Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Það var í lok sumars að mér bár- ust þau sorglegu tíðindi að Elín Snædal hefði lent í bílslysi á leið austur á land. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi 10 dögum síðar. Leiðir okkar Ellu hafa legið saman lengi, allt frá barnæsku okkar austur á Jökuldal. En lengst vorum við samtíða á geð- deild Borgarspítalans, þar sem við vorum báðar félagsráðgjafar á deildinni. Elín var félagsráð- gjafi þar í sjö ár frá 1979 til 1986. Við fengum ýmsar athugasemdir frá samstarfsfólki okkar eins og hvernig sveitarfélag það væri sem hefði alið af sér tvo fé- lagsráðgjafa. Svo sögðum við „gæska“ og „gæskur“ upp á Elín Þorsteins- dóttir Snædal ✝ Elín Þorsteins-dóttir Snædal fæddist á Skjöld- ólfsstöðum á Jök- uldal 8. nóvember 1946. Hún lést á Borgarspítalanum 2. september 2013. Elín var jarðsett í kyrrþey. austfirsku. Ella hafði mikla réttlæt- iskennd og stóð allt- af með þeim sem minna máttu sín eða stóðu á einhvern hátt höllum fæti. Verst þótti henni þegar illa var farið með börn eða ef þau bjuggu við illt at- læti. Henni fannst börn dýrmæt. Ella vann sem félagsráðgjafi að málum skjólstæðinga sinna af miklum heilindum og þeir vissu að þeir gátu treyst henni. Hún var skýr og afdráttarlaus í öllum samskiptum. Á meðan Ella vann á geðdeild Borgarspítalans var hún meðal annars félagsráðgjafi í Arnarholti á Kjalarnesi, þar sem fólk með langvinna geðsjúk- dóma var vistað. Ella fór þangað nokkrum sinnum í viku til að hitta skjólstæðinga sína og lagði í rauninni heilmikið á sig til að veita þeim sem besta þjónustu. Þetta var fyrir daga farsímanna svo að hún hringdi í Arnarholt áður en hún lagði af stað frá Borgarspítalanum til þess að hún fengi aðstoð með hjólastól- inn þegar hún kæmi þangað. Síð- an hringdi hún í Gerði Helga- dóttur læknaritara áður en hún lagði af stað frá Arnarholti og Gerður aðstoðaði hana þegar hún kom til baka. Ella sinnti skjólstæðingum sínum í Arnar- holti eins og öðrum skjólstæð- ingum af alúð, hlýju, virðingu og áhuga. Fyrir henni voru þeir fyrst og fremst manneskjur en ekki bara vistfólk á stofnun. Hún fylgdist með þeim eftir að hún hætti störfum á geðdeildinni og vildi vita hvernig þeim vegnaði. Mörgum árum seinna vann ég um tíma í Arnarholti og þá gát- um við glaðst yfir því að nokkrir af fólkinu okkar í Arnarholti höfðu flutt af stofnuninni í íbúða- kjarna og þar með öðlast meiri lífsgæði. Ég hitti Ellu í síðasta skipti í ágúst og við áttum góða sam- verustund eins og svo oft áður. Hún ætlaði að fara í ferðalag með Þóru bróðurdóttur sinni. Hún hlakkaði mikið til að fá Þóru heim til Íslands frá Danmörku og hlakkaði til ferðalagsins sem þær ætluðu að fara í saman. Ekki grunaði mig að þessi samveru- stund yrði okkar síðasta. Þetta kenndi mér að það á að nýta öll tækifæri sem gefast til samveru því að enginn veit hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Ég votta fjölskyldu Ellu inni- lega samúð mína. Minning henn- ar mun lifa. Björg Karlsdóttir. ✝ Auðunn Hilm-arsson fæddist í Reykjavík 12. júní 1959. Hann lést á Spáni 20. sept- ember 2013. Foreldrar hans voru Kristmann Hilmar Jensson, f. 17. apríl 1924, d. 16. febrúar 1991, og Agnes Auðuns- dóttir, f. 21. janúar 1926, d. 28. mars 2007. Auðunn var næst