Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óttast var að mikið tjón hefði orðið af völdum ofurfellibylsins Haiyan sem gekk yfir miðhluta Filippseyja í gær. Fyrstu mælingar bentu til þess að þetta væri fjórði öflugasti fellibyl- ur sögunnar og sá öflugasti sem farið hefði yfir land, að sögn bandarískra veðurfræðinga. Ekki var vitað í gærkvöldi hversu mikið manntjón varð í náttúruham- förunum og talið var að það tæki nokkra daga að afla upplýsinga um tjónið á afskekktum stöðum. Milljónir manna þurftu að flýja heimkynni sín vegna óveðursins í tuttugu héruðum. Yfirvöld á Filipps- eyjum höfðu varað við því að meira en tólf milljónir manna gætu verið í hættu. Talsmenn nokkurra hjálparsam- taka á Filippseyjum vöruðu við því að manntjónið gæti reynst mikið, þeirra á meðal Anna Lindenfors, framkvæmdastjóri Barnaheilla (Save the Children) á Filippseyjum. „Við óttumst að eyðileggingin af völdum fellibylsins Haiyan verði mikil og því miður óttumst við að margir láti lífið,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Linden- fors. Góðs viti að úrhellið var ekki mjög mikið Í gærkvöldi var vitað um þrjá sem létu lífið en talið var líklegt að fleiri hefðu farist. Talsmaður almanna- varnastofnunar Filippseyja, Reyn- aldo Balido, kvaðst þó vera vongóður um að fellibylurinn myndi ekki valda eins miklu manntjóni og margir aðr- ir skæðir fellibyljir í sögu Filipps- eyja, t.a.m. fellibylur sem kostaði um 1.900 manns lífið í desember í fyrra. Balido sagði að viðbúnaðurinn síð- ustu tvo daga vegna óveðursins hefði verið miklu meiri en fyrir fellibylinn í desember þegar margir íbúanna voru óviðbúnir náttúruhamförunum. „Fólk hefur lært sína lexíu,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Balido. Fellibylnum í gær fylgdi ekki eins mikið úrhelli og óttast var og það þótti minnka líkurnar á því að marg- ir hefðu látið lífið í náttúruhamför- unum. Þegar fellibyljir valda miklu manntjóni á Filippseyjum verða yfir- leitt flest dauðsfallanna vegna úr- hellis og flóða sem fylgja lægðunum. Rafmagnslaust varð og símasam- band rofnaði víða á hamfarasvæðun- um. „Ég var skelfingu lostin. Vindurinn var svo sterkur og hávað- inn í honum svo mikill, hann var eins og öskrandi kona. Ég sá tré falla nið- ur,“ hafði AFP eftir konu í borginni Catbalogan á eyjunni Samar. Fellibylurinn fór ekki yfir höfuð- borgina Manila, sem er um 600 kíló- metra norðvestan við Samar. Auk Samar gekk bylurinn yfir eyjarnar Leyte og Panay og nyrsta hluta Cebu, meðal annars Cebu-borg, næststærstu borg landsins, með 2,5 milljónir íbúa. Fellbylurinn fór frá Filippseyjum í gærkvöldi, var yfir Suður-Kínahafi og stefndi í áttina að Víetnam og La- os. Ofurfellibylur olli usla  Milljónir manna flúðu heimkynni sín á Filippseyjum vegna eins öflugasta fellibyls sögunnar  Yfirvöld á eyjunum vona að mikill viðbúnaður fyrir hamfarirnar hafi fyrirbyggt mikið manntjón AFP Ólgusjór Íbúi (t.h.) Legazpi á Filippseyjum á strönd þegar fellibylur gekk yfir borgina í gær. Hermt var að sést hefðu allt að fimmtán metra háar öldur við strendur á hamfarasvæðunum. Yfirvöld sögðu að vegir hefðu lokast vegna trjáa sem rifnuðu upp með rótum og það hefði torveldað björgunarstörf. 20 km Fellibylurinn Haiyan Heimild: Pagasa/Sjóher Bandaríkjanna/HKO Tacloban Cebu- borg Guiuan Bogo Cardiz Iloilo Roxas Ormoc Butuan SAMAR MASBATE LEYTE BOHOL MINDANAO CEBU NEGROS PANAY Meðalvindhraði í gærmorgun: 88 m/s Í hviðum: 105 m/s Gekk yfir miðhluta Filippseyja í gær FILIPPSEYJAR MANILA Á hverju ári ganga um það bil tuttugu fellibyljir eða hitabeltis- stormar yfir Filippseyjar sem eru tólfta fjölmennasta land í heim- inum, með nær 99 milljónir íbúa. Filippseyjar eru fimmta stærsta eyríki heims og samanstanda af alls 7.107 eyjum. Á ári hverju deyja hundruð og stundum jafnvel þúsundir manna af völdum hitabeltisstorma eða fellibylja á eyjunum. Hitabeltis- lægðirnar myndast yfir heitum sjó í Kyrrahafi, nálægt miðbaug, og Filippseyjar eru oft fyrsta landið sem verður fyrir þeim áður en vindhraðinn fer að minnka aft- ur. Fimmti fellibylurinn í ár Margir vísindamenn óttast að loftslagsbreytingar í heiminum geti orðið til þess að skæðum fellibyljum fjölgi en aðrir segja að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það. Með óveðrinu í gær hafa alls 24 fellibyljir og hitabeltis- stormar gengið yfir Filippseyjar, fleiri en á meðalári. Aðeins fimm þeirra voru skilgreindir sem felli- byljir og það þykir tiltölulega lág tala, einkum miðað við árið 1993 þegar fellibyljirnir voru flestir, eða alls nítján. Að meðaltali eru fellibyljirnir átta eða níu á ári. Mannskæðasta óveðrið á Filipps- eyjum varð 15. nóvember 1991 þegar hitabeltisstormurinn Thelma olli aftakaflóðum í borg- inni Ormoc á Leyte-eyju. Yfir 5.100 manns létu þá lífið. Talið er að um 1.900 manns hafi farist af völdum fellibylsins Bopha sem gekk yfir Mindanao- eyju 3. desember í fyrra. Slík óveður eru tiltölulega sjaldgæf á Mindanao og talið er að mann- tjónið hafi verið svona mikið vegna þess að íbúarnir voru óvið- búnir hamförunum. Valda hundruðum dauðsfalla UM TUTTUGU FELLIBYLJIR OG HITABELTISSTORMAR Á ÁRI Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum? Weleda Birkisafinn hjálpar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.