Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson Kjartan Kjartansson Innanríkisráðuneytið er að skoða möguleikann á að leigja aðra ferju til að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í vetur til viðbótar við Herjólf samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Herjólfur hefur ekki getað siglt til Landeyjahafnar um sjötíu daga á ári og hefur þá þurft að sigla til Þorláks- hafnar í staðinn með tilheyrandi við- bótar olíukostnaði. Hugmyndin er að ódýrara gæti verið fyrir ríkið að leigja aðra og grunnristari ferju sem gæti siglt til Landeyjahafnar að minnsta kosti hluta þeirra daga sem Herjólfur kemst ekki þangað. Þann- ig væri einnig hægt að draga úr dýpkunarkostnaði í Landeyjahöfn. Skoða betri lausn Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra staðfestir að leiga á ferju til viðbótar við Herjólf sé á meðal þess sem sé í skoðun til að bæta samgöngur til og frá Eyjum. Ráðuneytið sé vel meðvitað um þá annmarka sem hafa verið á þjónust- unni, sérstaklega yfir vetrartímann. „Í tengslum við fjárveitingar næsta árs höfum við verið að skoða hvort við getum boðið betri lausn fyrir vetrarþjónustuna. Þar hafa verið skoðaðar framkvæmdir við Landeyjahöfn eða tímabundin við- bótarferja. Sú skoðun er í gangi og ég get ekki sagt meira um hana fyrr en síðar í þessum mánuði,“ segir hún. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 250 milljóna króna fjárveitingu sem á að verja til að finna „viðunandi lausn í samgöngum á milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja, hvort sem sú lausn felst í því að leigja tímabundið ferju eða fara í útboð, hönnun og smíði á nýrri ferju“, eins og þar stendur. Ný og grunnristari ferja myndi jafnframt veita siglingareynslu í Landeyjahöfn sem hefur hingað til ekki fengist. Hún myndi nýtast þeg- ar ný ferja verður boðin út næsta vor. Samkvæmt heimildum blaðsins ætti ný ferja aðeins að vera til við- bótar yfir veturinn. Ekki stendur til að leggja Herjólfi. Skoða viðbót við Herjólf  Ekki stendur til að leggja ferjunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Raskanir Herjólfur getur oft ekki siglt til Landeyjahafnar á veturna. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gífurlegur halli af rekstri ríkissjóðs frá efnahagshruninu hefur kallað á miklar lántökur og þar af leiðandi miklar vaxtagreiðslur úr ríkissjóði. Vikið er að vaxtabyrðinni í við- auka með forsendum nýja fjárlaga- frumvarpsins og eru þær tölur endurbirtar hér til hliðar. Samanlagt er upphæðin núvirt um 480 milljarðar króna. Það gera 480 þúsund milljónir. Til að setja þá tölu í samhengi er áætlað í fjárlagafrumvarpinu að tekjur ríkissjóðs verði 587,6 millj- arðar á næsta ári. Þá má nefna að í kynningargögnum með frumvarpinu kemur fram að samanlagðar skuldir ríkissjóðs í lok árs 2013 verði um 1.500 milljarðar króna, eða um 85% af vergri landsframleiðslu. Tólffalt rekstrarfé LSH Mikið er nú rætt um fjárþörf Landspítalans. Tæpir 480 milljarðar myndu duga til að reka spítalann í 12 ár eða til að byggja nærri sex nýja Landspítala. Er þá miðað við opin- bera kostnaðaráætlun upp á 85 milljarða króna frá því í febrúar sl. Loks má nefna að hagnaður stóru bankanna þriggja, Lands- bankans, Íslandsbanka og Arion banka, var á gengi hvers árs samtals um 249 milljarðar króna frá árs- byrjun 2009 og fram á mitt þetta ár. Var hagnaðurinn því um 15,5 milljörðum króna meiri en fram kom í samantekt Morgunblaðsins í síð- ustu viku og skýrist það af því að hagnaður Landsbankans á fyrri hluta þessa árs féll út við samlagn- inguna. Hagnaðist Landsbankinn því mest á tímabilinu, eða um 99,5 milljarða, en ekki