yngstur fimm systkina, elstur var Guðni, honum sam- mæðra, giftur Öldu Þorsteins- Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, gift Gunnari Trausta Magnússyni, barn þeirra er Þor- björg Halldóra, 2) Auðunn Jón, 3) Anna María, sambýlismaður er Bjarni Farestveit, barn þeirra er Fjóla Sif. 4) Vigdís. Eftirlifandi kona Auðuns er Ósk Harrýs Vilhjálmsdóttir. Auðunn ólst upp í Reykjavík, gekk í Langholtsskóla og síðan Austurbæjarskóla. Hann sótti sér iðnmenntun sem bílamálari og starfaði við þá iðn allt til dauðadags. Hann átti og rak fyrirtækið Bílasprautun og rétt- ingar Auðuns í Kópavogi í 23 ár en hafði starfað hjá forvera fyrirtækisins frá 16 ára aldri. Útför Auðuns fer fram frá Háteigskirkju í dag, 8. október 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Linda- kirkjugarði í Kópavogi. dóttur, þá Sonja, gift Ómari Krist- mannssyni, þeirra börn eru: Krist- mann, Hilmar, Sæv- ar og Bjarki, síðan Erna, gift Kristni Stefánssyni, þeirra barn er Unnur Ósk. Yngstur er Guð- laugur, börn hans eru: Kolbrún Agnes, Þorsteinn Smári, Gunnar Ingi, Kristmann Hilmar og Ásta Sóllilja. Fyrri kona Auðuns er Guð- björg Jóhanna Snorradóttir. Nú hefur elsku ástin mín kvatt mig í bili. Ég man svo vel þegar við hittumst fyrst á fallegu vor- kvöldi í Reykjavík – það var ást við fyrstu sýn. Við tengdumst umsvifalaust böndum sem aldrei munu rofna. Við nutum lífsins saman, létum okkur aldrei leið- ast, hver dagur var sem nýtt æv- intýri. Stundirnar með Auðunni voru mér svo óendanlega dýr- mætar og þótt tíminn okkar sam- an hafi ekki verið langur í árum talinn var sem við hefðum alltaf þekkst. Við vorum sálufélagar, háð hvort öðru og gátum ekki hvort án annars verið. Hann kvaddi mig svo fallega síðasta kvöldið okkar saman og tónlistin hljómar enn í eyrum mér: Við eigum svo undurvel saman við tvö, skiljum hvort annað og heiminn svo vel. Sálir sem hittast og heilsast á ný. Ég veit ég hef elskað þig áður og elska þig enn. Það var ást við fyrstu sýn. (Magnús Þór Sigmundsson) Ég vissi það ekki þá en ég veit það núna að þetta var kveðju- stundin okkar. Öll minningabrot- in um stundirnar okkar saman, á Spáni, í golfi, á hringveginum, ylja mér núna – sérhverja minn- ingu um yndislega manninn minn mun ég varðveita í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið og halda út á veginn saman og líta aldrei við. Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég. (Bubbi Morthens) Þín að eilífu, Ósk. Auðunn Hilmarsson Björn hóf störf hjá Hitaveitu Suðurnesja 1. maí 1976 og var hann þá ráðinn í starf aðalbókara. Þegar Björn hóf starf sitt hjá HS var þar fyrir einungis einn starfsmaður, Ingólfur Aðal- steinsson framkvæmdastjóri, og var Björn þannig stór hluti af sögu fyrirtækisins frá frumbernsku þess. Björn gegndi starfi aðalbók- ara til ársins 1985 en þá samein- uðust rafveiturnar sex á svæðinu HS, auk þess sem eignir Rarik á svæðinu voru keyptar. Við samein- inguna fjölgaði starfsfólki umtals- vert og voru þá gerðar margvísleg- ar skipulagsbreytingar, en ein af þeim var sú að Björn tók þá við nýju starfi hjá fyrirtækinu, stöðu innkaupastjóra. Björn gegndi síð- an þeirri stöðu þar til hann lét af Björn Stefánsson ✝ Björn Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 11. jan- úar 1925. Hann lést á