Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 16
AUSTURLAND DAGA HRINGFERÐ VOPNAFJÖRÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þegar Cathy Josephson kom til Ís- lands í fyrsta skipti árið 1994 fannst henni hún vera komin heim. Hálfu ári síðar hafði hún selt flest- ar föggur sínar og flutti alfarið til Íslands. Nánar tiltekið á Vopna- fjörð, á staðinn sem forfeður henn- ar höfðu flutt frá fyrir um 100 ár- um til Minnesota í Bandaríkjunum. „Ég er fædd og alin upp nærri Minneota í Minnesota. Í þorpinu bjuggu margir Vestur-Íslendingar. Afi minn og amma fluttu, eins og svo margir aðrir, frá Vopnafirði árið 1893,“ segir Cathy. En afi hennar, Sigfús Árnason, fæddist á Hrunafelli en amma hennar Elín Kristjánsdóttir, fæddist í Viðvík. Hún segir að fyrstu Íslendingarnir hafi komið til Minnesota árið 1845. „Um 90% þeirra sem fluttu þangað voru frá Vopnafirði,“ segir Cathy. Hún segir að tengsl margra við Ís- land hafi rofnað. Helst hafi þó tengsl haldist meðal þeirra sem sóttu kirkju. „Þetta var bara fólk sem kom í kirkju tvisvar á ári. Um páska og jól. En við vissum alltaf hver var hvað og hver átti rætur að rekja til Íslands. Oft vissum við það líka vegna þess að þegar við vorum í heimsókn hjá fólki þá var það með bækur á heimili sínu. Við grínuðumst oft með það að Íslend- ingarnir keyptu bækur en þeir sem áttu rætur að rekja til Belgíu eða Póllands, keyptu land og unnu eins og skepnur. Íslendingarnir keyptu bækur og sendu krakkana í háskóla,“ segir Cathy og hlær. Stolt af upprunanum Hún fæddist árið 1951. Mamma hennar, Helen Irene Spe- ars, fæddist í Arkansas og átti rætur á Englandi og Írlandi. Pabbi hennar, Frank Allan Josephson var íslenskur. Árið 1994 ákváðu hún og frændfólk hennar að fara til Ís- lands til að skoða landið. „Þá voru um 100 ár síðan afi og amma fóru. Um leið og ég kom til Íslands vissi ég að hér átti ég heima. Ég fann það í beinunum og þó ég geti ekki alveg útskýrt þetta, þá fannst mér ég geta andað þegar ég kom,“ seg- ir Cathy. Á ferð sinni um landið segir hún að frændfólk hennar hafi fundið skyldmenni um allt land og ferðin hafi verið mjög eft- irminnileg. „Ég var alla tíð mjög stolt af því að vera íslensk og var ófeimin að segja frá því. Mamma kenndi mér að vera stolt af upp- runanum. Sjálf var hún mjög stolt af sínum uppruna. Pabbi var líka mjög stoltur af því að vera íslensk- ur.“ Íslendingarnir keyptu bækur Hún segir að í æsku hafi fólki fundist hún dálítið skrítin þegar hún sagðist vera frá Íslandi en henni hafi ekki verið strítt af þeim sökum. „Í kirkjunni voru líka Norðmenn en við áttum alltaf mun Morgunblaðið/Golli Heima Cathy Ann Josephson fannst sem hún væri komin heim þegar hún kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1994. Cathy fannst hún geta andað á Íslandi  Vestur-Íslendingur seldi allt og flutti til Íslands  Hellisheiði eystri nálgast að vera einn hæsti fjallvegur landsins, á efstu bungu er komið í 655 metra hæð. Vegurinn hefur verið endurbættur talsvert í tímans rás, en er þó aðeins fær yfir sumarið. Sé komið að heiðinni úr norðri frá Vopnafirði er ekið upp við bæinn Böðvarsdal hjá Dallandi og komið niður hjá Ketilsstöðum, sem er ysti bær í Jökulsárhlíð. Leiðin er brött báðum megin. Há- ar og langar brekku nyrðra en að