Íslandsbanki eins og sagt var. Hátt í 480 milljarðar í vexti frá 2009  Áætlaðar vaxtagreiðslur ríkissjóðs árin 2009 til 2014 myndu duga fyrir byggingu nærri sex nýrra Landspítala Vaxtagreiðslur ríkissjóðs frá efnahagshruninu *Á verðlagi í september sl. miðað við þróun vísitölu neysluverðs frá desember ár hvert fram að september 2013. Heimild: Fjármálaráðuneytið/Viðauki um forsendur fjárlagafrumvarpsins 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Á verðlagi hvers árs (alls 446,7 ma. kr.) Núvirt* (alls 476,6 ma. kr.) 84 ,3 97 ,8 68 ,1 77 ,1 65 ,6 70 ,6 75 ,6 78 ,0 77 ,1 77 ,1 76 76 ,0 „Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök.“ Svo segir í ljóði Einars Benediktssonar, Fákum, og víst er að það þekkja þeir sem setið hafa góðan hest, að þá hverfur flest heimsins böl. Þessi knapi geislaði í útreiðartúr í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Við fjörgammsins stoltu og sterku tök“ Góðir dagar til útreiða Hluti innlendrar starfsemi Norvikur hf. hefur verið seldur til félags í rekstri sjóðastýringafyrirtækisins Stefnis með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir við- skiptunum. Samkvæmt upplýsingum úr hópi kaupenda og eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu eru það Guðmundur Ásgeirsson, athafna- maður og fv. aðaleigandi Nesskipa, Hreggviður Jónsson, formaður Við- skiptaráðs og forstjóri Veritas Capi- tal, Jón Björnsson, fv. forstjóri stór- verlunarinnar Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og Þórður Már Jó- hannesson, fjárfestir og fv. forstjóri Straums Burðaráss og Gnúps, sem standa að baki kaupunum auk lífeyr- issjóða og fagfjárfesta. Norvik er í eigu Jóns Helga Guð- mundssonar og fjölskyldu. Sá hluti starfsemi þess sem kaupsamning- urinn nær til eru verslanir Kaupáss, þ.á m. Nóatún og Krónan, Elko, Int- ersport, vöruhótelið Bakki og aug- lýsingastofan Expo. Eftir söluna verður bygginga- vöruverslunin BYKO áfram í eigu Norvikur auk erlendrar starfsemi fyrirtækisins. Kaupin eru nú til um- fjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu og munu samningsaðilar ekki tjá sig um þau á meðan að því er kemur fram í tilkynningu frá Norvik. Kaup- verðið er trúnaðarmál. Fyrir- tækjaráðgjöf Íslandsbanka, lög- mannsstofan LOGOS og KPMG veittu Norvik ráðgjöf við söluna. Norvik selur fjölda verslana  Kaupsamningur með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Sala Krónan er meðal fyrirtækja sem skipta um eigendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu braut lög þegar hún upplýsti ætt- ingja ungs einstaklings um kæru sem hann hafði lagt fram vegna kynferðisbrots. Þetta er niður- staða Persónuverndar en lögmað- ur kærandans lagði fram kvörtun til hennar vegna málsins. Kvartandi var á milli 18 og 20 ára þegar brotið átti sér stað og hafði verið búinn að ákveða að upplýsa viðkomandi ættingja ekki um málið að svo stöddu. Niður- staða Persónuverndar var að í símtölum við ættingjann hefði lögreglan veitt upplýsingar um málið sem féllu undir þagnar- skyldu. Í svari lögreglunnar kom fram að starfsmaður tilkynningar- og boðunardeildar hefði gert sér grein fyrir mistökum sínum og óskað eftir að koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þeirra. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að vegna viðkvæms eðlis slíkra persónuupplýsinga sem málið varði telji hún að gæta beri sérstaks öryggis við meðferð þeirra. Þurfi öryggisráðstafanir meðal annars að miða að því að starfsmenn veiti ekki munnlega upplýsingar úr skráðum gögnum sem varða skulu trúnaði. Mátti ekki upplýsa ættingja um kæru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.