Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Landhelgisgæslan minntist þess í gær að þá
voru 30 ár liðin frá því að Rán, TF-RAN,
björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, fórst
um 1,5 sjómílur norður af Höfðaströnd í Jök-
ulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983. Þyrlan
fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu
Óðni. Í áhöfn hennar voru þeir Björn Jónsson
flugstjóri, Þórhallur Karlsson flugstjóri, Sig-
urjón Ingi Sigurjónsson stýrimaður og Bjarni
Jóhannesson flugvirki. Þeir fórust allir.
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
flaug í gærmorgun yfir slysstaðinn. Georg
Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, kastaði út blómsveig til minningar um
mennina sem fórust þar með þyrlunni.
Björgunarþyrlan Rán var keypt árið 1976.
Hún var af gerðinni Sikorsky S 76 og fékk
kallnúmerið TF-RAN. Hún var sérhönnuð til
leitar-, björgunar-, gæslu- og eftirlitsstarfa.
gudni@mbl.is
Minntust áhafnar Ránar sem fórst fyrir 30 árum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Minning Afkomendur og aðrir aðstandendur áhafnarinnar sem fórst með þyrlunni Rán fyrir 30
árum mættu til minningarathafnar í flugskýli Landhelgisgæslunnar í gær.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
TF-SIF Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, varpaði í gær blómsveig úr flugvél
Landhelgisgæslunnar yfir Jökulfjörðum þar sem þyrlan fórst og með henni fjórir menn.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Vegna reglugerðar sem nýlega var
innleidd frá Evrópusambandinu hef-
ur verið þrengt verulega að innflutn-
ingi bíla frá Bandaríkjunum til Ís-
lands. Reglugerðin snýr að öryggis-
og umhverfisstöðlum sem eru annars
konar á Evrópumarkaði en í Banda-
ríkjunum. Reglurnar voru samþykkt-
ar innan ESB árið 2007. Að sögn Þór-
hildar Elínar Elínardóttur, upplýs-
ingafulltrúa hjá Samgöngustofu, voru
reglurnar hins vegar ekki innleiddar
hér á landi fyrr en í apríl á þessu ári.
Þórhildur segir að margir bandarísk-
ir bílar séu framleiddir með Evrópu-
markað í huga og því hafi reglugerðin
ekki áhrif á alla bandaríska bíla. „Ef
einhver ætlaði að flytja inn bíl frá
Bandaríkjunum þarf sá hinn sami að
láta fylgja gögn frá framleiðanda eða
staðfestingu frá viðurkenndri tækni-
þjónustu. Slík tækniþjónusta er að
vísu ekki í boði hér á landi, en um-
rædd vottorð gætu haft aukinn kostn-
að í för með sér fyrir innflytjendur,“
segir Þórhildur.
Reglugerðin hefur í för með sér
aukinn kostnað fyrir einstaklinga sem
vilja flytja bandaríska bíla til landsins.
Jafnframt hefur bílaumboðið Brim-
borg, sem flytur meðal annars inn
Ford-bíla, þurft að taka nokkrar und-
irtegundir bílmerkisins úr sölu vegna
hennar að sögn Egils Jóhannssonar,
forstjóra fyrirtækisins. „Við þurfum
að útvega vottorð með tilteknum upp-
lýsingum fyrir þá bíla sem uppfylltu
skilyrðin. Við fengum þær upplýsing-
ar að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA,
hefði gengið eftir því að EES-ríkin
staðfestu reglugerðina,“ segir Egill.
Hann segir að tekist hafi að útvega
vottorð fyrir Ford Explorer, en ennþá
hafi ekki tekist að fá slíkt fyrir aðrar
gerðir Ford-bíla. Fyrirtækið þurfi að
borga „slatta“ fyrir hvern Explorer-
bíl sem fluttur er inn í landið, án þess
að vilja tilgreina hversu há sú upphæð
er.
