Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 12
VIÐTAL Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Í miðri efnahagskreppu gefst frá- bært tækifæri fyrir stjórnvöld víðs vegar um heim til að laða að erlenda fjárfesta, endurskipuleggja hag- kerfið og opna það upp á gátt, segir Pythagoras Petratos, kennari í fjár- málafræði við Said-viðskiptaskólann í Oxford-háskólanum í Bretlandi. Grikkinn Petratos er staddur hér á landi þessa dagana en hann hélt erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um bankahrunið í gær. Rannsóknar- setur um nýsköpun og hagvöxt stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna. Auk Petratos héldu þau Eamonn Butler, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, Ásgeir Jónsson og Stefanía Óskarsdóttir erindi. Petratos, sem lauk háskóla- prófum í fjármálafræðum, heilsu- hagfræði og Evrópustjórnmálum sem og doktorsprófi frá Lundúnahá- skóla, fjallaði um ástandið á Kýpur og gerði í stuttu máli grein fyrir hagsögu þess. Breytingar eftir Kalda stríðið „Stjórnmálaástandið þar í landi var skelfilegt í gamla daga – bæði fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Ástandið hafði, eins og gefur að skilja, gríðarleg áhrif á efnahagslíf Kýpverja og hagkerfi landsins,“ segir hann í samtali við Morgun- blaðið. Það breyttist hins vegar til betri vegar, að mati Petratos, eftir kalda stríðið. „Þá voru kýpverskir mark- aðir opnaðir í frekara mæli. Stjórn- völd löðuðu að erlenda fjárfesta, þar á meðal rússneska, sem varð til þess að banka- og fjármálageiri landsins óx verulega. Einnig má nefna að Kýpverjar gerðust aðilar að Evr- ópusambandinu sem leiddi til aukins pólitísks stöðugleika.“ Hann segir að í augum margra hafi Kýpur verið gott land til að fjárfesta í. „Aðildin að Evrópusam- bandinu auðveldaði allt þetta ferli. Fjárfestingar jukust, húsnæðisverð fór upp í hæstu hæðir og ferðamenn streymdu til landsins,“ bætir hann við. Kýpverska líran varð, að sögn Petratos, sterkari og sterkari, sem bitnaði á samkeppnishæfni landsins. „Ég, ásamt mörgum öðrum, trúði því að evran væri traustur gjaldmið- ill þannig að mínu mati var sú ákvörðun, að taka upp evruna, rétt.“ Titill erindisins var „Fjármála- kreppan í Kýpur“, en hann segir tit- ilinn vísa til þess að alþjóðleg kreppa hafi riðið yfir heimsbyggðina sem hafi haft áhrif á hagkerfi Kýp- ur. Kreppan hafi ekki verið sérkýp- verskt fyrirbæri. Petratos nefnir þrjár kreppur sem hafi allar haft sitt að segja. „Í fyrsta lagi er það alþjóðlega fjár- málakreppan sem hófst í Bandaríkj- unum og hafði dómínóáhrif á önnur hagkerfi. Í öðru lagi er það skulda- kreppan í Evrópu sem hefur haft gífurleg áhrif á Kýpur. Loks má nefna þá kreppu sem Kýpverjar hafa þurft að glíma við innanlands.“ Dragi úr skattbyrði – Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að alþjóðleg kreppa hafi svona gríðarleg áhrif á lítil hagkerfi? „Við ættum að nota í meira mæli áhættulíkön. Ekki aðeins fjármála- líkön heldur einnig líkön sem meta aðra þætti, svo sem pólitíska áhættu og órökvísi einstaklinga. Þá væri ráð að bankar auki eigið fé sitt, svo ann- að dæmi sé tekið.“ Hann bætir því við að mikilvægt sé að fækka sköttum og draga úr skattbyrði. Máli sínu til stuðnings nefnir hann kúrfu Laffers en Lafferkúrfan er notuð til að skýra teygni á milli skatttekna og skattprósenta. Við ákveðna skattprósentu næst hámark skatt- tekna sem þýðir að hærri skattpró- senta muni ekki skila auknum tekjum í ríkissjóð. „Háir skattar hafa einnig skaðleg áhrif á alla efna- hagsstarfsemi. Og að sjálfsögðu þarf að draga úr skrifræði. Gera þarf regluverkið einfaldara til að auka erlendar fjárfestingar. Í miðri efnahagskreppu gefst frá- bært tækifæri til að laða að erlenda fjárfesta, endurskipuleggja hag- kerfið og opna það upp á gátt,“ segir Petratos að lokum. Morgunblaðið/Ómar Kennari Petratos hefur verið gestakennari við marga gríska háskóla, þar á meðal Krítarháskóla og Þessalíuhá- skóla, en einnig við Cambridge-háskóla. Í dag kennir hann fjármálafræði við Oxford-háskólann í Bretlandi. Gott tækifæri til að opna markaði í kreppu  Dr. Petratos vill draga úr skrifræði hjá hinu opinbera Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu ár lagt áherslu á sýni- legt eftirlit í umferð. Það hefur verið hvað mest á stofnbrautum á morgn- ana og síðdegis þegar umferðin er mikil og þá gjarnan við stærstu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. Þá hefur hún og verið í íbúðahverfum við grunnskóla. Þannig hefur lögregla reynt að hægja á umferð, auka árvekni öku- manna og öryggi á stöðum þar sem slysahætta er mikil. Þetta verklag hefur gefist vel að mati lögreglu og mun halda áfram,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Lögregla hefur hinsvegar áhyggj- ur af brotum í umferð sem eru hættuleg vegfarendum en erfitt hef- ur reynst að stemma nægjanlega stigu við, svo sem farsímanotkun án handfrjáls búnaðar og vöntun á notkun bílbelta og stefnuljósa, segir í tilkynningunni. Lögreglan mun því, auk hefðbundinnar sýnilegrar lög- gæslu, einnig nota ómerktar lög- reglubifreiðar í október til að fylgj- ast með þessum brotum sérstaklega og grípa inn í ef þörf krefur. Hún hvetur á sama tíma alla ökumenn til að vera með í þeirri baráttu að fækka slysum með því að nota þann sjálf- sagða öryggisbúnað sem bílbeltin eru og sýna samferðafólki í umferð þá virðingu að gefa stefnuljós þegar það á við og tala ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar. Lögreglan eykur eftirlit Morgunblaðið/Ernir Eftitlit Lögreglan verður mjög sýnilega í október. NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.