Morgunblaðið - 08.10.2013, Side 10

Morgunblaðið - 08.10.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var rosalega skemmti-leg ferð, en líka erfið,“segir Bjartmar Arnarsonen hann er nýkominn heim ásamt tveimur félögum sínum, Hlyni Stefánssyni og Ara Rafni Sig- urðssyni, úr ævintýralegri hjólaför til Moab í Bandaríkjunum, sem er lítill námubær í Utah. Þar er mikil náttúrufegurð, Colorado-áin áber- andi ásamt miklum steinbogum og sandsteinsklettum. „Moab er mekka fjallahjólreiða, þarna eru gríðarlega margir hjóla- stígar, hundruð kílómetra og dag- leiðirnar langar. Þetta er fjalllendi og okkur var skutlað upp eftir á hverjum degi og svo hjóluðum við niður í móti. Við hjóluðum í fjóra daga, um fimmtíu kílómetra á hverj- um degi, samtals um hundrað og áttatíu kílómetra.“ Bjartur segir að fyrsti dagurinn hafi verið erfiður. „Þetta var krefjandi 35 kílómetra upphitunarhringur með 460 metra klifri upp. Leiðin lá eftir Westwater Mesa Rim, síðan niður í dal og áfram eftir brúnum Great Western Rim, ofan við Colorado-ána, en síð- an aftur til baka eftir leið sem heitir Kokopelli. En á öðrum og þriðja degi lækkuðum við okkur um tvo kílómetra, sem er eins og að fara niður Hvannadalshnjúk. Við vorum átta tíma í hnakk á hverjum degi, sem var nokkuð mikið og nýtt fyrir okkur.“ Víkingarnir völdu erfiða leið Á öðrum degi var þeim ekið upp á Magnificent seven, sem er 40 Þeystust um hæðir í mekka fjallhjólreiða Þeir voru í átta tíma í hnakk á hverjum degi, hjóluðu um fimmtíu kílómetra á dag um stórfenglega náttúru í nágrenni Moab, lítils námubæjar í Utah. Þeir hjóluðu um þetta villta vestur á stígum sem lágu um hamrahlíðar, og þá var eins gott að vera með jafnvægið í lagi, því þar hafa menn hrapað til ólífis. Á brún Hlynur uppi á klettanefi á Golden Rim Trail. Sér niður í Moab Valley. Tímaritið Heilsuhringurinn hefur komið út síðan árið 1978. Fyrir fimm árum var vefsíðan stofnuð og þar má finna ýmiss konar fróðleik um nær- ingu, hreyfingu, lífsstíl og hefð- bundnar sem og óhefðbundnar lækn- ingar. Aðalhvatamaður Heilsu- hringsins, Marteinn Skaftfells, skrifaði töluvert um það hvernig óhefðbundnar leiðir gögnuðust hon- um í baráttunni við ýmsa kvilla, sem og mataræðið. Þekkingin á næringar- efnum hefur aukist mikið á síðustu áratugum og er andleg uppbygging talin vega þungt í baráttunni við ým- iss konar kvilla. Fróðleikurinn á síðu Heilsuhringsins er fjölbreyttur og má þar til dæmis lesa um næringargildi brenninetlunnar, sögu tómatanna, Aspartam – umdeildasta aukaefnið og svo mætti lengi telja. Uppskriftir og leiðbeiningar við matseld fá einn- ig töluvert rými á síðunni. Vefsíðan www.heilsuhringurinn.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Næring Lykillinn að því að eldast vel er meðal annars fólginn í mataræðinu. Heilbrigð sál í hraustum líkama Á þriðjudögum og laugardögum allan veturinn eru kvikmyndasýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þ:ar eru sýndar myndir sem verðuskuldað hafa athygli í gegnum tíðina og leynast þar fjölmargir gullmolar. Ein af áhrifamestu kvikmynd- um sem gerðar hafa verið um grimmd- arverk fasista í Sovétríkjunum verður sýnd í kvöld. Hún nefnist Idi i smotri, eða Farðu og sjáðu. Sögusviðið er Hvíta-Rússland árið 1943. Leikstjóri myndarinnar er Elem Klimov. Myndin var síðast sýnd hér á landi á kvik- myndahátíð í Reykjavík árið 1987. Sýn- ingar í Bæjarbíói eru kl. 20 á þriðjudög- um en kl. 16 á laugardögum. Endilega ... ... farðu í Bæjarbíó Verðlaunuð Kvikmyndin, Farðu og sjáðu, hefur fengið mikið lof. Snorrastofa í Reykholti, Landnáms- setur Íslands og Símenntunarmið- stöðin á Vesturlandi, standa fyrir áhugaverðum námskeiðum veturinn 2013-2014. Hin umdeilda bók Hall- dórs Kiljans Laxness, Gerpla, verður tekin til sérstakrar skoðunar og rýnt í tengsl hennar við Fóstbræðrasögu. Ástæður þess að Gerpla vakti umtal var sú að skáldið studdist meðal ann- ars við Fóstbræðrasögu og Ólafs sögu Haraldssonar eins og hún birt- ist í Heimskringlu Snorra Sturluson- ar. Í Gerplu er hæðst að þeirri hetju- dýrkun sem skáldinu þykir einkenna fjölda fornsagna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Fóstbræðrasögu hafa aftur á móti sýnt fram á að hún er full af háði í þessu samhengi, sér- staklega í lýsingum á hetjuskap Þor- geirs Hávarssonar og kvennafari skáldsins Þormóðs. Námskeiðið fer að mestu fram á Landnámssetri og að því koma Helga Kress, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Guðmundsson, Haukur Ingvarsson og Úlfar Bragason. Skráning er hjá Símenntunar- miðstöðinni í Borgarnesi. Námskeið um tengsl Gerplu og Fóstbræðrasögu Gaman er að rýna í sögurnar með áhugasömum Morgunblaðið/Þorkell Fornrit Nokkuð er líkt í Gerplu og Fóstbræðrasögu þegar grannt er skoðað. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Legugreining Frí legugreining Heilsurúm rafmagnsrúm Stillanleg Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. 20-50% afsl. af öllum heilsurúmum ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGUGREININGU Betri svefn - betri heilsa Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.