Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 17
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kolbeinstanga og stendur við samnefndan fjörð. Á Vopnafirði hefur verið verslun- arstaður í aldir, í sveitinni í kring er stundaður landbúnaður, en í kaupstaðnum er stunduð útgerð, fiskvinnsla, verslun og ýmiskonar þjónusta. Vopnafjörður var helsta brottfararhöfn Vesturfara í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Íbúar eru um 550 Morgunblaðið/Golli Refsstaður 2 Cathy býr á Refsstað 2 ásamt Sverri eiginmanni sínum. Refsstaður er skammt frá Vopnafjarðarbæ. meiri samleið með fólki af belg- ískum og pólskum uppruna. Mörg hjónabönd urðu til á milli Íslend- inganna og þeirra.“ Þegar hún kom til Íslands vann hún við ræstingar á elliheim- ili og síðar í frystihúsi. Lagði hún sig fram við að læra íslensku og að þremur árum liðnum náði hún ágætum tökum á tungumálinu. Að- allega með lestri og í gegnum út- varpið. Henni fannst ekki erfitt að komast inn í samfélagið á Vopna- firði. „Það hefst allt með því að brosa breitt og að segja aldrei að eitthvað sé erfitt. Þegar maður byrjar að segja að eitthvað sé erf- itt þá er það fyrsta skrefið að því að gefast upp. En ég tók þá ákvörðun strax að vera jákvæð,“ segir Cathy og hlær. Hætt með bændagistingu Cathy býr nú á bænum Refs- stað í Vopnafirði ásamt eiginmanni sínum Sverri Ásgrímssyni. Hún er m.a. málari, sinnir saumaskap og samhliða hafa þau rekið bænda- gistingu en Cathy segir að sökum skatta og leyfisgjalda sé það orðið of dýrt og eru þau formlega hætt með hana. Listmálari Cathy Ann sinnir listmálun og hefur selt mörg verka sinna. Náttúran er hennar helsta viðfangsefni og málar hún eftir ljósmyndum sem hún tekur sjálf af sínu nánasta umhverfi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Þegar Cathy kom í sína fyrstu Íslands- heimsókn kynntist hún Hauki Hreggviðs- syni. „Við vorum gift í tvö ár áður en hann dó. Áður en ég kom hringdi hann í mig og sagðist finna fyrir því að hann myndi ekki lifa lengur en til fimmtugs. Ég sagði við hann að aðalmálið væri bara að njóta hverrar stundar. Hann fékk svo magakrabba sem gerði vart við sig þegar við vorum í heimsókn hjá bróður mínum í Bandaríkjunum. Hann neitaði að fara til læknis fyrr en það var orðið of seint. Þetta var mjög sorglegt. En ég hélt bara áfram. Þannig er lífið,“ segir Cathy. „Þannig er lífið“ EIGINMAÐURINN LÉST ÚR MAGAKRABBAMEINI Hjá HB Granda á Vopnafirði starfa á milli 120 og 150 manns á vertíðum, í frystihúsinu og fiski- mjölsverksmiðjunni, þar sem afli fiskveiðiskipanna Faxa, Ing- unnar og Lundeyjar er unninn og ýmist frystur eða bræddur. „Frá janúar og fram í seinni hluta mars erum við að vinna heilfrysta loðnu og loðnuhrogn í frystihúsinu og mjöl og lýsi í bræðslunni og svo í byrjun apríl förum við að bræða kolmunna og vinnum í honum fram í maí og út maí ef það er nægur kvóti,“ segir Garðar Svavarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs hjá HB Granda. Þá tekur við að frysta norsk- íslenska síld og makríl, frá júlí og fram í september, en um miðjan október hefst vinnsla á íslenskri síld, sem stendur út nóvember. Garðar segir fyrirtækið hafa staðið í miklum fjárfestingum á Vopnafirði frá því að HB Grandi og Tangi sameinuðust árið 2004. „Frá þeim tíma erum við búin að byggja upp nýja fiskimjölsverk- smiðju og í raun nýtt uppsjávar- frystihús. Og á hverju ári höfum við verið að efla vinnsluna með tilliti til aukinna verðmæta og meiri gæða, segir hann. holmfridur@mbl.is Frysta og bræða árið um kring Ljósmynd/Kristján Maack Uppbygging HB Grandi hefur fjárfest mikið á Vopnafirði. Fyrst loðnan, þá kolmunni, svo síld segir að eldri Vopnfirðingar sem léku knattspyrnu hafi verið duglegir að minna þá sem yngri eru á gömlu tímana. ,,Á móti getum við sagt við þá að við erum eina Einherjaliðið sem unnið hefur titil því hinir eldri komust alltaf upp um deild með því að lenda í öðru sæti.“ Vopnfirðingar geta hlakkað til næsta sumars þar sem nýlega var lagður nýr grasvöllur á Vopnafirði. Einherji fékk styrk frá KSÍ upp á þrjár milljónir króna og bæjar- félagið lagði til fimm milljónir. „Öll vinna undir vellinum og þökulagn- ing var unnin í sjálfboðavinnu. Það voru ótrúlega margir sem komu og hjálpuðu til,“ segir Víglundur. Morgunblaðið/Golli Vopnafjörður Samfélagið fylkti sér á bakvið liðið.  Næst verður fjallað um Bakkafjörð á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 VETUR – SUMAR – VOR – HAUST Fáanlegar með þremur mismunandi gerðum af húsum. Avant liðléttingurinn er tilvalinn í hausthreinsun, snjóhreinsun, jarðvegsvinnu, alls konar verktakavinnu trjáfellingar og margt fleira. LIPUR GRIPUR AVANT – FJÖLHÆFUR ALLT ÁRIÐ UM KRING Fjöldi viðtækja fáanlegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.