Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Smáauglýsingar Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Kristal ljósakrónur, kristal glös og vasar. Sérpöntum ljósakrónur Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Kristall, hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak Kristall Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. GLÆSILEGAR MITTISBUXUR Í ÚRVALI Teg MAJA - fást í hvítu og svörtu í S,M,L,XL á kr. 2.995,- Teg GABE - í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2XL á kr. 2.995,- Teg eco MI - í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2XL á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18. opið lau 14.des kl. 10-16 opið lau 21.des kl. 10-18 opið Þorláksmessu kl. 10-20 Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 408503. Vandaðir herra-kulda- skór úr leðri og fóðraðir með lambs- gæru, góður sóli. Stærðir: 40–48. Verð: 29.950. Teg. 45670. Vandaðir herra- kuldaskór úr leðri fóðraðir með ull, góður sóli. Stærðir: 42–47. Verð: 24.500. Teg. 503602. Mjúkir og þægilegir herrainniskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 39–47. Verð: 11.885. Teg. 65174. Mjúkir og þægilegir herrainniskór úr leðri, skinnfóðraðir. stærðir: 40–47. Verð: 11.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Verslunin verður opin í desember sem hér segir: Mán.– föst. 10–18 lau. 7. des. 10–16 lau. 14. des. 10–16 lau. 21. des 10–18 Þorláksmessu: 10–20 Aðfangadag: 10–12 Lokað á sunnudögum. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Kortaaðgangskerfi fyrir húsfélög/ sameignir - engir lyklar. Glugga- og hurðaþjónustan, s. 895 5511, smidi.is Vantar húsnæði Ungt par af landsbyggðinni leitar eftir 2-3 herb. íbúð til leigu, Hlíðunum en annað miðsvæðis kemur til greina. Greiðslugeta upp að 140 þús. Sími 848 0792. Húsnæði óskast Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga ✝ Ásta SigurjónaÞorsteinsdóttir fæddist á Seyð- isfirði 28. maí 1937. Hún lést á sjúkra- húsinu á Seyðisfirði aðfaranótt þriðju- dagsins 3. desem- ber. Foreldrar Ástu voru Þorsteinn Guð- jónsson, verkamað- ur á Seyðisfirði, f. í Hamragerði í Eiðaþinghá 23. maí 1903, d. 6. ágúst 1991, og kona hans Kristrún Jóhannesdóttir, f. 22. september 1898 í Sigluvík á Svalbarðsströnd, d. 27. mars 1990. Eftir nám í Barnaskóla Seyðis- fjarðar og Húsmæðraskólanum á Laugum vann Ásta ýmis störf á 1959, kvæntur Hönnu Guðjóns- dóttur. Dætur Boga eru Magda- lena, f. 1993, sambýlismaður hennar er Björgvin Freyr Ólafs- son, og Ástrún Anna, f. 1995. 2. Kristrún, f. 1960, gift Birgi Her- manni Sigmundssyni. Dætur þeirra eru Ásta Guðrún, f. 1980, maki hennar er Símon Þór Gunn- arsson og þau eiga synina Ara Björn og Huga Rafn; og Herdís Jóna, f. 1982, maki hennar er Atli Örn Gunnarsson og þau eiga son- inn Veigar Örn. 3. Þorsteinn, f. 1962, kvæntur Ingu Þorvalds- dóttur. Börn þeirra eru Eygló Rut, f. 1983, sambýlismaður Gunnar Freyr Einarsson, Egill, f. 1985, sambýliskona Elín Tinna Logadóttir, og Ríkey Ásta, f. 1996. 4. Bryndís, f. 1963, gift Magnúsi Björgvin Svavarssyni. Börn þeirra eru Stefanía, f. 1984, sambýlismaður hennar er Sindri Freyr Sigurðsson, Arna, f. 1989, og Stefán Ómar, f. 2000. Ásta verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, þriðju- daginn 10. desember 2013 kl. 14. Seyðisfirði. Hún giftist Ara Boga- syni, f. 5. október 1930, árið 1958. Tíu árum síðar stofnuðu þau Bókaverslun Ara Bogasonar og Eiríks Sigurðssonar ásamt hjónunum Eí- ríki Sigurðssyni og Guðrúnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur (Lóu), systur Ástu. Þau ráku bókaverslunina til sept- emberloka 2005. Ásta vann m.a. að slysavörnum og var heið- ursfélagi í Slysavarnadeildinni Rán á Seyðisfirði. Systir Ástu og Lóu er Anna, fyrrverandi ljós- móðir í Hafnarfirði. Ásta og Ari eignuðust fjögur börn og þau eru: 1. Bogi Þór, f. Besti mælikvarði á hjarta- gæsku manna er sá hvernig þeir koma fram við þá sem minnst mega sín. Móðir okkar, Ásta Þor- steinsdóttir, var lítið fyrir það að sleikja sig upp við höfðingjana en var þeim mun betri við smæl- ingjana. Margir af bestu vinum