heimili sínu 13. september 2013. Björn verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 25. sept- ember 2013. störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1995. Þessu til viðbótar gegndi Björn starfi ritara stjórnar HS frá miðju ári 1988 til árs- loka 2003. Við „starfslokin“ hófst fyrir alvöru næsti kaflinn í sam- tvinnuðu lífi Björns og HS, sem var ritstjórn Fréttaveitu Hitaveitu Suðurnesja. Fréttaveitan kom fyrst út 1. desember 1987 og komu á næstu árum út eitt til tvö tölublöð á ári við hátíðleg tækifæri. Það var síðan á árinu 1994 sem nokkuð regluleg útgáfa hefst og er fyrsta tölublað dagsett þann 16. mars og gegndi Björn þá ritstjórastarfinu með innkaupastjórastarfinu. Björn hélt síðan áfram ritstjórninni eins og áður sagði og var 209.-210. tölublað Fréttaveitunnar gefið út 30. desem- ber 2005 sem var síðasta blaðið sem Björn ritstýrði. Fréttaveitan var skrautfjöður í hatti HS og á Björn ómældar þakkir skildar fyrir frá- bært starf og voru þrautseigja hans og þolinmæði oft með ólíkindum. Það reyndi á þolrifin hjá Birni að ýta við mönnum og fá þá til að skrifa í „veituna“ en aldrei gafst hann upp, enda stundum kallaður og þá í já- kvæðri merkingu „Þverbjörn Ste- vens“. Í „veitunni“ blandaði Björn listilega saman fréttum og fróðleik frá fyrirtækinu, léttmeti og síðan ýmsum „alþýðufróðleik“ og menn- ingarlegu efni. Fréttaveitan er þannig ómetanleg söguheimild um HS og sögu jarðvarmanýtingar á Íslandi. Það er ljóst, að Björn hefur með óafmáanlegum hætti markað djúp spor í sögu HS og þrek hans var með ólíkindum. Björn var tæplega 81 árs þegar hann lét af ritstjóra- starfinu en vann áfram við að sinna sínum margvíslegu áhuga- málum allt undir það síðasta. Missir Björns var hins vegar mik- ill þegar hann missti sinn lífsföru- naut, Helgu Kristinsdóttur, hinn 21. júlí 2006. Um leið og við þökkum Birni innilega fyrir hans margvíslegu og farsælu störf fyrir HS í hartnær 30 ár vottum við börnum hans og öðrum ættingjum innilega samúð okkar. Júlíus Jónsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS JÓNASSON frá Stardal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. október kl. 13.00. Þórdís Jóhannesdóttir, Jóhannes Magnússon, Tinna Stefánsdóttir, Þórður Magnússon, Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNARS HANNESSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Sóltúns. Gunnar Hannes Reynarsson, Fjóla G. Ingþórsdóttir, Sigrún Reynarsdóttir, Gísli Ellerup, Bjarni Reynarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Elís Reynarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ANNE BAK dýralæknir, f. 29. ágúst 1966, d. 18. ágúst 2013. Föstudaginn 11. október kl. 14.00 verður athöfn í Kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði til minningar um Anne. Allir þeir sem þekktu og unnu Anne eru velkomnir. Magnús Lárusson, Jakob, Freydís og Íris, Christen Bak. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILY HALLDÓRSDÓTTIR, Austurbyggð 11, Akureyri, lést fimmtudaginn 26. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Öldrunarheimili Akureyrar. Torfi Leósson, Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, Magnús Gauti Gautason, Leó Geir Torfason, Guðný Jónsdóttir, Halldór Torfi Torfason, Unnur A. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við erum splunkunýtt útgáfufyrirtæki sem leitar að hæfileikaríkri umbrotsmanneskju, með gott auga fyrir hönnun, í hálft starf. Viðkomandi þarf að vera jafnvíg/ur í hönnun á tímariti og auglýsingum sem og tæknilega fær í myndvinnslu. Áhugasamir sendi umsókn ásamt upplýsingum um starfsferil, menntun og persónulega hagi á man@man.is fyrir 7. október. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Hæfileikarík umbrotsmanneskja Atvinnuauglýsingar ✝ Eysteinn Jóns-son fæddist á Bjarnastöðum í Unadal 5. maí. 1937. Hann lést 25. september 2013 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Sveinsdóttur, f. 15.9. 1913, d. 2.3. 2006, og Jóns Helga Þorgrímssonar, f. 10.10. 1895, d. 19.7. 1969. Eysteinn var yngstur þriggja systkina, þeirra Sig- urlaugar Jónsdóttur, f. 9.10. 1932, d. 26.2. 1978, og Þorleifs Jónssonar, f. 4.2. 1935, d. 2.3. 1993. Eysteinn flytur að Grund- Jón Eysteinsson, f. 29.10. 1963. 3) Eydís Eysteinsdóttir, f. 7.12. 1970. Eiginmaður Haraldur Smári Haraldsson, f. 9.9. 1966. 4) Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, f. 26.5. 1981. Sambýlismaður Sig- fús Arnar Benediktsson, f. 18.11. 1989. Barnabörn Eysteins eru 11 talsins: Svandís Lilja, Gyða Mjöll, Agatha Ýr, Sindri Rafn, Silja Ýr, Steindóra Ólöf, Lydía Ýr, Ey- steinn Ívar, Guðmunda Góa, Flóra Rún og Emelíana Lillý. Barnabarnabörn Eysteins eru Guðbrandur Bjarni og Baltasar Ragnar. Eysteinn var afar fjölhæfur til verka og handlaginn. Hann vann mikið við byggingarvinnu, stundaði sjómennsku og búskap, hafði hann mikið yndi af sveita- störfum. Útför Eysteins fór fram í kyrr- þey. arlandi í Unadal fjögurra ára gam- all, 10 ára gamall flyst hann í Gröf á Höfðaströnd ásamt fjölskyldu sinni og þaðan flytjast þau í Þönglaskála er hann er 16 ára. Eysteinn kynnt- ist Svandísi Jón- asínu Þórodds- dóttur, f. 17.2. 1941, frá Hofsósi og giftust þau 9. júní 1962 í Hofsóskirkju. Settust þau að á Sunnuhvoli á Hofsósi. Eign- uðust þau fjögur börn. 1) Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir, f. 6.3. 1962. Eiginmaður Níels Ragnar Björnsson, 31.8. 1962. 2) Gunnar Tengdafaðir minn, Eysteinn Jónsson, er látinn eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Fyrir rúm- um þrjátíu og fimm árum kynnt- ist ég Eysteini er ég fór að venja komur mínar út í Sunnuhvol. Til- gangur minn var að sjá og hitta heimasætuna. Eysteinn kom mér alla tíð fyrir sjónir sem afskap- lega traust og hlý persóna. Mað- ur sem steig niður með ró og virð- ingu við landið en ekki með látum. Búskap unni Eysteinn. Alltaf kom glampi og bros ef minnst var á fé og forystufé. Svo ekki sé talað um hesta, stundum þótti mér alveg nóg. Er ég viss um að Eysteinn hefur alla tíð átt hesta. Barngóður var Eysteinn mjög. Mikill er missir langafa- barnanna og langafastrákanna að fá ekki að sitja á langafahné og súpa smá kaffi í gegnum mola. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Takk fyrir góð kynni og sam- veru, Eysteinn Jónsson. Góður maður hefur gengið mót hinu ei- lífa ljósi. Hvíl í friði. Þín mun verða sárt saknað. Elsku tengdamamma, Þórdís mín, Gunnar, Eydís og Silla mín. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Níels R. Björnsson. Eysteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.