Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.12.13 - 08.12.13 1 2SkuggasundArnaldur Indriðason LygiYrsa Sigurðardóttir 5 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 6 7 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 8 10 Guðni léttur í lundGuðni Ágústsson9 Árleysi aldaBjarki Karlsson 4 Fiskarni hafa enga fæturJón Kalman Stefánson3 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson Tímakistan Andri Snær Magnason Amma glæpon David Williams Glæsilegur þýskur náttfatnaður Bláu húsin v/Faxafen - Suðurlandsbraut 50 - Sími 553 7355 - www.selena.is Opið alla daga til jóla - Póstsendum ❄ ❄ ❄ ❆ ❆ Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Mjúkur jólapakki! Peysur kr. 9.900.- Str. S-XXL EyrnalokkagötSigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég var beðinn um að hjálpa til en veit annars ekki hvert framhaldið verður,“ segir Helgi Pétursson en síðustu daga hefur hann verið þulur á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, lesið tilkynn- ingar og kynnt dagskrárliði og tón- list. Helgi fór í þetta hlutverk um mánaðamótin þegar fjölda starfs- manna í Efstaleiti var sagt upp störf- um. Helgi Pétursson, sem er þjóðinni þekktur sem fjölmiðlamaður og úr Ríó Tríó, er hagvanur hjá RÚV. Var fréttamaður í eina tíð, hefur annast ýmsa þætti, verið með pistla og fleira. „Samkvæmt planinu verð ég líka á vakt bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. Það er góð tilfinning,“ sagði Helgi við Morgunblaðið í gær. Þulum RÚV, öðrum en Sigvalda Júlíussyni, var sagt upp störfum á dögunum. Sigvaldi er í leyfi þessa dagana og Atli Freyr Steinþórsson er að vinna út uppsagnarfrest sinn. „Þetta er millibilsástand og við feng- um Helga til að hlaupa í skarðið. En við þurfum að skoða þulamálin. Það er hluti af uppstokkuninni hér og nýrri dagskrá sem við erum að móta og fer í loftið eftir áramót. Svo reikna ég líka með að við fáum þekktar radd- ir, gamalkunna þuli, með okkur í lest- ur jólakveðja á Þorláksmessu,“ sagði Magnús R. Einarsson, sem starfar við dagskrárstjórn hjá RÚV. Helgi P. hleypur í skarðið á RÚV  Störf útvarpsþula eru í skoðun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þulur Helgi Pétursson þylur nú upp tilkynningar og dagskrá RÚV. Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi hefur gert samning við Bókaútgáfuna Veröld um gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggð verður á glæpasögum Yrsu Sig- urðardóttur. Sigurjón hefur ráðið dönsku kvikmyndagerðarkonuna Kathrine Windfeld til að leikstýra þáttunum en hún hefur m.a. leik- stýrt þáttum í sjónvarpsþáttaröð- unum Broen, Forbrydelsen og sjónvarpsmyndum byggðum á sögum Hennings Mankells um Wallander lögregluforingja. Meðal framleiðenda verður Pet- er Nadermann, einn framleiðenda Broen og Forbrydelsen og kvik- myndanna sem byggjast á Mil- lennium-þríleik Stieg Larsson. Sigurjón sagðist í samtali við mbl.is gera ráð fyrir að fyrstu bókinni, Þriðja tákninu, yrðu gerð skil í fimm þáttum en Sveinbjörn I. Baldvinsson hef- ur setið að handritsskrifum í samstarfi við Sigurjón. Fyrirhugað er að þættirnir verði á ensku, að leikarar verði íslenskir og erlendir og að tökur fari fram hér á landi. Sigurjón segist vonast til að tökur verði hafnar í haust og að þættirnir verði þá mögulega sýndir í sjónvarpi árið 2015. Hyggst framleiða sjónvarpsþætti eftir glæpaskáldsögum Yrsu Sigurðardóttur Yrsa Sigurðardóttir Verslun Hátækni hefur verið lokað og starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Þá hafa nokkrar deildir verið seldar út úr rekstrinum og líklegt að einhverjir starfsmenn Hátækni muni fylgja með þeim söl- um. Þetta segir Kristján Gíslason, stjórnarformaður Hátækni, í sam- tali við mbl.is, en hann telur að rannsókn Samkeppniseftirlitsins, sem stóð í þrjú ár, hafi komið í veg fyrir að fyrirtækið gæti brugðist við breyttum aðstæðum. Tæplega 20 manns störfuðu hjá Hátækni, en félagið var m.a. umboðsaðili fyrir Nokia-síma, auk annarra raftækja. Hátækni segir upp fólki og lokar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.