hennar voru fólk sem batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðr- ir, eða fólk sem gat ekki náð full- um þroska andlega. Börn á öllum aldri, sem þóttu öðruvísi en aðrir, löðuðust að henni og komu oft til hennar í bókabúðina á Seyðisfirði til að spjalla. Þá var oft slegið á létta strengi. Samband móður okkar og systra hennar, Lóu og Önnu, var ákaflega fallegt. Móðir okkar og Lóa unnu saman í bókabúðinni á Seyðisfirði í tæp 37 ár og við vit- um ekki til þess að þeim hafi nokkru sinni orðið sundurorða allan þann tíma. Margir mættu taka samband systranna þriggja sér til fyrirmyndar. Ásta bar nafn með rentu. Hún talaði ekki mikið um ástina, en sýndi kærleika sinn í verki á hverjum degi. Hún talaði ekki mikið um trúmál, en var þeim mun kristilegri í breytni. Hún ferðaðist ekki mikið, en var alltaf á ferð og flugi, oftast að stjana við þá sem henni þótti vænt um. Móðir okkar hafði ímugust á þrennu: hroka, brennivíni og fífl- um. Hún var ekki skaplaus og ef henni gramdist eitthvað stafaði gremjan oft af andstyggð hennar á hrokafullri framkomu. Hún leyfði ekkert brennivín í sínum húsum en var alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem ánetjuðust áfengi. Hún sýndi hins vegar fífl- um enga miskunn og sérhver sumardagur hófst á því að upp- ræta alla fífla í garðinum. Móðir okkar vildi ekki neinar lofræður um sjálfa sig en þótt við höfum alltaf verið þæg og hlýðin ætlum við að óhlýðnast henni – bara í þetta eina skipti. Hún tók öllu með jafnaðarmannageði og barmaði sér ekki þegar áföll dundu yfir. Hún barst ekki mikið á, var nægjusöm eins og foreldr- ar hennar, Þorsteinn og Krist- rún. Hún lagði sig alltaf í fram- króka um að hjálpa öðrum og líkt og margar konur átti hún það til að vanrækja sjálfa sig. Móðir okkar var mikil hann- yrðakona og hafði unun af því að fegra umhverfi sitt. Það sem stendur upp úr í minningunni nú þegar hún hefur kvatt okkur er skopskyn hennar, glettnislegt viðmót, hlýja og mannkærleikur. Jafnvel þegar hún lá banaleguna í mjög erfiðum veikindum var stutt í brosið og brandarana. Þótt auðvitað sé sárt að missa þessa góðu konu þurfa allir að- standendur hennar og vinir að muna að hún vildi að sín yrði minnst með hlýju og gleði – ekki sorg. Móðir okkar var ekki lang- skólagengin kona, en vissi allt sem máli skiptir, og við verðum alla ævina að læra af henni. Von- andi auðnast okkur að komast einhvern tíma með tærnar þar sem hún var með hælana. Að lokum viljum við færa starfsmönnum sjúkrahúsanna á Seyðisfirði, Norðfirði og Akur- eyri hjartanlegar þakkir fyrir umönnun móður okkar í erfiðum veikindum hennar. Við stöndum sérstaklega í þakkarskuld við Lukku Gissurardóttur, hjúkrun- arfræðing og sannkallaðan engil, sem veitti móður okkar óaðfinn- anlega og ómetanlega aðhlynn- ingu við erfiðar aðstæður á heim- ili hennar. Bogi, Kristrún, Þorsteinn og Bryndís. Ásta Sigurjóna Þorsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Besta amma í heimi Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Ari Björn, Hugi Rafn og Veigar Örn.  Fleiri minningargreinar um Ástu Sigurjónu Þorsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, MIKAELS ÞÓRARINSSONAR, Laugarvegi 37, Siglufirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði, fyrir hlýju og góða umönnun. Katrín Þórný Jensdóttir, Jens Gunnar Mikaelsson, Sigrún Friðriksdóttir, Hallfríður Emilía Mikaelsdóttir, Lars Olav Grande, Þórdís Mikaelsdóttir, Sigurgeir Hrólfur Jónsson, Regína Erla Mikaelsdóttir, Einar Moritz Karlsson, Ragnar Mikaelsson, Marit Solbakken, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Túni í Flóa, áður Stigahlíð 88, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. desember. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 15.00. Systkinabörnin. ✝ Ástkær dóttir okkar, móðir og systir, BERGLIND HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 12. desember kl. 13.00. Bjarnheiður Einarsdóttir, Guðmundur Sigursteinsson, Bjarnheiður Ninja Sigmundsdóttir, Sæunn Árný Sigmundsdóttir, Kristján Már Hilmarsson, Helga Nanna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.