Morgunblaðið - 08.10.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Heyrðu betur
Alltaf – Alls staðar
Á hverjum degi upplifum við ólíkar hlustunaraðstæður.
Sumar meira krefjandi en aðrar. Nýju ALTA heyrnartækin
gera þér kleift að heyra skýrar í þeim öllum.
ALTA heyrnartækin eru með öflugustu örflöguna og
tækin er hægt að sníða algjörlega að þínum þörfum.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Með nýju háþróuðu ALTA
heyrnartækjunum frá Oticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vegna áforma stjórnvalda um að
sameina heilbrigðisstofnanir á lands-
byggðinni hefur það komið til tals
meðal sveitarfélaga að þau taki
rekstur þessara stofnana yfir með
þjónustusamningum við ríkið. Hefur
þetta helst borið á góma í Vest-
mannaeyjum og Skagafirði en til
stendur að sameina heilbrigðisstofn-
anir á Norðurlandi annars vegar og
Suðurlandi hins vegar, auk þess sem
sameina á stofnanir á Vestfjörðum.
Nú þegar er búið að sameina heil-
brigðisstofnanir á Vesturlandi og
Austurlandi.
Alls eru áætlaðir rúmir 15 milj-
arðar króna til heilbrigðisstofnana á
landsbyggðinni á næsta ári, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Er það
3,4% hækkun frá fjárlögum þessa
árs. Þar af eiga 883 milljónir að fara
til stofnunarinnar á Sauðárkróki og
665 milljónir til Eyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir Eyjamenn
fyrst hafa viðrað þessar hugmyndir
árið 2008 við þáverandi heilbrigð-
isráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson.
Fljótlega eftir að Guðlaugur fór úr
því embætti var hugmyndin söltuð,
eins og Elliði orðar það. Hann segir
Eyjamenn hafa tekið upp þennan
þráð að nýju í ágúst sl. með við-
ræðum við núverandi heilbrigðis-
ráðherra, Kristján Þór Júlíusson.
Vantar meira fjármagn
„Við erum reiðubúin að skoða
þetta af fullri alvöru. Það er auka-
atriði í sjálfu sér hver veitir þjón-
ustuna, mestu skiptir að byggja upp
og verja heilbrigðisþjónustuna í Eyj-
um. Við erum alveg eins opin fyrir því
að ríkið taki að nýju yfir þá velferðar-
þjónustu sem við höfum verið með,
eins og félagsþjónustu og málefni
aldraðra, en þó tel ég samlegðaráhrif
líklega verða nokkur með því að sam-
tvinna alla velferðarþjónstu í Eyjum.
Grunnvandinn í þessu öllu saman er
að það vantar meira fjármagn inn í
heilbrigðiskerfið,“ segir Elliði.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
sl. laugardag eru starfshópar að
vinna við skoðun á málefnum Heil-
brigðisstofnunarinnar í Vest-
mannaeyjum, sem eiga að skila af sér
tillögum í næsta mánuði.
„Ég hlýt að stóla á skynsemi þess
fólks sem fer með völdin í landinu og
ætlast til þess að lengra verði gengið
í forgangsröðun. Það fær ekki staðist
nokkra skoðun að bæta við 6% í utan-
ríkisþjónustu á meðan ekki er hægt
að sinna sjúkum og öldruðum í land-
inu,“ segir Elliði, sem hefur rætt
mögulega yfirtöku sveitarfélaga á
heilbrigðisstofnunum við fleiri sveit-
arstjórnarmenn.
Vilja stíga skrefið til fulls
Stefán Vagn Stefánsson, formaður
byggðaráðs Skagafjarðar, segir það
sína persónulegu skoðun að sveitar-
félagið ætti að íhuga það alvarlega að
fá að taka yfir rekstur Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Sauðárkróki. Þessi
mál verði án efa tekin formlega upp á
vettvangi sveitarfélagsins á næstu
dögum og vikum.
„Niðurstaðan í fjárlögum og hug-
myndir um sameiningar stofnana
samræmast ekki okkar hugmyndum.
Áður hefur verið rætt um að öldr-
unarþjónusta og heilsugæsla fari til
sveitarfélaga en ég tel eðlilegra að
stíga skrefið til fulls og taka alla
stofnunina yfir,“ segir Stefán Vagn
og bendir á að ríkið hafi sjálft verið
búið að marka ákveðin sóknarsvæði á
landinu sem átti að verja. Það gangi
þvert á þessar fyrirætlanir ríkisins
að færa yfirstjórn stofnana á milli
svæða. „Við óttumst að áfram muni
molna undan stofnuninni og þjón-
ustan verði færð burtu í meira mæli
en orðið er.“
Vilja taka yfir heilbrigðisstofnanir
Sveitarfélögin í Eyjum og Skagafirði skoða möguleika á að taka yfir rekstur heilbrigðisstofnana
Eyjamenn viðruðu hugmyndina fyrst árið 2008 Skagfirðingar óttast að molni undan stofnuninni
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Heilbrigðisstofnanir Til stendur að fækka í yfirstjórn heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Suðurlandi og Vest-
fjörðum. Það nær m.a. til stofnunarinnar á Sauðárkróki, sem sveitarfélagið hyggst skoða að taka yfir.
Stefán Vagn
Stefánsson
Elliði
Vignisson
Áform um sameiningar
» Skv. fjárlagafrumvarpinu
stendur til að sameina heil-
brigðisstofnanir á Norðurlandi
í eina, þ.e. á Blönduósi,
Sauðárkróki, Húsavík og í
Fjallabyggð.
» Á Suðurlandi á að sameina
stofnanirnar í Eyjum, Höfn og á
Selfossi.
» Á Vestfjörðum á að sameina
stofnanirnar á Ísafirði og Pat-
reksfirði. Nánari útfærsla á
þessum áformum er óljós.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, styður hugmyndir um að
sveitarfélögin skoði yfirtöku á
rekstri heilbrigðisstofnana. Það
verði áhugavert fyrir sveitar-
stjórnastigið í landinu að fylgjast
með hvernig Eyjamönnum og
Skagfirðingum takist að útfæra
þessar hugmyndir.
„Það er mjög gagnlegt fyrir
okkur ef einhver sveitarfélög
fara á undan heildinni og verða
nokkurs konar tilraunasveitar-
félög hvað þetta varðar,“ segir
Halldór.
Hann bendir á að sveitar-
félögin hafi áður rekið heilsu-
gæslustöðvar, eða til 1990. Þá
var m.a. bent á að erfitt væri að
reka eingöngu heilsugæsluna
vegna skörunar við sjúkrahús og
öldrunarþjónustu. Nú séu bráð-
um þrjú ár liðin síðan sveitar-
félögin tóku
málefni aldraðra
yfir og almennt
sé komin góð
reynsla af því.
Að sögn Hall-
dórs var yfirtaka
verkefna frá ríki
til sveitarfélaga
almennt rædd á
fjármálaráð-
stefnu sveitarfélaganna fyrir
helgi. Aðallega voru málefni aldr-
aðra til umfjöllunar en yfirtakan
á þeim málaflokki, sem tók gildi
í ársbyrjun 2011, kemur til end-
urskoðunar á næsta ári.
Halldór segir tekjuhliðina hafa
að mestu leyti gengið upp en út-
gjöldin ekki, m.a. vegna meiri
krafna frá ríkinu um verkefni og
þjónustu fyrir aldraða. Farið
verði betur yfir þessi mál á
næsta ári.
Styður hugmyndir um yfirtöku
FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
Halldór
Halldórsson