Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
REKSTRAR- OG
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Mingora. AFP. | Í heimabæ pakist-
önsku stúlkunnar Malala Yousafzai
biðja skólastúlkur fyrir því að hún
fái friðarverðlaun Nóbels í ár – en
margar þeirra halda þeim draumi
leyndum vegna þess að í samfélagi
þeirra eru skoðanir mjög skiptar um
stúlkuna.
Malala er sextán ára og varð
heimsfræg eftir að talibani skaut
hana í höfuðið fyrir að berjast fyrir
menntun kvenna. Stjórnmálamenn
og frægt fólk á Vesturlöndum hafa
lofsungið hana fyrir réttindabarátt-
una en á heimaslóðum hennar í
Swat-dal í norðvesturhluta Pakist-
ans einkennist afstaða íbúanna til
hennar af tortryggni og jafnvel
fyrirlitningu.
Of ung til að fá Nóbelinn?
Tilkynnt verður á föstudaginn
kemur hver hlýtur friðarverðlaun
Nóbels í ár. Malala er álitin líklegust
til að verða fyrir valinu, að sögn
breska veðbankans Paddy Power.
Aðrir efast um að rétt sé að veita svo
ungri stúlku Nóbelinn. „Ég er ekki
viss um að það sé viðeigandi, frá sið-
ferðilegu sjónarmiði, að veita barni
verðlaunin,“ segir Tilman Brück,
yfirmaður friðarrannsókna-
stofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi.
Safia, vinkona Malala í bænum
Mingora í Swat-dal, segir hana verð-
skulda verðlaunin og kveðst styðja
heilshugar baráttu hennar fyrir því
að stúlkur fái að ganga í skóla.
„Reiðhjól er ónothæft með aðeins
eitt hjól: þjóðfélagið er eins og reið-
hjól, menntun karla er fyrra hjólið,
menntun kvenna er hitt hjólið.“
Swat-dalur naut eitt sinn mikilla
vinsælda meðal ferðafólks vegna
náttúrufegurðar en það breyttist
þegar talibanar náðu dalnum á sitt
vald árið 2007 og stjórnuðu sam-
kvæmt sjaríalögum. Pakistanska
hernum tókst að hrekja flesta vopn-
aða liðsmenn íslamistanna úr daln-
um tveimur árum síðar en hreyf-
ingin er enn öflug á nokkrum
afmörkuðum svæðum og heldur þar
áfram baráttu sinni fyrir íslömsku
ríki. Einn liðsmanna morðsveitar
talibana skaut Malala í höfuðið eftir
að hún hóf baráttu sína fyrir því að
allar stúlkur fengju að ganga í skóla.
Hún lifði árásina af og stundar nú
nám á Englandi eftir að hafa leitað
sér lækninga þar.
Skólasystur Malala í Mingora
styðja hana heilshugar og vilja að
land þeirra verði þekkt fyrir annað
en talibana og sprengjur. „Malala er
öðrum sönn fyrirmynd, ekki aðeins
okkur heldur öllum Pakistönum,“
segir Rehana Noor Bacha, fjórtán
ára stúlka í bænum.
Baráttan fyrir menntun kvenna
hefur borið árangur í dalnum eftir
að talibanar voru hraktir þaðan.
Hlutfall stúlkna sem ganga í skóla
hefur hækkað í tæp 50% úr 34% frá
árinu 2011. Um 90% drengja í daln-
um ganga nú í skóla.
Menntamálayfirvöld í Pakistan
segja að minnst þúsund kennslukon-
ur og 200 kennslustofur vanti enn til
að hægt verði að sjá öllum stúlkum í
dalnum fyrir menntun.
Liður í vestrænu samsæri?
Malala er orðin ein af frægustu
unglingum í heiminum. Frægt fólk á
borð við Madonnu, Angelinu Jolie,
Hillary Clinton og Bono hefur lýst
yfir stuðningi við baráttu hennar.
