Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Vagn Leví Sigurðsson ætlar að eyða afmælisdeginum í eldhús-inu. Hann starfar sem kokkur hjá tölvuleikjaframleiðand-anum CCP, þar sem hann eldar fyrir 270-280 manns í hverju
hádegi, en um þessar mundir eru vetrarfrí í eldhúsinu og Vagn ætl-
ar einnig að standa kvöldvaktina. Hann segir CCP skemmtilegan og
líflegan vinnustað og starfsfólkið gott.
„Við erum fjögur í eldhúsinu sem sjáum um matinn. Á morgnana
kl. 8 er morgunmatur; hafragrautur, soðin egg, álegg og alls konar,
og svo er hádegismatur kl. 12-13.30,“ segir afmælisbarnið en hann
leitast við að hafa matseðilinn fjölbreyttan. „Þetta er ekki þannig að
það sé alltaf fiskur á þriðjudögum, heldur spilum við þetta eftir
hendinni og reynum að dreifa þessu; kjöt og fiskur og léttari matur.
Svo tvisvar í viku er kvöldmatur líka,“ segir hann. CCP sé stór
vinnustaður, þar sem einhver starfsemi sé í gangi allan daginn og að
öllu jöfnu um 130-140 manns í kvöldmat, þegar hann er á boðstólum.
Utan vinnu ver Vagn tíma sínum með fjölskyldunni en þar fyrir
utan er það fótboltinn sem heillar og einu sinni í viku spilar hann
með gömlum félögum úr Ölduselsskóla. „Alltaf á miðvikudögum
tökum við 50 mínútna syrpu. Þetta er eiginlega svokallaður bumbu-
bolti en það er alveg spenna og harka af og til,“ segir hann og lýsir
ánægju með gengi sinna manna í enska boltanum. „Liverpool eru
mínir menn,“ segir hann. „Maður er glaður þessar fyrstu umferðir
en heldur sig á mottunni; er á jörðinni. Það er nóg eftir af mótinu og
ég er bara rólegur. Þetta er gaman á meðan er.“ holmfridur@mbl.is
Vagn Leví Sigurðsson er 39 ára í dag
Afmælisbarn Með eiginkonu sinni Elvu Dögg Gunnarsdóttur, en þau
eiga tvö börn saman, Gunnar Leví 7 ára og Unu Ingveldi 4 ára.
Eldar fyrir nær
300 á hverjum degi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Baltasar Breki Ben fæddist
27. janúar kl. 1.01. Hann vó 4.560 g og
var 53 cm langur. Móðir hans er Birg-
itta Ben Þórarinsdóttir.
Nýir borgarar
Neskaupstaður Heiðrún Bára fæddist
28. janúar. Hún var 4.420 g og 54,5
cm löng. Foreldrar hennar eru Ólafur
Diðrik Ólafsson og Þóra Birgit Jó-
hannesdóttir.
S
tella fæddist í Bryggju-
húsinu á Akureyri 8.10.
1923 en ólst upp í Hin-
rikshúsi á Eyrinni, að
mestu leyti hjá föðurfjöl-
skyldu sinni. Hún var í Barnaskóla
Akureyrar og stundaði síðan nám
við Gagnfræðaskólann á Akureyri í
tvo vetur.
Afkomendur orðnir 189 talsins
Ung að árum giftist Stella eigin-
manni sínum, Gunnari Konráðssyni,
og varð brátt húsfreyja á barnmörgu
heimili en börn þeirra hjóna urðu 14
talsins, tíu dætur og fjórir synir.
Einn sonur þeirra lést fimm ára en
hin börnin eru öll á lífi. Fjöldi barna-
barnanna er 52, langömmubörnin
eru 106 og langalangömmubörnin
eru 17 talsins. Stella á því 189 af-
komendur eða fleiri en nokkur annar
núlifandi Íslendingur svo vitað sé.
Stella hafði meira en nóg að gera
þegar börnin voru að komast á legg.
Stella Stefánsdóttir, móðir og formóðir 189 afkomenda – 90 ára
Með börnunum Stella ásamt börnum sínum á Akureyri, á útfarardegi eiginmanns hennar, 2004.
Ríkasti Íslendingurinn
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stella og sonarsonur Gunnar Konráðsson, alnafni afa síns, gerði athyglis-
verða stuttmynd um Stellu, ömmu sína. Hann segist fyrir vikið hafa kynnst
þessari merkiskonu mun betur við gerð myndarinnar.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Plastbox fyrir smávörur
Ta
kt
ik
/
39
31
/
ja
n
13
Pöntunarsími: 535 1300
Allt fyrir vöruhús og lager
Draghálsi 4 - 110 Reykajvík
Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is
Brettatjakkur 2,3 tonn
Plaststrimlahurð Hraðlokun
Kæli- og frystiklefar - Tilbúnir
og eða smíðaðir eftir máli
Hurðar í lagerrýmið
Merkingar á hillukerfi og gólf
Starfsmannaskápar
Brettahillukerfi - stækkanlegt
Smávöruhillur
M7 Milli-hillukerfi
Árekstarvarnir í vöruhús
Staflarar
Vöruvagnar