Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 „Umsóknir eru enn að streyma inn fyrir matarúthlutun fyrir jólin,“ segir Bjarni Gíslason, upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Tólfti desember er síðasti dagurinn fyrir barnafjölskyldur til að sækja um matarúthlutun í Reykjavík. Á landsbyggðinni er ekki lengur tekið á móti umsóknum. Hann segist telja að umsóknum fjölgi ekki en það eigi þó eftir að koma í ljós. Á nokkrum svæðum úti á landi er víðtækt samstarf milli Rauða kross- ins og Mæðrastyrksnefndar um sameiginlega matarúthlutun. Einn- ig eigi það við um Selfoss, Mos- fellsbæ og Hafnarfjörð. Þarna er viss samræming til að koma í veg fyrir að sama fólkið geti fengið út- hlutað á mörgum stöðum. Sýna gögn um tekjur og gjöld Til að fá matarúthlutun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þarf að af- henda gögn sem sýna tekjur og gjöld mánaðarins. Þegar búið er að skoða þau er miðað við neyslu- viðmið frá Umboðsmanni skuldara um hversu mikla aðstoð fólk þarf. „Það er mikil hjálp í því fólgin við fólkið að það skuli þurfa að sýna fram á hvernig staðan er. Þá sér það oftar en ekki hverju er hægt að breyta og hvar hægt er að spara. Við hjálpum fólkinu að komast upp úr sporunum; hjálp til sjálfs- hjálpar,“ segir Bjarni. Einnig er boðið upp á endurgjaldslausa fjár- málaráðgjöf. Fyrst eftir kreppuna voru at- vinnulausir fjölmennur hópur en undanfarið hefur fækkað í þeim hópi að sögn Bjarna. Þá þurfi að veita erlendum fjölskyldum hjálp en þær hafa tilhneigingu til að lenda milli skips og bryggju með aðstoð. Krikjan úthlutar inneignar- kortum í matvöruverslanir. Í fyrra voru úthlutanir fyrir jólin 1.111 tals- ins yfir allt landið. Kirkjan veitir hjálp til sjálfshjálpar  Atvinnulausir fjölmennir eftir hrun Morgunblaðið/Styrmir Kári Aðstoð Kirkjan úthlutar inneign- arkortum í matvöruverslanir. „Í Reykjavík er ástandið graf- alvarlegt og er að versna,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálparinnar, um mat- arúthlutun fyrir jólin. Þær verða þrjár talsins. Ekki er lengur tekið á móti um- sóknum um matarúthlutun. Hætt var að taka á móti þeim 11. nóv- ember sl. „Þá vorum við búin að taka á móti umsóknum frá 700 fjöl- skyldum en fólk heldur samt áfram að hafa samband. Við höfnum um 30-40 umsóknum daglega,“ segir Ásgerður. Hún segir að fólk í láglauna- störfum, öryrkjar og eldri borgarar séu fjölmennir og þá séu um 30% skjólstæðinga þeirra af erlendu bergi brotin, auk atvinnulausra. Fólkið sem kemur til Fjöl- skylduhjálparinnar þarf ekki að standa í röð og bíða heldur fær það úthlutaðan tiltekinn tíma sem það nær í birgðirnar. Allir geta verið inni í hitanum. Grafalvarlegt ástand í Reykjavík  700 matarúthlutanir fyrir jólin Morgunblaðið/Ernir Úthlutun Ásgerður Jóna, formaður Fjölskylduhjálparinnar. Bæjarlind 4, 201 Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, 603 Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi fl ísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.