Frægð Malala á Vesturlöndum
hefur kynt undir tortryggni í garð
hennar meðal afturhaldssamra Pak-
istana sem telja að konur eigi að
halda sig utan við sviðsljósið og að
barátta hennar sé liður í samsæri
vestrænna afla sem vilji grafa undan
hefðbundnum gildum múslíma í
Pakistan. „Bandaríkjamenn bjuggu
Malala til með það fyrir augum að
ýta undir eigin nektarmenningu og
koma óorði á Pakistan í heiminum,“
segir Maulana Gul Naseeb, forystu-
maður í einum af helstu trúarlegu
stjórnmálaflokkunum í Pakistan.
Á samskiptavefjum hafa margir
Pakistanar furðað sig á því að
Vesturlönd skuli hampa stúlku, sem
særðist í árás talibana, en gleyma
afgönskum og pakistönskum börn-
um sem hafa beðið bana í sprengju-
árásum Bandaríkjahers.
Vona í laumi að Malala fái Nóbelinn
AFP
Námfúsar Pakistanskar stúlkur í skóla í bænum Mingora, höfuðstað Swat-dals. Stúlkurnar vona að Malala Yous-
afzai hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína fyrir því að allar stúlkur í Pakistan fái að ganga í skóla.
AFP
Dáð Malala Yousafzai tekur við
mannréttindaverðlaunum í London.
Skólastúlkur í Swat-dal í Pakistan biðja fyrir því að 16 ára stúlka fái friðarverðlaun Nóbels fyrir
baráttu sína fyrir menntun kvenna Margir Pakistanar tortryggja hana og réttindabaráttu hennar
Þrír vísindamenn við bandaríska háskóla hljóta
nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár. Uppgötvanir
þeirra eru sagðar hafa veitt vísindamönnum mikil-
væga innsýn í starfsemi fruma líkamans og aukið
þekkinguna á sjúkdómum á borð við sykursýki og
tauga- og ónæmissjúkdóma.
Verðlaunahafarnir eru Bandaríkjamennirnir James
Rothman, prófessor við Yale-háskóla, og Randy Schek-
man, prófessor við Kaliforníuháskóla, og Þjóðverjinn
Thomas Suedhof, prófessor við Stanford-háskóla. Þeir
fá verðlaunin fyrir rannsóknir á því hvernig frumur skipuleggja flutn-
ingakerfi sitt. Þeir deila með sér verðlaunafénu, jafnvirði rúmra 150 millj-
óna króna. Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 10. desember.
Veittu innsýn í starfsemi fruma
ÞRÍR MENN FENGU NÓBELSVERÐLAUNIN Í LÆKNAVÍSINDUM
James Rothman
A.m.k. sex hermenn og þrír lögreglumenn biðu bana í árásum sem talið er
að stuðningsmenn Bræðralags múslíma hafi gert í Egyptalandi í gær. Dag-
inn áður lágu a.m.k. 50 manns í valnum eftir hörð átök milli öryggissveita
og stuðningsmanna Bræðralags múslíma í Kaíró og fleiri borgum.
Blóðug átök í Egyptalandi
AFP
118,28 karata hvítur demantur var seldur á yfir 30,6
milljónir dala, eða um 3,7 milljarða króna, á uppboði í
Hong Kong í gær. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur
verið fyrir demant í heiminum. Kaupandinn vill ekki láta
nafns síns getið en uppboðið stóð í sex mínútur.
„Við erum ótrúlega spennt,“ segir Quek Chin Yeow,
sem stjórnaði uppboðinu hjá Sotheby í Asíu. Hann segir
að steinninn hafi verið í einkaeigu. „Þessi sala sannar að
við getum haldið risastór uppboð hér í Hong Kong,“ seg-
ir uppboðshaldarinn.
KÍNA
Dýrasti demantur í heiminum seldur
Demanturinn er
egglaga.