Morgunblaðið - 09.09.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 09.09.2013, Síða 39
Ný bók að vestan Verð aðei ns 2.800 kr. Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt og víðar. Vestfirðingar í blíðu og stríðu Hemmi Gunn er aðal söguhetjan í þessu hefti af Mannlífi og sögu. Hann dvaldi mikið hér fyrir vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir. „Ekki er ég neitt hræddur um, að ykkur mistakist með þjóðhátíðina. Einungis að þið ekki skammist ykkar fyrir að vera eins og þið eruð. Það er mesta heimska að skammast sín fyrir, þó maður sé fátækur og geti ekki spilað stórþjóð.“ „Einar Oddur sagði þegar menn einu sinni sem oftar vildu eyða langt um efni fram úr tómum ríkiskassanum: “Það er ekkert svo áríðandi á Íslandi að ekki megi fresta því.” Ekki kunnu allir að meta slíka hreinskilni, þó undir niðri viðurkenndu flestir að hann hefði lög að mæla þá sem oftar.“ „Já, nei, sko, sjáðu til væni. Stór hluti af þessu liði þarna á spítölunum er þar vegna þess að það hefur étið yfir sig. Og svo kýs það íhaldið góði!“ „M/b Framnes ÍS 608 kom nýtt og fánum skrýtt til heimahafnar á Þingeyri í júlí 1963. Eitthvert það allra fallegasta skip sem menn sáu á þeim árum. Var í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga. Minnir á forna frægð!“ Í mynni Dalsdals, utan Lokinhamra í Arnarfirði, er stór lind með mjög heilnæmu vatni. Það hafði að sögn lækningamátt við öllum mannlegum krankleika. Sá galli var á, að ekki var gott að ná því á réttan hátt, svo að það verkaði. Það varð sem sagt að ná því eldsnemma að morgni dags, áður en hrafn flygi yfir. „Auðvitað Vestfirðingur! Margir segja að Vestfirðingar séu sér á báti. Minnsta kosti var hann það hann Guðmundur Angantýsson, sem gekk undir nafninu Lási kokkur. Hann var frá Gullhúsá á Snæfjallaströnd, en alinn upp í Bolungarvík. „Og þá var nú fjörugt á Siglufirði, helvítis fyllerí á sumum skipum. Stundum fengu drengirnir ekkert nema rúgbrauð og snarl, vegna þess að kokkarnir voru á fylleríi. Það var minnst fyllerí hjá mér. Ég smakka vín ekki mikið. Ég hafði alltaf kaffi og pönnukökur handa drengjunum klukkan þrjú á daginn, hélt sama sið og í gamla daga. Allir sjómenn sem ég hef verið samtíða hafa verið mér góðir og aldrei kvartað undan mat hjá mér. Lási? Hann Lási klárar þetta, sögðu þeir. Sjómenn vilja hafa gott að éta. Þeir þurfa þess með og því skyldu þeir ekki fá það? Þeir borga matinn sjálfir.“Svo kvað Lási kokkur.“ „Hemmi vildi ekki fara í sumar fjölsóttar verslanir. Síst einn. En einu sinni fórum við til Rutar í Gamla bakaríinu á Ísafirði. Hún átti í okkur hvert bein og stjanaði við okkur. Gaf okkur kaffi og nýbakað brauð af nýrri tegund og íslenskt smjör. Hvað annað? Rut var nákvæmlega sami karakterinn og Hemmi: Elskuleg, brosandi og hvers manns hugljúfi. Spurði um allt milli himins og jarðar á sinn hátt. Einlægni og einhver óútskýranleg væntumþykja skein alltaf í gegn hjá þeim báðum.“ „Einna þekktust skipa þeirra feðga frá Hvammi og stærstu, eru Snæfell EA 740, 165 brúttólestir, yfirsmiður Gunnar Jónsson, sjósett 1943 og Húni II. HU 2, 130 brúttólestir, sjósettur 1963. Hönnuður og yfirsmiður Tryggvi Gunnarsson. Húni II, ber með sér fagurt hand- bragð og skarpskyggni skapara síns og annarra sem fóru höndum um og formuðu fagrar línur líkama skipsins undir vökulu auga. Nú ber Húni II einkennisstafina EA 740 sem Snæfell bar áður.“ Sýnishorn úr bókinni: Ný b k að ves tan Gunnlaugur Júlíusson frá Móbergi á Rauðasandi með Eddu Heiðrúnu Backman, leikkonu, stödd á Grensásdeildinni þegar bók hans, Að sigra sjálfan sig, kom út hjá Vestfirska forlaginu 2009. Afrek Vestfirðingsins og ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar á síðustu árum í langhlaupum hafa vakið þjóðarathygli. Þegar Gunnlaugur byrjaði sinn hlaupaferil var hann tæplega 42 ára gamall, vel yfir 90 kíló að þyngd, reykti eins og strompur og skvetti í sig öðru hvoru. Hlaup voru eitthvað sem hann vissi vel að voru ekki hans deild. "Þessi bók er tekin saman með það í huga að hún geti orðið einhverjum hvatning til að takast á við sjálfan sig á einhvern hátt. Sú barátta er ekki alltaf auðveld en þeir sigrar sem eru unnir á slíkum vettvangi standa þó framar flestum öðrum sigrum", sagði Gunnlaugur.“ 300,000,- kr. af sölu bókarinnar runnu til Grensáss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.