sunnan, það er í Jökulsárhlíð, er ekið niður hlíðina í sneiðingum sem eru líkastar stiga. Þar er og afar víðsýnt yfir og sést út á haf, til Dyrfjalla, yfir Fljótsdalshérað og inn til fjalla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hellisheiði Af suðurbrún heiðar er gott útsýni til fjalla og yfir Héraðssand. Einstakt útsýni af efsta hjalla  Liðsmenn slökkviliðs Vopnafjarðar eru 11 talsins og vinna á bakvöktum samhliða öðrum störfum. Slökkviðið er eitt fárra minni slökkviliða á landsbyggðinni sem einnig sinna sjúkraflutningum en Hlynur Sigur- geirsson varðstjóri segir þau verk- efni mun tíðari en útköll vegna elds- voða. „Við erum með einn sjúkrabíl en hreppurinn hefur verið að byggja upp, þannig að við erum mjög vel tækjum búnir og þetta er stórt svæði sem við sinnum, alveg inn að heiði og svo höfum við verið að fara langleið- ina upp á Biskupsháls,“ segir hann. Hlynur segir að útköll vegna sjúkraflutninga hafi verið 56 í fyrra en útköll vegna eldsvoða 6. Sú tala sveiflist nokkuð ár frá ári. Vopna- fjörður og fimm önnur sveitarfélög reka saman Brunavarnir Austur- lands, með slökkviliðsstjóra á Egils- stöðum. Tæki Slökkviliðið er vel tækjum búið og sinnir einnig sjúkraflutningum. Líka í sjúkraflutningum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mikil gleði braust út á Vopnafirði þegar knattspyrnuliðið Einherji komst upp úr fjórðu deild Íslands- móts karla í knattspyrnu og upp í þá þriðju. Rúsínan í pylsuendanum var svo sigur í úrslitaleik mótsins og tryggði Einherji þar með sinn fyrsta sigur í deildarkeppni. Liðið var að mestu skipað heimamönnum ef und- an er skilinn einn Akureyringur og tveir leikmenn sem þó eiga sterk tengsl við bæinn. Hinn þrítugi þjálf- ari Einherja, Víglundur Páll Ein- arsson, segir að stundin hafi verið sú ljúfasta á sínum ferli. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íþróttafélagið og sýnir að það er hægt að gera eitthvað. Krakkarnir sjá að það er hægt að vinna að ein- hverju sem skilar árangri,“ segir Víglundur. Stór hluti bæjarbúa kom á leiki Knattspyrna er svo til eina íþróttin sem stunduð er með skipu- lögðum hætti í bænum. „Þetta lyftir öllu samfélaginu upp. Það sýndi sig best þegar 250-300 manns mættu á leiki til að styðja við bakið á okkur. Í 690 manna bæjarfélagi verður það að teljast býsna gott,“ segir Víg- lundur og bætir við: „Hinir sem mættu ekki voru sennilega fastir í vinnunni,“ segir Víglundur. Í úrslitaleiknum lagði liðið Ber- serki að velli 2-0 og fjölmenntu Vopnfirðingar á leikinn. „Fólki þótti vænt um að sjá alla þessa heima- menn sem spiluðu leikina. Um kvöld- ið eftir úrslitaleikinn var ball fyrir fullu húsi. Fólk stóð fyrir utan rút- una og klappaði fyrir okkur þegar við gengum inn,“ segir Víglundur. Búið að leggja nýjan grasvöll Einherji átti sitt blómaskeið á árunum 1981-1985 þegar liðið lék í þrjú ár í næstefstu deild. Fyrst undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem síð- ar varð landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, en svo undir stjórn Njáls Eiðssonar. Víglundur „Þetta lyftir öllu samfélaginu upp“  Nær 300 bæjarbúar mættu á leikina Morgunblaðið/Golli Stoltur Víglundur Páll Einarsson er þjálfari karlaliðs Einherja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.