Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Rússneska kammersveitinMoscow Virtuosi, erstofnuð var 1979 afstjórnanda hennar frá upphafi, Vladimir Spivakov, kom fram í fyrsta sinn á Íslandi á föstu- dag við góða aðsókn þó ekki væri uppselt. Nafnið eitt hlaut að örva væntingar hlustenda, og takmörkuð stærðin – um 20 manns í strengjum (þar af aðeins 2 selló á móti jafn- mörgum kontrabössum) veitti sömuleiðis rík tækifæri til að sýna kammermúsíkalska natni umfram stærri hljómsveitir, eins og heiti Moskvusnillinganna bar með sér. Eftir þjóðsöngva Íslands og Rússlands var fyrst leikin 29. sin- fónía hins bráðþroska Mozarts frá 19. aldursári (1774). Þó að hraðavöl- in væru í sneggra lagi bar túlkunin ekki mikil einkenni upprunastefnu, heldur fór hún nánast bil beggja líkt og St. Martin in-the-Fields í stjórnartíð Marriners. Spila- mennskan var fíngerð og fáguð en vantaði stundum meiri andstæður í tempó og hendingamótun, þótt minnst kæmi það að sök í fíruga Mannheim-„rakettu“skotna fínaln- um. Verst var hvað heyrðist lítið í óbóum neðan úr gólfsætum, enda í hvarfi bak við strengina og hefðu betur setið á upphækkuðum bak- palli. Næstur á skrá var 12. píanókons- ert Mozarts frá 1782, einn af fyrstu konsertum hans í Vín. Einleikarinn var í stuttaralegri tónleikaskrá sagður 13 ára, en 15 í sjónvarps- fréttakynningu RÚV sama kvöld, og hljómaði það sennilegra miðað við bassarödd piltsins. Leikur hans var mjúkur en meitlaður fram í fingurgóma í fyrirmyndargóðu sam- vægi við hljómsveitina og næsta ljóst að þar fór vænlegt efni í al- þjóðlegt píanóljón. Líkt og til að hrista rækilega af sér undangengna fífumýkt bauð Kharitonov síðan sem aukalag upp á kröftugt hrynhamrandi tokkötu, er ég kannaðist ekki við í svipinn þótt bæri auðheyrð rússnesk ein- kenni á við Prokofjev í „frum- stæðum“ ham. Tónlistarstjóri húss- ins tjáði mér hins vegar að stykkið væri eitt af Études-Tableaux Rak- hmaninoffs (þ.e. úr Op. 33 eða 39). Var þar lyklum hvergi linkind sýnd, enda reif frammistaðan salinn á fætur með dúndrandi lófataki. Eftir hlé tók við hin íturfagra kvöldlokka Tsjækovskís frá 1880. Jafnvel þótt hymnakennt inngangs- og lokastefið (Andante) verkaði í stressaðra lagi var margt geysivel spilað og gerzku snillingarnir stóðu því fyllilega undir nafni, m.a. með smellandi samtaka stakkatóum og litríkum andstæðum í mótun, styrk- brigðum og hraða – að ekki sé minnzt á sópandi létta gáskann í lokaþættinum. Hefði það dugað eitt og sér í eft- irminnilega kvöldstund, en aldrei þessu vant bættust síðan við tvö aukalög frá hljómsveitinni. Fyrst 5. ungverski dans Brahms, þar sem skeggskurðarstrokur Chaplins úr „Einræðisherranum“ gerðust háskalega snöggar, en að lokum blóðsjóðandi útfærsla á Libertango Astors Piazzola (1974) við skíðlog- andi standandi undirtektir. Gerzkur gæðagáski Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Mozart: Sinfónía nr. 29 í A K201; Píanó- konsert nr. 12 í A K414. Tsjækovskíj: Se- renaða fyrir strengi í C Op. 48. Daniel Kharitonov píanó; Kammersveitin Mos- cow Virtuosi. Stjórnandi: Vladimir Spivakov. Föstudaginn 4.10. kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Eftirminnilegt Vladimir Spivakov, stofnandi og stjórnandi Moscow Vir- tuosi, og einleikarinn . Daniel Kharitonov. „… var margt geysivel spilað og gerzku snillingarnir stóðu því fyllilega undir nafni,“ skrifar rýnir. Morgunblaðið/Rósa Braga Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Bjöllutímarnir hjà Hilmari eru meirihàttar. Mjög fagmannlegir, skemmtilegir og fjölbreyttir. Bjöllurnar eru nákvæmlega það sem ég var að leita að til að koma mér í frábært form. Veggsport hefur upp á allt að bjóða sem èg þarf. Lárus Ómarsson Ketilbjöllur gætu verið málið fyrir þig Frír prufutími Ketilbjöllutímar þri. og fim. kl. 12.00 og 17.15 lau. kl. 10.00 Styrkir alla vöðva líkamans. Frábært nýtt æfingarform sem þjálfar þol, styrk og liðleika, allt í senn. Mary Poppins (Stóra sviðið) Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Þri 8/10 kl. 20:00 aukas Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Mið 9/10 kl. 20:00 aukas Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik Rautt (Litla sviðið) Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Aðeins þessar sýningar! Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Fös 11/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Sun 13/10 kl. 20:00 2.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren Mary Poppins –★★★★★ – MLÞ, Ftíminn HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Harmsaga – ★★★★★ „Frábær tónlist, leikmyndin, leikstjórnin, leikararnir. Þetta er bara vel heppnað!“ Rúnar Freyr Gíslason - Bylgjan Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 11/10 kl. 19:30 39.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 43.sýn Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Þri 29/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn Fim 17/10 kl. 19:30 41.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 24/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 Aukas. Ekki missa af sýningunni sem allir eru að tala um. Aðeins þessar sýningar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 13/10 kl. 13:00 Frums. Sun 27/10 kl. 16:00 6.sýn Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 3/11 kl. 13:00 7.sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn Sun 20/10 kl. 13:00 3.sýn Sun 3/11 kl. 16:00 8.sýn Sun 1/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 20/10 kl. 16:00 4.sýn Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn Sun 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 27/10 kl. 13:00 5.sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm. Pollock? (Kassinn) Mið 30/10 kl. 19:30 Frums. Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 24/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 3/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Þrælfyndið leikrit byggt á sannsögulegum atburðum. Harmsaga (Kassinn) Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 27/10 kl. 19:30 Sun 13/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 20/10 kl. 19:30 Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma Aladdín (Brúðuloftið) Lau 12/10 kl. 13:30 2.sýn Lau 26/10 kl. 13:30 6.sýn Lau 9/11 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 16:30 3.sýn Lau 26/10 kl. 16:30 7.sýn Lau 9/11 kl. 16:30 Lau 19/10 kl. 13:30 4.sýn Lau 2/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 13:30 Lau 19/10 kl. 16:30 5.sýn Lau 2/11 kl. 16:30 Lau 16/11 kl. 16:30 Brúðusýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 12/10 kl. 13:30 97. sýn Lau 19/10 kl. 13:30 99. sýn Lau 26/10 kl. 13:30 101. sýn Lau 12/10 kl. 15:00 98. sýn Lau 19/10 kl. 15:00 100. sýn Lau 26/10 kl. 15:00 102. sýn Karíus og Baktus mæta aftur í október! Menn - skemmtikvöld (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 11/10 kl. 20:00 Fös 18/10 kl. 20:00 Lau 12/10 kl. 20:00 Lau 19/10 kl. 20:00 leikhusid.is ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.