar sem er með hvít-
blæði.
Neill Blomkamp, leikstjóri mynd-
arinnar, vakti verðskuldaða athygli
með mynd sinni District 9, þar sem
viðbrögð mannkynsins við geimver-
um voru notuð til þess að setja kyn-
þáttahatur í annað ljós. Í Elysium
er greinilega verið að vísa í umræð-
ur um stöðu ríkra og fátækra í
heiminum í dag og þær settar í
gervi einnar fínustu hasarmyndar
sumarsins. Samfélagsádeilan og
félagslega raunsæið gengur sem
rauður þráður í gegnum myndina,
en nær þó sjaldnast að yfirskyggja
hasarinn og ofbeldið, sem raunar er
full-grafískt þegar áhorfandinn fær
að sjá fólk bókstaflega springa í
tætlur hægri vinstri.
Hvað sem því líður er mjög vel að
verki staðið hvað varðar alla tækni-
lega þætti myndarinnar og eru
tæknibrellurnar til dæmis fyrsta
flokks, leikstjórnin traust og leikar-
arnir standa sig flestir. Þar er þó
ein undantekning á, en Wagner
Moura, sem leikur smyglarann
Spider, nær engum tökum á hlut-
verki sínu og bætir upp fyrir það
með skelfilegum ofleik. Handritið er
að mestu gott, og nær að leiða huga
fólks framhjá verstu götunum í
söguþræðinum þangað til í lok
myndar. Nokkur atriði eru tölvu-
leikjaleg, kannski einum of, og
hugsanlega er það með ráðum gert.
Sem hasarmynd er Elysium með
þeim betri í ár. Meiri áhöld eru um
það hversu vel heppnuð samfélags-
ádeila myndin er. Erfitt er að meta
það hvor mynda Blomkamps, Elysi-
um eða District 9, muni verða talin
betri þegar fram líða stundir. Hitt
er ljóst að það verður fróðlegt að
fylgjast með ferli leikstjórans Blom-
kamps, sem þorir að feta ótroðnar
slóðir.
Hasar Matt Damon í kröppum dansi í framtíðartryllinum Elysium.
Félagslegur
framtíðartryllir
Smárabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó og Háskólabíó
Elysium bbbmn
Leikstjóri og handritshöfundur: Neill
Blomkamp. Leikarar: Matt Damon, Jo-
die Foster, Sharlto Copley, Alice Braga,
Diego Luna, Wagner Moura og William
Fichtner. Bandaríkin 2013. 109 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Sýning á verk-
um Þóreyjar
Eyþórsdóttur
stendur nú yfir
í sal Sambands
íslenskra
myndlistar-
manna, SÍM,
Hafnarstræti
16 í Reykjavík.
Sýninguna
nefnir Þóra
Frá einu til
annars. Hún hóf ung nám við
Myndlistar- og handíðaskólann og
hefur áhugi hennar á listsköpun
fylgt henni æ síðan, að því er seg-
ir í tilkynningu.
Þórey hefur haldið margar
myndlistarsýningar í gegnum tíð-
ina, hér heima sem og erlendis og
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Í sal SÍM sýnir hún ólíka list-
miðla og beitir blandaðri tækni í
verkum sínum. Sýningin stendur
til 25. september og er opin alla
virka daga kl. 10-16.
Þórey Eyþórsdóttir
sýnir í sal SÍM
Þórey
Eyþórsdóttir
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR.
Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti
Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur
Teppi og dúkar 25% afsláttur
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR