Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 22

Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Að gefnu tilefni vil ég leiðrétta nokkrar rang- færslur sem birtust í grein Ragnhildar Kolka hér í blaðinu laugardaginn 30.11. sl. Mikils misskilnings gætir þar sem Ragn- hildur ræðir um fram- lag til rekstrar Hörpu. Alls renna 1.182 millj- ónir til hússins á þessu ári frá eigendum þess, ríki og borg. Þar af fara 1.022 beint til greiðslu á láni sem tekið var til að borga bygg- inguna sjálfa og hafa því ekkert með reksturinn að gera. Það eru 160 milljónir sem fara til rekstrarins samkvæmt tímabundnu sam- komulagi ríkis og borgar, meðan ver- ið er að fá botn í fasteignagjöldin sem húsið á að greiða, en þau nema 355 milljónum á þessu ári. Þannig að stór hluti framlags hins opinbera rennur beint til baka í formi þessa skatts, sem nú er til umfjöllunar fyrir dóm- stólum. Hér virðist vera útbreiddur misskilningur á ferð og því rétt að halda þessu til haga. Húsinu er gert að vera sem næst sjálfbært í rekstri þótt há fast- eignagjöld geri okkur það ókleift enn sem komið er. Reksturinn gengur eigi að síður vel miðað við þær for- sendur sem honum er gefnar og hef- ur farið verulega batnandi á þessu ári. Rétt er það hjá Ragnhildi að Paul Lewis er einhver allra glæsilegasti píanóleikari okkar tíma. Lögð er á það mikil áhersla að þeir listamenn sem koma hingað á vegum Hörpu séu á meðal þeirra allra bestu sem völ er á. Hins vegar er það svo að margir þekkja ekki þessa listamenn fyrr en þeir eru búnir að koma til okkar, svo að fyrstu tónleikunum fylgir alltaf óvissa um aðsókn. Við gáfum okkur því svigrúm í samráði við hann sjálfan að halda því opnu hvort tónleikarnir yrðu í Eldborg eða í Norðurljósum þar til ljóst væri hver aðsóknin yrði. Við höfum ekki gilda sjóði að leita í til að kosta auglýsingar svo það var því miður ekki hægt að leggja út í þá umfangsmiklu mark- aðssetningu sem Ragn- hildur kallar eftir þótt tónleikarnir hafi verið ágætlega kynntir. Sú ákvörðun var tekin fyr- ir allnokkru í samráði við listamanninn sjálfan að halda tónleikana í Norðurljósum og var hann mjög sáttur við þá niðurstöðu. Salurinn er eins og Eld- borg sérhannaður fyrir tónlist- arflutning og býður upp á nánd við listamanninn sem Eldborg gerir ekki, þótt vissulega hefði verið gam- an að geta boðið áheyrendum að njóta þessarra frábæru tónleikana í Eldborg. Hinir virtu hljómburðarhönnuðir hjá Artec í New York lögðu mikla vinnu í að hanna hljómburðinn í Norðurljósum sem einnig er still- anlegur eins og í Eldborg. Það á því ekki við rök að styðjast að hann sé aðeins boðlegur fyrir árshátíðir eða hnefaleikakeppnir eins og Ragnhild- ur nefnir heldur eru þar haldnir reglulega tónleikar með mjög góðum árangri, enda býr salurinn yfir fram- úrskarandi hljómburði eins og fjöl- margir tónlistarmenn sem þar hafa spilað geta vitnað um. Á heimasíðu okkar er eftirfarandi texta að finna: „Fastir íbúar hússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur, halda reglulega tónleika í húsinu … Harpa stendur fyrir tveimur tón- leikaröðum; Heimspíanistum í Hörpu og Undiröldunni.“ Það hefði því ekki átt að vera neitt vafamál að Harpa stendur sjálf fyrir þessari tón- leikaröð og hefur gert frá opnun hússins. Þeir píanóleikarar sem þeg- ar hafa komið fram á tónleikaröðinni eru m.a. Maria Joao Pires, Alfred Brendel ásamt sigurvegurum Bu- soni-keppninnar, Jussen-bræðurnir frá Hollandi, Benedetto Lupo og nú síðast Paul Lewis. Von mín er að geta áfram boðið upp á framúrskar- andi píanista í þessari tónleikaröð nú þegar við höfum loksins húsið, hljóð- færin og salina til að bjóða þeim uppá kjöraðstæður. Varðandi miðaverðið var ekkert miðaverð auglýst frá okkur á þessa tónleika annað en kr 4.900, en hugs- anlegt er að því hafi verið ruglað sam- an við síðustu heimspíanistatónleika en þá kostaði miðinn kr 3.900. Ég deili þeirri ósk með Ragnhildi að sem flestir listamenn sem sækja okkur heim fái tækifæri til að spila í Eldborg þegar þess er kostur en ákvörðunin um að hafa tónleika Paul Lewis í Norðurljósum var, eins og komið hefur fram, af praktískum ástæðum sem ekki var hægt að líta framhjá. Hann var sjálfur virkilega ánægð- ur með aðbúnað og aðstæður í Norð- urljósum og það þarf ekkert að fjöl- yrða um viðtökurnar enda höfðu margir áheyrendur á orði að tónleik- arnir hefðu verið einhverjir þeir áhrifamestu sem þeir hefðu heyrt. Ég get heilshugar tekið undir það og túlkun hans á Myndum á sýningu eftir Mussorgsky líður þeim seint úr minni sem á hlýddu. Ég lýk þessu með orðum Paul Lewis sjálfs (með hans leyfi), en þau skrifaði hann í gestabókina okkar eftir tónleikana í Hörpu. „Wonderful to be in Iceland for the first time in this stunning venue. Such an incredible place to play in and a fantastic audience. A huge thumb up for everyone in Harpa!!!“ („Dásamlegt að vera á Íslandi í fyrsta sinn í þessari mögnuðu bygg- ingu. Einstakt hús að spila í og frá- bærir áheyrendur. Glæsileg frammi- staða, allir í Hörpu.“) Árétting vegna Heimspíanista í Hörpu Eftir Steinunni Birnu Ragnars- dóttur »Áheyrendur höfðu á orði að tónleikarnir hefðu verið einhverjir þeir áhrifamestu sem þeir hefðu heyrt. Ég get heilshugar tekið undir það. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Höfundur er tónlistarstjóri Hörpu. Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-16 virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.