Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
AF BRIMRÁS
STIGUM OG TRÖPPUM
25%
AFSLÁTTUR
Hinn 30. apríl 2011
ritaði ég bréf til dr.
Gauta Laxdals, bækl-
unarskurðlæknis í
Orkuhúsinu, að ósk
sjúklings. Sagði ég að
kjarni verkjar í vinstra
hné væri rétt neðan við
hnéskeljarbrodd.
Verkjastaðinn hefði ég
fundið ítrekað með því
að þrýsta með broddi
þumals í átt að beini.
Jafnframt hefði ég tekið eftir að
sköflungshrjónan á vinstri fótlegg
væri mun þykkari en á þeim hægri.
Hægt væri að sjá þetta berum augum
en yrði enn meira áberandi með
þreifingu.
Sjúklingurinn hefði talið að þetta
hefði komið á unglingsaldri og verið
greint sem svonefnt „sklatter“ ein-
kenni. Þegar ég hefði þreifað dýpra á
sköflungshjónunni, hefði ég fundið
tvo harða hnúta í henni. Ég lagði
fram þá kenningu að Schlatter í
vinstra hné á unglingsaldri hefði
skapað veikan hlekk þegar sjúkling-
urinn hefði leikið sér í fótbolta í hálku,
með þeim afleiðingum að hann hefði
snúið upp á hnéð og brestur hefði
komið í miðlægan mána. Þó að fyrri
bæklunarlæknir hefði lagað brestinn,
þá sæti eftir verkur í hnéskeljar-
bandi.
Lesendum til nánari skýringar er
hnéskeljarbroddur neðsti hluti hné-
skeljar. Hnéskeljarband tengir hné-
skelina við sköflungshrjónu. Sköfl-
ungshrjóna er bunga efst og
framanvert á sköflungnum. Svonefnt
„sklatter“, sem ég komst að síðar að
væri stafað Schlatter, er ættarnafn á
þeim lækni sem uppgötvaði þetta ein-
kenni eða nánar tiltekið sjúkdóm.
Miðlægur máni er liðþófi innanvert í
hnénu. Hinn 7. maí 2011 ritaði ég síð-
ara bréf mitt um vinstra hnéð og til
sama læknis. Bætti ég við að verkur-
inn væri í efri þriðjungi hnéskeljar-
bandsins. Þá hefði ég þreifað betur á
sköflungshrjónunni þremur dögum
fyrir ritun bréfsins. Í þeim komutíma
hefði ég fundið betur mislögun á
henni í formi kanta eða
hnúða. Grunaði mig að
þar væri á ferðinni
ólöguleg dreifing á kalki
og bandvef. Það gæti
aftur leitt til að fest-
ingin væri ójöfn fyrir
hvern stakan bandvefs-
þráð milli hnéskeljar og
sköflungshrjónu, sem
aftur gæti tengst verkn-
um í nágrenni hnéskelj-
arbroddsins.
Hinn 9. maí 2011
mætti sjúklingurinn til
bæklunarlæknisins og
afhenti bréf mín. Hinn 12. maí 2011
kom Röntgen Domus með eftirfar-
andi niðurstöðu í þýðingu minni:
Molnun í sköflungshrjónu. Í nóv-
ember sama ár lét sjúklingurinn mér
í té gagn um að bæklunarlæknirinn
vissi um verki sjúklingsins í sin sem
gengi frá hnéskelinni niður á sköfl-
unginn og þar væri beinflís að finna
sem stundum gæti valdið vanda.
Jafnframt sagði sjúklingurinn mér að
hann hefði farið í sónar hjá röntgen-
lækni. Hann hefði rennt tæki yfir
vinstra hné sitt að framan sem líktist
sturtuhaus. Hann hefði fundið bæði
beinvölu og kölkun í sininni fyrir neð-
an hnéskelina. Hann hefði sagt að
slíkt myndi orsaka verki og hefði ver-
ið alveg viss. Mánudaginn 28. nóv-
ember 2011 í komutíma klukkan 17
sýndi sjúklingurinn mér niðurstöðu
röntgenlæknisins. Ég fékk svo afrit í
lok tímans.
Nýlega var ég að fletta í gögnunum
að nýju, mér til nánari glöggvunar.
Komst ég þá að því að niðurstöðubréf
röntgenlæknanna staðfestu í raun
það sem ég hafði haldið fram. Í bréfi
Röntgen Orkuhússins til Gauta Lax-
dals læknis dagsettu 17. nóvember
2011, er niðurstaðan svohljóðandi í
snörun minni á íslensku: „Ómskoðun
hnéskeljarband vinstra megin: Sjúk-
lingur er með gamlan Schlatter sjúk-
dóm og er þykknun á hnéskeljar-
bandi og allstór beinvala í sininni
fjarlægð. Nærlægt er lítil kölkun í
sinafestunni.“
Allt virðist benda til að þykktin
sem ég sá og fann á sköflungshrjón-
unni væri hin sama og sú þykknun
sem Röntgen Orkuhúsið ritaði um.
