Morgunblaðið - 08.10.2013, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt af þvíánægju-lega í fjár-
lagafrumvarpinu
er að finna í kafl-
anum um innan-
ríkisráðuneytið, en þar kem-
ur fram að ætlunin sé að auka
varanlega framlög til lög-
reglunnar um rúmlega hálfan
milljarð króna. Eitt mark-
miðið með aukningunni er að
fjölga lögreglumönnum á
landsbyggðinni, en mannekla
og fjársvelti hefur hreinlega
stefnt öryggi landsbyggð-
arinnar í hættu.
Einnig eru fjármunir veitt-
ir í að styrkja ýmsar sér-
aðgerðir lögreglunnar svo
sem baráttu hennar við
skipulagða glæpastarfsemi
og rannsóknir á kynferðis-
brotum.
Athyglisvert er að innan-
ríkisráðuneytið þurfti að
uppfylla sömu kröfur um
hagræðingu og önnur ráðu-
neyti. Þessi aukning fjár-
magns til lögreglu kemur því
ekki til vegna þess að nú ár-
aði betur fyrir ráðuneytið.
Hún kemur til vegna þess að
ákveðið var að fara ekki í
flatan niðurskurð innan ráðu-
neytisins heldur var for-
gangsraðað í þágu þess sem
mestu skiptir.
Sem dæmi um
niðurskurð má
nefna að framlög
vegna hælis-
leitenda lækka um
meira en þrjú
hundruð milljónir króna og
um leið er ráðist í endurbætur
til þess að tryggja skjótari
framgang þeirra mála. Er
enda engin vanþörf á því að
tekið sé betur á þeim málum
en áður hefur verið gert. Þá
eru ýmis embætti og óþarfa
stofnanir lagðar niður eða
sameinaðar. Talsmaður neyt-
enda verður t.d. lagður niður
og þrjár stofnanir um sam-
göngumál sameinaðar í eina.
Líkt og innanríkisráðherra
benti á í ræðu sinni um fjár-
lögin er rauði þráðurinn í
starfsemi ráðuneytisins ör-
yggi almennings.
Löggæslan í landinu hefur
verið veikt skipulega á liðnum
árum og var löngu komin að
þolmörkum. Ánægjulegt er að
ráðuneyti löggæslumála hef-
ur nú meiri skilning en áður á
nauðsyn þessarar grunn-
stoðar í samfélaginu. Enn-
fremur er ástæða til að fagna
því að ráðuneytið er nú tilbúið
til þess að færa fórnir til að
leitast við að sinna með sóma
því grundvallarverkefni rík-
isvaldsins sem löggæsla er.
Löggæslan fær loks-
ins nauðsynlegt
andrými á fjárlögum}
Rétt forgangsröðun
skilar sér til löggæslu
Sjávarútvegs-og landbún-
aðarráðherra hef-
ur skipað ráðgjaf-
arhóp til að vinna
að frumvarpi um
breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða í anda þeirrar til-
lögu sem sáttanefndin svo-
kallaða skilaði af sér haustið
2010. Sú nefnd var skipuð
fulltrúum allra stjórn-
málaflokka og helstu hags-
munaaðila og náði samstöðu
um tilteknar breytingar.
Efast má um að þær breyt-
ingar hefðu verið til góðs, en
þær voru þó miklum mun
skárri en það sem fylgdi í
kjölfarið. Vinstri stjórnin,
sem skipað hafði sáttanefnd-
ina og þóttist vilja sátt um
sjávarútveginn, sýndi þegar
niðurstöðurnar voru fengnar
að sáttanefndin hafði aðeins
verið sýndarmennska. Tillög-
unum var ýtt út af borðinu og
í hönd fór slík aðför að sjávar-
útveginum að annað eins hef-
ur ekki áður sést gagnvart til-
tekinni atvinnugrein.
Allt upp frá þessu, og raun-
ar allt frá því að
vinstri stjórnin
hrifsaði til sín
völdin í ársbyrjun
2009, hefur þessi
undirstöðuat-
vinnugrein búið við algera
óvissu um rekstrarumhverfi
sitt og verið í fullkomnu upp-
námi um framtíðarhorfur.
Óvissa er alltaf til staðar í
rekstri fyrirtækja og þá sér-
staklega fyrirtækja í sjávar-
útvegi, en sú óvissa sem rík-
isstjórnin bjó til ofan á hina
náttúrulegu óvissu er nánast
einsdæmi í sögunni og hefur
verið skaðleg eftir því.
Skipun ráðgjafarhóps sjáv-
arútvegs- og landbún-
aðarráðherra er vonandi upp-
hafið að endinum á þessari
ljótu sögu. Mikilvægt er að
gengið verði rösklega til
verks og fljótlega verði lagt
fram frumvarp sem hægt er
að byggja á til framtíðar í
rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja hér á landi. Fjögurra
ára atlaga að fjöreggi þjóð-
arinnar er fjórum árum of
mikið. Nú er mál að linni.
Koma þarf sjávar-
útveginum á lygnan
sjó hið fyrsta}
Vonandi upphaf að endinum
Þ
að er kunnara en frá þurfi að segja
að gríðarmikill áhugi er í kringum
íslenska landsliðið í fótbolta um
þessar mundir. Það er ekki að furða
því liðið skipar óvenjugott úrval fót-
boltamanna sem fara á kostum með félagsliðum
sínum um hverja helgi víða um Evrópu. Þar á
meðal er framherjinn Alfreð Finnbogason sem
leikur fyrir hollenska úrvalsdeildarliðið Hee-
renveen. Hann var í hópi markahæstu leik-
manna deildarinnar á síðasta tímabili og hefur
farið af stað með látum í haust. Enda er hann að
sögn kominn á minnisblað hjá klúbbum á borð
við Glasgow Celtic og Newcastle. Sjálft stórlið
AC Milan kvað hafa hann undir smásjánni. Það
er óhætt að segja hann hafi slegið í gegn.
Í lok síðasta mánaðar hélt uppeldislið Alfreðs,
Breiðablik í Kópavogi, uppskeruhátíð sína rétt
eins og önnur íþróttafélög gera í sumarlok. Blikar höfðu þó
öðruvísi hátt á að einu leyti, og þar er á ferðinni framtak
sem fleiri félög mættu tileinka sér. Í stað þess að velja bestu
einstaklingana í yngri flokkunum voru hinir ungu fótbolta-
iðkendur einfaldlega „útskrifaðir“ ef þeir voru að fara upp
um aldursflokk, allir sem einn. Þetta fyrirkomulag rök-
studdi Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka, með stuttri
frásögn frá uppvexti Alfreðs sem knattspyrnumanns. Það
kann að þykja ótrúlegt í dag en Alfreð átti um hríð heldur
erfitt uppdráttar í yngri flokkunum, var aldrei valinn bestur
þegar sumrin voru gerð upp. Alfreð komst ekki alltaf í liðið
þegar hann var í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í
yngri landslið Íslands. Í dag er hann ekki bara
einn besti leikmaður íslenska landsliðsins –
hann er í hópi mest spennandi framherja Evr-
ópu.
Árangur hans er til marks um einbeittan sig-
urvilja og mótþróa gegn freistingunni að gefast
upp, þrátt fyrir fáar vegtyllur á ferlinum framan
af. Hefðu ef til vill fleiri fundið hjá sér innblástur
til að berjast áfram, hefðu þeir fengið örlítinn
byr í seglin þegar á bátinn gaf? Þetta er um-
hugsunarefni fyrir félögin í landinu. Þó að það
sé fráleitt að halda að allir sem vilja muni enda í
landsliði Íslands í knattspyrnu er hér um frá-
bært framtak að ræða hjá Breiðabliki og má vel
búast við því að fleiri ungir og efnilegir finni hjá
sér neistann til að fara aðeins oftar út með bolt-
ann, vera aðeins lengur úti á velli, æfa tæknina
örlítið lengur og uppskera fyrir bragðið aðeins
betur. Vissulega ganga íþróttir út á að ná árangri og undir
það má flokka verðlaun í yngri flokkum. En það er ekki fyrr
en í meistaraflokkinn kemur að hafrarnir skiljast frá sauð-
unum. Þá getur verið betra að hafa hlúð að unga og efnilega
íþróttafólkinu með þeim hætti sem Breiðablik hefur afráðið
að gera. Með gamla fyrirkomulaginu er verið að verðlauna
ungt og efnilegt fólk fyrir það sem það er búið að gera, í
staðinn fyrir það sem það getur orðið, eins og Daði orðar
það á heimasíðu félagsins. Þetta eru orð að sönnu. Við eig-
um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá fram fleiri
Finnbogasyni. Breiðablik á hrós skilið fyrir þessa faglegu
nálgun á ungliðastarf sitt. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Að vera bestur – hvenær?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er engin inflúensakomin enn svo við vitumtil. Síðustu ár hefur inflú-ensan komið í desember
og farið á flug í janúar en hún get-
ur komið á tímabilinu frá október
fram í apríl,“ segir Haraldur
Briem sóttvarnalæknir. Skipulögð
bólusetning gegn árlegri inflúensu
er nú hafin og hægt er að fá
sprautu á næstu heilsugæslustöð
eða heilbrigðisstofnun.
Haraldur segir inflúensuna
berast hingað frá suðurhveli jarð-
ar, hún taki sig upp þegar það er
vetur þar og komi síðan hingað
þegar kólnar í veðri. „Hún ferðast
gjarnan frá vestri til austurs.
Ennþá eru menn ekki farnir að
tala um að hún sé farin að skella á
í neinum merkjanlegum mæli.“
Infúensufaraldrarnir hér á
landi hafa verið áþekkir undan-
farin ár að sögn Haraldar, í fyrra
hafi flensan komið svolítið fyrr og
verið brattari en árin tvö þar á
undan en faraldurinn hafi ekki
verið stór.
Spáin verður að
hitta í mark
Spáð er í það hvaða veirur
komi ár hvert og er bóluefnið sett
saman út frá þeim spám „Menn
telja sig sjá það á sveiflunni á suð-
urhvelinu. Síðan er það háð því
hvað bóluefnið sem er búið til hitt-
ir vel á því að þessi inflúensuveira
er voðalega flöktandi, hún getur
breytt sér pínulítið og það dregur
þá úr gildi bóluefnisins,“ segir
Haraldur. Ef við erum heppin er
bóluefnið mjög virkt, 70% til 80%
virkni, en ef spáin hefur ekki hitt í
mark getur virknin farið niður í
60%.
Bóluefnið sem nú er gefið
myndar mótefni gegn þremur
inflúensuveirustofnum, þar á með-
al svonefndri svínainflúensu. „Það
eru tveir inflúensustofnar A;
H1N1, þessi sem olli heimsfaraldri
2009 en hann er orðinn meira árs-
tíðarbundið fyrirbrigði og síðan
erum við með H3N2, það er bólu-
efnisstofn sem er búinn að vera að
rúlla hér í gegnum árin. Síðan er
bóluefni gegn inflúensu B sem er
hreinræktuð mannainflúensa á
meðan inflúensa A tengist fugl-
unum meira,“ segir Haraldur.
„Fuglaflensan er ennþá í gangi,
þessi sem var í Suðaustur-Asíu er
ennþá að taka mannslíf. Menn ótt-
uðust að hún færi að berast
manna á milli, það hefur ekki
gerst en það er haft auga með
henni. Svo kom upp í Kína ótrú-
legur inflúensustofn núna í vor
með hárri dánartíðni. Það var
H7N9 sem er fuglaflensa og það
er erfitt að átta sig á því hvaðan
hún kom því fuglarnir urðu ekki
veikir en fólkið dó. Sú flensa hefur
dottið niður en það er spurning
hvort hún tekur sig upp aftur. Svo
það eru tvær fuglaflensur á hlið-
arlínunni sem eru að gogga í okk-
ur.“
5 til 10% þjóðar-
innar smitast
Haraldur segir að það sé svip-
uð aðsókn í bólusetningar frá ári
til árs. „Það eru á bilinu fimmtíu
til sextíu þúsund manns sem láta
bólusetja sig hér á landi. Stefnt er
að því að auka þátttöku í bólusetn-
ingum. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin er með það markmið að
75% af þeim sem teljist í áhættu-
hópum láti bólusetja sig en við er-
um ekki komin þangað ennþá.“
Um 5 til 10% þjóðarinnar
smitast þegar árstíðarbundin
inflúensa gengur hér yfir, 15 til
20% í versta falli ef pestin er skæð
að sögn Haraldar. „Svo koma
heimsfaraldrar af og til og þá er
mun stærra hlutfall sem sýkist.“
Inflúensan ekki enn
komin til landsins
Morgunblaðið/Ómar
Bólusetning Á milli 50 og 60 þúsund manns fá bólusetningu hér á landi ár
hvert. Bólusetningin getur veitt a.m.k. 70% vörn gegn inflúensunni.
Allir geta lát-
ið bólusetja
sig en nokkr-
um hópum er
einkum ráð-
lagt að fara í
bólusetningu.
Það eru þeir
sem eru orðn-
ir 60 ára og
eldri og bæði
börn og fullorðnir sem þjást af
langvinnum hjarta-, lungna-,
nýrna- og lifrarsjúkdómum, syk-
ursýki, illkynja sjúkdómum og
öðrum ónæmisbælandi sjúk-
dómum. Þá er þunguðum konum
og heilbrigðisstarfsmönnum
ráðlagt að fara í bólusetningu.
Þeir sem tilheyra ofangreindum
hópum fá bóluefnið sér að kostn-
aðarlausu en greiða komugjald.
„Með bólusetningu er verið að
verja fólk með undirliggjandi
sjúkdóma og gamalt fólk sem
þolir illa að fá inflúensu. Heil-
brigðisstarfsmenn sem bólu-
setja sig draga ekki aðeins úr lík-
unum á að fá flensu heldur
einnig sem meira er vert smita
þeir síður aðra,“ segir Haraldur.
Ver aldraða
og veika
ÁHÆTTUHÓPAR
Haraldur Briem