Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Bíólistinn 4.-6. október 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Prisoners Turbo Despicable Me 2 (Aulinn ég 2) Hross í oss Don Jon Runner Runner About Time The Butler Riddick Planes Ný Ný 1 5 2 3 Ný 6 4 7 1 1 4 6 2 2 1 3 3 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kvikmyndin Prisoners, eða Fangar, er sú sem mestum miðasölutekjum skilaði af þeim sem sýndar voru í kvikmyndahúsum landsins um helgina. Myndin var frumsýnd fyrir helgi líkt og sú næsttekjuhæsta, teiknimyndin Túrbó. Á eftir henni kemur önnur teiknimynd, Aulinn ég 2 og síðan hin íslenska Hross í oss sem leikstjórinn Benedikt Erlings- son hlaut verðlaun fyrir sem besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíð- inni í San Sebastian, 28. september síðastliðinn. Hross í oss hækkar um eitt sæti á lista og hefur aðsókn að henni því aukist milli vikna. Bíóaðsókn helgarinnar Fjölmennt á Fanga Fangar Úr kvikmyndinni Prisoners sem var vel sótt um helgina. Nakin Lulu, í leikstjórnhinnar frönsk-íslenskuSólveigar Anspach, seg-ir frá móðurinni Lulu (Karin Viard) sem ákveður í gráma hversdagsleikans að láta sig hverfa á braut nýrra ævintýra án þess að láta kóng né prest vita. Í ferðalagi sínu kynnist hún meðal annars hin- um dularfulla Charles (Bouli Lan- ners) og einsetukonunni Mörthu (Claude Gensac). Myndinni er vel leikstýrt og flæði hennar tónar við jarðbundinn sögu- þráðinn. Myndatakan er til fyrir- myndar sem og klippingin og fag- mannlega staðið að öllum frágangi og smáatriðum. Þeir leikarar sem fóru með aðalhlutverkin í myndinni stóðu sig einnig vel. Karin Viard, sem margir ættu að kannast við úr Delicatessen, var sannfærandi í leik sínum sem og hinn belgíski Bouli Lanners. Claude Gensac, sem kom- in er á níræðisaldurinn, var auk þess virkilega lífleg og góð. Persónur myndarinnar eru þó mis-sannfærandi og má þar nefna bræður Charles. Þeir áttu einna helst að halda uppi kómísku hlið kvikmyndarinnar en voru því miður ekkert sérlega fyndnir. Hlutverk þeirra í myndinni er að sama skapi fremur óljóst og tilkoma þeirra heldur langsótt. Sú tilfinning lét á sér kræla að þeim hefði verið troðið inn í söguna til að koma fyrir létt- leikandi köflum á milli þyngri kafla en útkoman er heldur ómarkviss. Sviðsmyndin er falleg og vel nýtt og kaldar strendur Frakklands sjaldan litið betur út. Eins og oft vill gerast með smærri kvikmyndir þá þurftu aðstandendur myndar- innar að standa í fjárhagskröggum. Myndin var því skotin á aðeins þrjátíu dögum og í raun ótrúlegt hversu vel tókst til. Kvikmyndin sit- ur ekkert sérstaklega í sálinni að loknu áhorfi en áhorfið er einkar ljúft og afþreyingargildi myndar- innar því mikið. Í Frakklandi Stilla úr Nakinni Lulu. Kvikmyndin var tekin á aðeins 30 dög- um og í raun ótrúlegt hversu vel tókst til, að mati gagnrýnanda. Hversdagsleg ævintýri RIFF - Háskólabíó Nakin Lulu/Lulu la femme nue bbbmn Leikstjórn: Sólveig Anspach. Aðal- hlutverk: Karin Viard, Bouli Lanners og Claude Gensac. 100 mín. Frakkland, 2013. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Starwalker, indie-poppdúó þeirra Barða Jóhannssonar og Jean-Benoît Dunckel úr franska tvíeykinu Air, frumsýndi á fimmtudaginn sl. sitt fyrsta myndband á vefnum MTV IGGY, við lagið „Bad Weather“. Lagið er það fyrsta sem Starwalker gefur út á smáskífu og er fjögurra laga plata væntanleg með dúettinum í febrúar. Myndbandið var tekið upp í fyrrasumar við Námaskarð og leik- stýrðu því Sævar Guðmundsson og Janeen Lund. Keren Ann, sam- starfskona Barða til 13 ára, syngur bakraddir í laginu og kemur einnig við sögu í öðru lagi Starwalker. „Við hittumst í maí í fyrra til að gera músík,“ segir Barði, spurður að því hvernig samstarf þeirra Dunckel hafi komið til. „Við eigum sameig- inlega vinkonu í París sem er ljós- myndari og hún stakk upp á því að það væri ekkert vitlaust fyrir okkur að hittast, var búin að ræða þetta við mig lengi og hann örugglega líka.“ – Hvernig tónlist hefur orðið til úr þessu samstarfi, geturðu lýst henni? „Það segja allir sem hlusta á þetta að þetta sé mikil blanda af hljóm- sveitunum sem við erum báðir í, Bang Gang og Air. Að þetta sé mjög góð blanda með nýju elementi, að þetta hljómi rétt,“ segir Barði. Hvað myndbandið varðar segir Barði að þeir hafi verið vel tím- anlega í því að gera það. Þeir hafi ekki verið að vinna út frá neinni sér- stakri áætlun, séu meira eins og strákar sem byrji að leika sér saman og allt í einu sé komin hljómsveit. Aðdáendur þeirra Barða og Dunc- kels geta hlakkað til næsta árs því þeir stefna að því að halda tónleika hér á landi og þá fyrri hluta árs. Plata með Bang Gang Spurður út í önnur verkefni segist Barði vera nýbúinn að klára tónlist við franska kvikmynd, L’epreuve d’une vie og að vinna í Bang Gang plötu. „Ég er búinn að vera að vinna í henni svona öðru hvoru og núna loksins er ég farinn að sjá að allt sé komið heim og saman. Þannig að nú fer ég að sanka saman því sem ég vil halda á plötunni og klára,“ segir Barði. Platan komi að öllum lík- indum út snemma á næsta ári. Stjörnugengill Barði Jóhannsson og Jean-Benoît Dunckel skipa dúettinn Starwalker. „Góð blanda með nýju elementi“  Tónheimar Bang Gang og Air renna saman í Starwalker Vonskuveður Fyrsta smáskífa Starwalker, Bad Weather. Silkimjúkir fætur Loksins fáanlegt aftur! Þökkum frábærar viðtökur Fæst í apótekum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.