Reglur hamla innflutningi
Erfitt að flytja inn bandaríska bíla Reglugerð þrengir að innflutningi Brim-
borg hætt að flytja inn nokkrar gerðir Ford-bíla Öryggis- og umhverfisstaðlar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pallbíll Ford 250-pallbíll er meðal þeirra bíla sem ekki eru lengur fluttir inn
frá Bandaríkjunum. Engir pallbílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórn Samtaka verslunar og þjón-
ustu (SVÞ) telur ekki annað að gera
en að láta reyna á bann við innflutn-
ingi á ófrosnu hráu kjöti, ef stjórn-
völd bregðast ekki við áminningar-
bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) með því að laga lög hér að
reglum Evrópska efnahagssvæðis-
ins.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, rifjar upp að
ákvæði matvælalaganna hafi verið
umdeild. „Þegar aðdragandi laga-
setningarinnar er skoðaður, og þau
vísindalegu álit sem stjórnvöld köll-
uðu eftir og fengu og styðja eindreg-
ið það álit sem nú liggur fyrir frá
ESA og áminningarbréf stofnunar-
innar byggir á, hljóta það að vera
eðlileg viðbrögð
stjórnvalda að
hefjast handa við
að laga löggjöfina
svo hún samrým-
ist Evrópu-
reglum,“ segir
Andrés og bætir
við: „Verði það
ekki niðurstaðan
hljótum við að
hefjast handa við að láta reyna á lög-
in fyrir íslenskum dómstólum.“
Flýtimeðferð hugsanleg
Andrés segist ekki geta sagt ná-
kvæmlega hvernig látið verði reyna
á lögin. Áður hefur komið fram að til
greina kæmi að félagsmaður myndi
reyna að flytja inn ófrosið kjöt og
SVÞ myndi síðan koma að málshöfð-
un gegn stjórnvöldum ef kjötið feng-
ist ekki tollafgreitt. „Við munum
hraða málsmeðferðinni eins og hægt
er. Ekki er útlilokað að samþykkt
verði að það fái flýtimeðferð fyrir
dómstólum því það varðar fram-
kvæmd stjórnvalda á alþjóðlegum
skuldbindingum,“ segir Andrés.
Unnið að áhættumati
Áminning Eftirlitsstofnunar
EFTA er undanfari þess að stofn-
unin vísi málinu til EFTA-dómstóls-
ins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að
svara bréfinu.
Nú er unnið að mati á áhættu þess
fyrir heilsu manna og dýra hér á
landi að heimila innflutning á hráu,
ófrosnu kjöti og er niðurstaða þess
væntanleg á fyrrihluta næsta árs.
Stephen Cobb, sem rekur ráðgjaf-
arfyrirtæki á Nýja-Sjálandi, var ráð-
inn til verksins.
Látið reyna á bannið
SVÞ vonast til að stjórnvöld lagi matvælalöggjöf að
Evrópureglum svo hægt verði að flytja inn ófrosið kjöt
Andrés Magnússon
Ráðherrahópur
um kjaramál
hélt fund í gær.
Þar voru ræddir
ýmsir fletir á
komandi kjara-
viðræðum á
vinnumarkaði og
ýmsar hug-
myndir sem ráð-
herrarnir ætla
að kynna fyrir
hagsmunaaðilum, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Reiknað er með að ráðherrarnir
hitti fulltrúa hagsmunaaðila á
fundi, líklega þegar um þessa
helgi.
Í fyrradag gekk samninganefnd
ASÍ á fund ráðherra til að kanna
vilja stjórnvalda til að grípa til að-
gerða sem liðkað geti fyrir gerð
kjarasamninga. ASÍ vildi m.a. að
meira fé yrði varið til heilbrigð-
ismála í fjárlögum. gudni@mbl.is
Hugmynd-
ir ræddar
Fundur ASÍ hitti
ráðherra að máli.
Ný Polarolía
Nýtt útlit-meiri virkni
Selolía, einstök olía
Meiri virkni
fall Omega 3
fitusýrur
nir mælir með
lolíu, en þinn?
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Selolían fæst í:
Þín verslun Seljabraut,
úsum, Fjarðarkaupum,
ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999
Nýtt!
D-vítamínbætt
t hlut
n læk
Se
pótekum,
heilsuh
Fiskbúðinni Trönuhrau
Hát
Min
a