Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í Húsasmiðju-búðunum um allt land Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Nútímahönnun frá Russell Hobbs sem hlaut hönnunarverðlaun „Reddot“ 2012 Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda. 6,6 l 4,0 l 3.990.000 kr. 4.090.000 kr. Komdu í heimsókn í sýningarsal okkar að Ármúla 17 /100 km /100 km Opel Astra 1,4 Turbo, bensín, sjálfsk. Opel Astra Wagon 1,7 dísil, beinskiptur 140 hö. 130 hö. Verð áður: 4.390.000 kr. Verð áður: 4.590.000 kr. Tilboð* Tilboð* E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 3 9 4 OKTÓBERTILBOÐ LÆKKAÐ VERÐ Á VÖLDUM BÍLUM ** ** 5,1 l3.190.000 kr. /100 km Opel Corsa Cosmo 1,4 bensín, sjálfskiptur 100 hö. Verð áður: 3.490.000 kr. Loftkæling, cruisecontrol, álfelgur Tilboð* ** „Sýnt hefur verið fram á að þrír þættir vega þyngst í að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Það eru; samvera fjöl- skyldunnar, þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi og að fresta því að byrja að drekka. Við skipuleggjum daginn út frá þessu,“ segir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnis- stjóri Forvarnardagsins sem hald- inn verður í áttunda sinn á morg- un. Forvararndagurinn verður byggður út frá þessum þremur þáttum. Nemendur í níunda bekk í grunnskóla og nemendur á fyrsta ári í framhaldsskólum á öllu land- inu fá þrjár spurningar eða um- ræðupunkta. „Við fáum mjög góða punkta frá krökkunum sem við nýtum svo áfram,“ segir Sigríður Kristín sem bendir t.d. á að fram hafi komið hjá þeim að þeim þyki ekki síður mikil- vægt að æfa íþrótt en að skara fram úr. Þessari vitneskju er komið áleiðis til íþróttafélaganna. En þátttaka í íþróttum og skipulagt fé- lagsstarf dregur úr líkum á að þau hefji neyslu fíkniefna. Annar punktur sem þau hafa nefnt, að sögn Sigríðar Kristínar, var að þau höfðu ekki tekið ákvörð- un um hvort og hvenær þau ætluðu að neyta áfengis og vímuefna. „Þarna sjáum við að mikilvægt er að fá þau til að taka þessa ákvörð- un. Annars verður það tilvilj- anakennt hvenær þau byrja að drekka.“ Fyrir þremur árum var Forvarnardagurinn haldinn í fram- haldsskóla. Sá háttur verður einnig hafður á í ár. „Stórt stökk verður í neyslu milli grunn- og framhaldsskóla. Þó það hafi minnkað milli ára þá þurfum við að halda áfram að fá ungmenni til að fresta því að hefja neyslu.“ Algengir eru svokallaðir bílprófs- samningar milli foreldra og ung- mennis. Þegar komið er á þennan aldur þá eykst félagslegi þrýsting- urinn og einkum frá þeim sem eldri eru, segir Sigríður Kristín. Á Íslandi hefur náðst mjög góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunn- skólastigi. Það þakka menn ýmsum þáttum, m.a. tómstundastarfi, svo sem starfi skáta, ungmennafélaga og íþróttahreyfingarinnar. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Að- standendur Forvarnardagsins auk forsetaembættisins eru Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík- urborg, Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands, Ungmennafélag Ís- lands, Bandalag íslenskra skáta, Rannsóknir og greining og Félag íslenskra framhaldsskóla. Forvarn- ardagurinn er skipulagður með stuðningi lyfjafyrirtækisins Act- avis. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Forvarnardagurinn Dagurinn er haldinn að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann kynnti daginn í Háaleitisskóla í gær. Börnin tóku vel á móti honum og voru óhrædd að ræða við hann um hin ýmsu málefni. Samvera með fjölskyldu hefur forvarnargildi  Forvarnardagurinn haldinn í áttunda sinn á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.