Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 11
Snarbratt Hér tæklar Ari heldur betur brattan kafla á Porcupine Rim. Bjartur fylgist grannt með töktunum. kílómetra leið og samanstendur af sjö mismunandi slóðum. „Við völd- um auðvitað erfiða leið, eins og sönnum víkingum sæmir og leið- sögukonan okkar reyndi að fá okkur ofan af því, en varð ekki ágengt. Leiðin var mjög skemmtileg, byrj- aði strax sem flæðandi einstígi með stöllum og endalausum beygjum eft- ir klettabrúnum og gisnum eyði- merkurgróðri. Stöku eðla og nagdýr urðu á vegi okkar og við enduðum svo í Portal Trail, þar sem menn hafa hrapað til ólífis og nauðsynlegt er að leiða hjólin framhjá erfiðustu hindrunum á stígnum sem liggur í hamrahlíð.“ Á þriðja degi var mikil spenna í piltunum, til stóð að hjóla frægustu hjólaleiðina, Whole Enchilada, en hún byrjar í Burro Pass í 3.400 metra hæð. „En tindar La Sal- fjallanna voru alhvítir um morgun- inn og vegna snjókomu var ekki hægt að fara þangað, en þess í stað ekið að næsta slóða, Hazard County. Við vorum svolítið svekktir, af efsta hluta Whole Enchilada, en þessi leið reyndist líka frábær, við runnum niður Hazard, Kokopelli, og ein- stakan Porcupine.“ Spennandi risaeðluslóðir Á fjórða og síðasta deginum hafði bætt í snjóinn en þeir fé- lagarnir létu það ekki stoppa sig í að ná efsta hlutanum sem þeir misstu af deginum áður. „Við streðuðum upp frá Hazard County, klifruðum upp í skarð sem var 600 metra hækkun. Þar óðum við snjóinn í ökkla og það var undarlegt að vera í þessu vetrarríki á þessu eyðimerk- ursvæði. En þetta var frábær leið í gegnum furu og birkiskóg efst, sem síðan breyttist í eyðimörk neðar. Við sáum dádýr við fjallatoppana en skröltormar og eðlur voru meira áberandi í eyðimörkinni,“ segir Bjartur og bætir við að þarna séu risaeðluslóðir. „Þarna hafa fundist miklar risaeðlumenjar og við sáum steingervinga þar sem við hjóluðum, sem var stórmerkilegt.“ Voru með andköfum Bjartur segir að nokkuð víða hafi útsýnið af klettabrúnum verið stórfenglegt. „Þar sem stígarnir liggja mjög víða alveg fram á brún- inni vorum við oft með andköfum vegna fegurðarinnar og víðáttunnar sem blasti við. Þetta var sannkallað villta vestur, klettar og runnar, al- veg fáránlega flott að hjóla þarna.“ Fyrir ferðina fengu þeir ráð og leið- beiningar, til að geta tekist á við tæknilega erfiða hluti, að hoppa fram af stöllum og þræða sig með- fram stórgrýti. „Það var vel krefj- andi að vera á svona erfiðum slóð- um, en ég stökk bara af hjólinu þegar þess þurfti. Við lærðum mjög mikið tæknilega af þessari ferð og við erum svo sannarlega orðnir fær- ari í að hjóla.“ Fagna Ari og Hlynur komnir upp í Burro Pass, toppinn á Whole Enchilada. Náttúrufegurð Bjartur á Porcupine Rim, hluta af The Whole Enchilada. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.