Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landhelgisgæslan minntist þess í gær að þá voru 30 ár liðin frá því að Rán, TF-RAN, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, fórst um 1,5 sjómílur norður af Höfðaströnd í Jök- ulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983. Þyrlan fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu Óðni. Í áhöfn hennar voru þeir Björn Jónsson flugstjóri, Þórhallur Karlsson flugstjóri, Sig- urjón Ingi Sigurjónsson stýrimaður og Bjarni Jóhannesson flugvirki. Þeir fórust allir. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flaug í gærmorgun yfir slysstaðinn. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, kastaði út blómsveig til minningar um mennina sem fórust þar með þyrlunni. Björgunarþyrlan Rán var keypt árið 1976. Hún var af gerðinni Sikorsky S 76 og fékk kallnúmerið TF-RAN. Hún var sérhönnuð til leitar-, björgunar-, gæslu- og eftirlitsstarfa. gudni@mbl.is Minntust áhafnar Ránar sem fórst fyrir 30 árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Minning Afkomendur og aðrir aðstandendur áhafnarinnar sem fórst með þyrlunni Rán fyrir 30 árum mættu til minningarathafnar í flugskýli Landhelgisgæslunnar í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan TF-SIF Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, varpaði í gær blómsveig úr flugvél Landhelgisgæslunnar yfir Jökulfjörðum þar sem þyrlan fórst og með henni fjórir menn. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vegna reglugerðar sem nýlega var innleidd frá Evrópusambandinu hef- ur verið þrengt verulega að innflutn- ingi bíla frá Bandaríkjunum til Ís- lands. Reglugerðin snýr að öryggis- og umhverfisstöðlum sem eru annars konar á Evrópumarkaði en í Banda- ríkjunum. Reglurnar voru samþykkt- ar innan ESB árið 2007. Að sögn Þór- hildar Elínar Elínardóttur, upplýs- ingafulltrúa hjá Samgöngustofu, voru reglurnar hins vegar ekki innleiddar hér á landi fyrr en í apríl á þessu ári. Þórhildur segir að margir bandarísk- ir bílar séu framleiddir með Evrópu- markað í huga og því hafi reglugerðin ekki áhrif á alla bandaríska bíla. „Ef einhver ætlaði að flytja inn bíl frá Bandaríkjunum þarf sá hinn sami að láta fylgja gögn frá framleiðanda eða staðfestingu frá viðurkenndri tækni- þjónustu. Slík tækniþjónusta er að vísu ekki í boði hér á landi, en um- rædd vottorð gætu haft aukinn kostn- að í för með sér fyrir innflytjendur,“ segir Þórhildur. Reglugerðin hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir einstaklinga sem vilja flytja bandaríska bíla til landsins. Jafnframt hefur bílaumboðið Brim- borg, sem flytur meðal annars inn Ford-bíla, þurft að taka nokkrar und- irtegundir bílmerkisins úr sölu vegna hennar að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra fyrirtækisins. „Við þurfum að útvega vottorð með tilteknum upp- lýsingum fyrir þá bíla sem uppfylltu skilyrðin. Við fengum þær upplýsing- ar að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði gengið eftir því að EES-ríkin staðfestu reglugerðina,“ segir Egill. Hann segir að tekist hafi að útvega vottorð fyrir Ford Explorer, en ennþá hafi ekki tekist að fá slíkt fyrir aðrar gerðir Ford-bíla. Fyrirtækið þurfi að borga „slatta“ fyrir hvern Explorer- bíl sem fluttur er inn í landið, án þess að vilja tilgreina hversu há sú upphæð er. Reglur hamla innflutningi  Erfitt að flytja inn bandaríska bíla Reglugerð þrengir að innflutningi  Brim- borg hætt að flytja inn nokkrar gerðir Ford-bíla  Öryggis- og umhverfisstaðlar Morgunblaðið/Árni Sæberg Pallbíll Ford 250-pallbíll er meðal þeirra bíla sem ekki eru lengur fluttir inn frá Bandaríkjunum. Engir pallbílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ) telur ekki annað að gera en að láta reyna á bann við innflutn- ingi á ófrosnu hráu kjöti, ef stjórn- völd bregðast ekki við áminningar- bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með því að laga lög hér að reglum Evrópska efnahagssvæðis- ins. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, rifjar upp að ákvæði matvælalaganna hafi verið umdeild. „Þegar aðdragandi laga- setningarinnar er skoðaður, og þau vísindalegu álit sem stjórnvöld köll- uðu eftir og fengu og styðja eindreg- ið það álit sem nú liggur fyrir frá ESA og áminningarbréf stofnunar- innar byggir á, hljóta það að vera eðlileg viðbrögð stjórnvalda að hefjast handa við að laga löggjöfina svo hún samrým- ist Evrópu- reglum,“ segir Andrés og bætir við: „Verði það ekki niðurstaðan hljótum við að hefjast handa við að láta reyna á lög- in fyrir íslenskum dómstólum.“ Flýtimeðferð hugsanleg Andrés segist ekki geta sagt ná- kvæmlega hvernig látið verði reyna á lögin. Áður hefur komið fram að til greina kæmi að félagsmaður myndi reyna að flytja inn ófrosið kjöt og SVÞ myndi síðan koma að málshöfð- un gegn stjórnvöldum ef kjötið feng- ist ekki tollafgreitt. „Við munum hraða málsmeðferðinni eins og hægt er. Ekki er útlilokað að samþykkt verði að það fái flýtimeðferð fyrir dómstólum því það varðar fram- kvæmd stjórnvalda á alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir Andrés. Unnið að áhættumati Áminning Eftirlitsstofnunar EFTA er undanfari þess að stofn- unin vísi málinu til EFTA-dómstóls- ins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara bréfinu. Nú er unnið að mati á áhættu þess fyrir heilsu manna og dýra hér á landi að heimila innflutning á hráu, ófrosnu kjöti og er niðurstaða þess væntanleg á fyrrihluta næsta árs. Stephen Cobb, sem rekur ráðgjaf- arfyrirtæki á Nýja-Sjálandi, var ráð- inn til verksins. Látið reyna á bannið  SVÞ vonast til að stjórnvöld lagi matvælalöggjöf að Evrópureglum svo hægt verði að flytja inn ófrosið kjöt Andrés Magnússon Ráðherrahópur um kjaramál hélt fund í gær. Þar voru ræddir ýmsir fletir á komandi kjara- viðræðum á vinnumarkaði og ýmsar hug- myndir sem ráð- herrarnir ætla að kynna fyrir hagsmunaaðilum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Reiknað er með að ráðherrarnir hitti fulltrúa hagsmunaaðila á fundi, líklega þegar um þessa helgi. Í fyrradag gekk samninganefnd ASÍ á fund ráðherra til að kanna vilja stjórnvalda til að grípa til að- gerða sem liðkað geti fyrir gerð kjarasamninga. ASÍ vildi m.a. að meira fé yrði varið til heilbrigð- ismála í fjárlögum. gudni@mbl.is Hugmynd- ir ræddar Fundur ASÍ hitti ráðherra að máli. Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.