Jafnframt að það sem ég fann fyrir
sem hnúta, kanta eða hnúða væri
væntanlega það sama og sú molnun
sem Röntgen Domus fann og hin all-
stóra beinvala sem Röntgen Orku-
húsið fann. Í þriðja lagi hafði ég sagt í
fyrra bréfinu mínu að kjarni verkj-
arins væri rétt neðan við hnéskelj-
arbrodd og í því síðara að hann væri í
efri þriðjungi hnéskeljarbandsins.
Þegar ég ber þetta svo saman við
orðalag Röntgen Orkuhússins, um að
nærlægt sé lítil kölkun í sinafestunni;
þá þýðir það að kölkun þessi sé í fest-
ingu hnéskeljarbandsins neðan í hné-
skeljarbroddinum. Það þýðir aftur að
kölkunin er innan þess svæðis sem ég
hafði sagt að kjarni verkjarins væri í.
Framangreint gagn sem sjúkling-
urinn lét mér í té var útprentun af
megintexta í tölvupóstssvari frá
bæklunarlækninum. Nægði það til að
styðja báðar niðurstöður röntgen-
stofanna, því læknirinn hafði talið að
tengsl væru á milli verkjar sjúklings-
ins í hnéskeljarbandi og beinflísar.
Beinflísin gæti aftur verið það sama
og Röntgen Orkuhúsið kallaði bein-
völu og Röntgen Domus kallaði moln-
un. Jafnframt hjálpaði mér það áleið-
is að sjúklingurinn hafði munnlega
eftir röntgenlækninum í Orkuhúsinu
að hann væri alveg viss á að beinvalan
og/eða kölkunin myndi orsaka verk.
Það sem rann upp fyrir mér við svo
nána endurskoðun á málinu er hvað
samvinna sjúklings, aðstoðarmanns
læknis, bæklunarskurðlæknis og
tveggja röntgenlækna; gat skilað
miklum árangri við að staðsetja verk í
tilteknum líkamsvef og finna síðan
með vísindalegri rannsókn hvað væri
að í þeim sama vef.
Samvinna sjúklings, aðstoðar-
manns og lækna skilaði sér
Eftir Guðmund
Rafn Geirdal »Ég taldi að verkur í
vinstra hné sjúkl-
ings væri rétt neðan við
brodd hnéskeljar. Í ljós
kom þykknun á hné-
skeljarbandi, beinvala
og kölkun í festu.
Guðmundur Rafn
Geirdal
Höfundur er löggiltur sjúkranuddari.
Löngum hefur því
verið haldið fram að
Suðurnesin séu eitt
stærsta láglauna-
svæði landsins. Þeir
sem halda slíku fram
hafa rétt fyrir sér.
Það var stundum
haft á orði á tímum
Varnarliðsins að það
mætti glögglega sjá
hvaða starfsmenn
þess hefðu nýlega
fengið stöðuhækkun, með því að
lesa fasteignaauglýsingar stað-
arblaðanna. Þeir drifu í því að selja
húsin sín og flytja burt af Suður-
nesjum því auka mátti nýhækkaðar
tekjurnar með bílastyrk væri bú-
seta utan vinnusvæðis raunin.
Nú berast þær fréttir að eitt af
stórfyrirtækjum svæðisins, ríkis-
hlutafélagið Isavia, sé að flytja að-
flugsþjónustu að Keflavíkur-
flugvelli og Reykjavíkurflugvelli,
sem stýrt hefur verið úr flugturn-
inum í Keflavík í áratugi, í
flugstjórnarmiðstöðina í Reykja-
vík. Opinbera skýringin á þessum
breytingum er skipulagseðlis, en
almannarómur hefur það fyrir satt
að hér megi líka kenna um stjórn-
endavanda í flugturninum.
Nú verður að líta til þess að ef
svo væri að aðstaða biði þessarar
aðflugsstarfsemi í flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík mætti bet-
ur réttlæta þessa gjörð en svo er
ekki.
Fara verður í stórkostlegar
breytingar þar á bæ með tilheyr-
andi kostnaði.
Það sem vekur þó helst spurn-
ingar í þessu máli er að svo virðist
sem ríkishlutafélagið hafi tekið
þessa ákvörðun, að flytja störf
þessara flugumferðastjóra frá
Keflavík til Reykjavíkur, í kyrrþey
því lítið fréttist af þessum gjörningi
fyrr en nýverið. Ákvörðunin var
síðan tilkynnt starfsmönnum ný-
lega. Ekki öllum til gleði. Eigand-
inn, ríkið, og handhafi eina hluta-
bréfsins í fyrirtækinu einskis
spurður. Eða hvað? Hvar eru nú öll
fyrirheitin um að styðja við at-
vinnuuppbyggingu svæðisins?
