Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 30

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óttast var að mikið tjón hefði orðið af völdum ofurfellibylsins Haiyan sem gekk yfir miðhluta Filippseyja í gær. Fyrstu mælingar bentu til þess að þetta væri fjórði öflugasti fellibyl- ur sögunnar og sá öflugasti sem farið hefði yfir land, að sögn bandarískra veðurfræðinga. Ekki var vitað í gærkvöldi hversu mikið manntjón varð í náttúruham- förunum og talið var að það tæki nokkra daga að afla upplýsinga um tjónið á afskekktum stöðum. Milljónir manna þurftu að flýja heimkynni sín vegna óveðursins í tuttugu héruðum. Yfirvöld á Filipps- eyjum höfðu varað við því að meira en tólf milljónir manna gætu verið í hættu. Talsmenn nokkurra hjálparsam- taka á Filippseyjum vöruðu við því að manntjónið gæti reynst mikið, þeirra á meðal Anna Lindenfors, framkvæmdastjóri Barnaheilla (Save the Children) á Filippseyjum. „Við óttumst að eyðileggingin af völdum fellibylsins Haiyan verði mikil og því miður óttumst við að margir láti lífið,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Linden- fors. Góðs viti að úrhellið var ekki mjög mikið Í gærkvöldi var vitað um þrjá sem létu lífið en talið var líklegt að fleiri hefðu farist. Talsmaður almanna- varnastofnunar Filippseyja, Reyn- aldo Balido, kvaðst þó vera vongóður um að fellibylurinn myndi ekki valda eins miklu manntjóni og margir aðr- ir skæðir fellibyljir í sögu Filipps- eyja, t.a.m. fellibylur sem kostaði um 1.900 manns lífið í desember í fyrra. Balido sagði að viðbúnaðurinn síð- ustu tvo daga vegna óveðursins hefði verið miklu meiri en fyrir fellibylinn í desember þegar margir íbúanna voru óviðbúnir náttúruhamförunum. „Fólk hefur lært sína lexíu,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Balido. Fellibylnum í gær fylgdi ekki eins mikið úrhelli og óttast var og það þótti minnka líkurnar á því að marg- ir hefðu látið lífið í náttúruhamför- unum. Þegar fellibyljir valda miklu manntjóni á Filippseyjum verða yfir- leitt flest dauðsfallanna vegna úr- hellis og flóða sem fylgja lægðunum. Rafmagnslaust varð og símasam- band rofnaði víða á hamfarasvæðun- um. „Ég var skelfingu lostin. Vindurinn var svo sterkur og hávað- inn í honum svo mikill, hann var eins og öskrandi kona. Ég sá tré falla nið- ur,“ hafði AFP eftir konu í borginni Catbalogan á eyjunni Samar. Fellibylurinn fór ekki yfir höfuð- borgina Manila, sem er um 600 kíló- metra norðvestan við Samar. Auk Samar gekk bylurinn yfir eyjarnar Leyte og Panay og nyrsta hluta Cebu, meðal annars Cebu-borg, næststærstu borg landsins, með 2,5 milljónir íbúa. Fellbylurinn fór frá Filippseyjum í gærkvöldi, var yfir Suður-Kínahafi og stefndi í áttina að Víetnam og La- os. Ofurfellibylur olli usla  Milljónir manna flúðu heimkynni sín á Filippseyjum vegna eins öflugasta fellibyls sögunnar  Yfirvöld á eyjunum vona að mikill viðbúnaður fyrir hamfarirnar hafi fyrirbyggt mikið manntjón AFP Ólgusjór Íbúi (t.h.) Legazpi á Filippseyjum á strönd þegar fellibylur gekk yfir borgina í gær. Hermt var að sést hefðu allt að fimmtán metra háar öldur við strendur á hamfarasvæðunum. Yfirvöld sögðu að vegir hefðu lokast vegna trjáa sem rifnuðu upp með rótum og það hefði torveldað björgunarstörf. 20 km Fellibylurinn Haiyan Heimild: Pagasa/Sjóher Bandaríkjanna/HKO Tacloban Cebu- borg Guiuan Bogo Cardiz Iloilo Roxas Ormoc Butuan SAMAR MASBATE LEYTE BOHOL MINDANAO CEBU NEGROS PANAY Meðalvindhraði í gærmorgun: 88 m/s Í hviðum: 105 m/s Gekk yfir miðhluta Filippseyja í gær FILIPPSEYJAR MANILA Á hverju ári ganga um það bil tuttugu fellibyljir eða hitabeltis- stormar yfir Filippseyjar sem eru tólfta fjölmennasta land í heim- inum, með nær 99 milljónir íbúa. Filippseyjar eru fimmta stærsta eyríki heims og samanstanda af alls 7.107 eyjum. Á ári hverju deyja hundruð og stundum jafnvel þúsundir manna af völdum hitabeltisstorma eða fellibylja á eyjunum. Hitabeltis- lægðirnar myndast yfir heitum sjó í Kyrrahafi, nálægt miðbaug, og Filippseyjar eru oft fyrsta landið sem verður fyrir þeim áður en vindhraðinn fer að minnka aft- ur. Fimmti fellibylurinn í ár Margir vísindamenn óttast að loftslagsbreytingar í heiminum geti orðið til þess að skæðum fellibyljum fjölgi en aðrir segja að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það. Með óveðrinu í gær hafa alls 24 fellibyljir og hitabeltis- stormar gengið yfir Filippseyjar, fleiri en á meðalári. Aðeins fimm þeirra voru skilgreindir sem felli- byljir og það þykir tiltölulega lág tala, einkum miðað við árið 1993 þegar fellibyljirnir voru flestir, eða alls nítján. Að meðaltali eru fellibyljirnir átta eða níu á ári. Mannskæðasta óveðrið á Filipps- eyjum varð 15. nóvember 1991 þegar hitabeltisstormurinn Thelma olli aftakaflóðum í borg- inni Ormoc á Leyte-eyju. Yfir 5.100 manns létu þá lífið. Talið er að um 1.900 manns hafi farist af völdum fellibylsins Bopha sem gekk yfir Mindanao- eyju 3. desember í fyrra. Slík óveður eru tiltölulega sjaldgæf á Mindanao og talið er að mann- tjónið hafi verið svona mikið vegna þess að íbúarnir voru óvið- búnir hamförunum. Valda hundruðum dauðsfalla UM TUTTUGU FELLIBYLJIR OG HITABELTISSTORMAR Á ÁRI Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum? Weleda Birkisafinn hjálpar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.