Það er stóralvarlegt mál fyrir
samfélagið á Suðurnesjum þegar
störf vel launaðra starfsmanna eru
flutt burt af svæðinu. Fyrirsvars-
menn Isavia ohf. hafa smátt og
smátt verið að tínast í burtu og er
nú svo komið að fáir ef nokkur
stjórnandi þessa ríkisfyrirtækis
búa lengur á Suðurnesjum, þrátt
fyrir að meginstarfsemi fyrirtæk-
isins sé enn á Keflavíkurflugvelli.
Það er keyrt á milli á fundi.
Með breytingu á starfshögum
þessa vel menntaða fólks, sem jöfn-
um höndum hefur haft svokölluð
turnréttindi og aðflugsréttindi, er
ljóst að menn viðhalda tæplega
öðru en aðflugsréttindum sínum
eftir að þessar breytingar taka
gildi. Þá þarf að þjálfa nýja starfs-
menn upp og slíkt er ekki gefins.
Ríkishlutafélagið hefur sjálft
reiknað með að það kosti 40-50
milljónir að búa til nýjan flug-
umferðarstjóra. Þar eru menn
fljótir að komast í stóru tölurnar
500 til 1.000.000.000.
Stórhætta er líka á, þegar starfs-
stöðvar manna eru fluttar hreppa-
flutningum, að þeir taki sig sjálfir
upp og flytji sig og sín-
ar fjölskyldur burt af
svæðinu og það er
missir að vellaunuðu
fólki á Suðurnesjum
þar sem engin ofgnótt
er af vellaunuðum
starfsmönnum.
Það er umhugsunar-
efni fyrir stjórnvöld,
sem lofað hafa oft og
iðulega að styðja við
bakið á atvinnu-
uppbyggingu svæð-
isins, að láta það at-
hugasemdalaust líða fram hjá sér
þegar eitt af fyrirtækjum ríkisins
markvisst flytur vel launuð störf
burt af svæðinu. Það er eðlileg
krafa að stórfyrirtæki eins og
Isavia ohf. axli sínar samfélagslegu
skyldur.
Það er á vitorði þeirra sem eru í
forsvari í menningarmálum, listum
og íþróttastarfsemi á Suðurnesjum
að menn fara iðulega bónleiðir til
búðar eftir að hafa óskað eftir
stuðningi frá fyrirtæki á borð við
Isavia ohf. Staðlað svar frá ríkis-
hlutafélaginu er að þeir hafi mark-
að sína stefnu í styrkjamálum og
því miður sé á engan hátt hægt að
verða við beiðni viðkomandi.
Það er raunar athyglisvert að
styrkir Isavia ohf. hafa runnið til
björgunarsveita þessa lands, sem
er í sjálfu sér góðra gjalda vert.
Óneitanlega renna þó á menn tvær
grímur þegar í ljós kemur að ein-
mitt þar gagnast það ríkishluta-
félaginu best að styðja enda eru
björgunarsveitir veigamikill hlekk-
ur í neyðaráætlunum flugvalla.
Eins þegar í ljós kemur að ríkis-
hlutafélagið hefur lagt niður sínar
eigin björgunarsveitir á flugvöllum
landsins.
Isavia er opinbert hlutafélag, að
fullu í eigu íslenska ríkisins. Það
fyrirkomulag að búa til eitthvert
skrípi um ríkisstofnanir sem kall-
ast opinbert hlutafélag er tilefni
fyrir ríkisvaldið að endurskoða.
Hvergi á Íslandi er starfsemi
Isavia ohf. meiri en á Keflavíkur-
flugvelli. Það að fyrirtæki í 100%
eigu ríkisins skuli jafnt og þétt
gjaldfella mikilvægi flugvallarins í
Keflavík og flytja störf frá Keflavík
er stórundarlegt. Þar verður að
gera þá kröfu að eigandinn grípi
inn í og hafi vit fyrir stjórn Isavia
ohf., ekki bara vegna fordæmisins
og vandlætingarinnar sem þessi
ákvörðun þeirra sendir Suður-
nesjamönnum, heldur er hún líka
stórundarleg í ljósi þeirra loforða
stjórnvalda að standa vörð um at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu.
Í ljósi kostnaðarins sem af öllu
þessu hlýst hlýtur það að vera okk-
ur, sem erum í forsvari kjaramála
meginþorra starfsmanna þessa rík-
ishlutafélags, gleðiefni hversu fullir
sjóðir fyrirtækisins eru af fé.
Komandi samningar ættu sam-
kvæmt þessu að stranda á ein-
hverju öðru en peningum.
Samfélagsleg
ábyrgð stór-
fyrirtækja
Eftir Kristján
Jóhannsson
Kristján
Jóhannsson
»Er það meðvituð
ákvörðun stjórn-
valda að Suðurnes verði
láglaunasvæði?
Höfundur er formaður og fram-
kvæmdastjóri Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins.