Morgunblaðið - 10.12.2013, Side 26

Morgunblaðið - 10.12.2013, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði,fagnar 45 ára afmæli sínu í dag, 10. desember. Í samtali viðMorgunblaðið segir hún að ekki standi til að halda upp á daginn með miklum veisluhöldum, heldur finnist henni ágætt að eyða afmælinu með því fólki sem hún umgengst dagsdaglega. Ásgerður tók við embætti bæjarstjóra í byrjun nóvembermánaðar af Hjalta Þór Vignissyni. Hún var kjörin bæjarfulltrúi eftir síðustu kosningar árið 2010 og gegndi embætti forseta bæjarstjórnar þar til í sumar, er hún tók við formennsku í bæjarráði. Aðspurð segir hún nýja starfið leggjast vel í sig. „Verkefnin eru afar fjölbreytt og alltaf nóg að gera,“ segir hún. Fjölgun ferðamanna hefur undanfarin ár stóraukið ferðaþjón- ustuna á svæðinu. Ásgerður segir að eftirspurn eftir gistirýmum sé til dæmis mun meiri en framboðið um hásumarið. „Það er mikill framkvæmdahugur í fólki í ferðaþjónustu og verið að bæta við gisti- rýmum,“ segir hún. Heilt yfir sé atvinnuástandið gott en það sé þó enn árstíðabundið. „Á sumrin er skortur á vinnuafli en um háveturinn verður smá- atvinnuleysi, en þó innan eðlilegra marka.“ Þá bendir hún á að ferðatímabilið sé farið að lengjast úr þremur mánuðum í fimm og sé alltaf einhver á ferðinni allan ársins hring. kij@mbl.is Ásgerður Kristín Gylfadóttir er 45 ára Ljósmynd/Hornafjörður Bæjarstjóri Ásgerður Kristín tók við embætti bæjarstjóra á Höfn í Hornafirði 1. nóvember síðastliðinn af Hjalta Þór Vignissyni. Uppgangur í ferða- þjónustu á Höfn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Andri Már fæddist 20. sept- ember kl. 00.58. Hann vó 3.842 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru María Ben Ólafsdóttir og Óskar Ein- arsson. Nýir borgarar Reykjavík Brynjar Óli fæddist 27. apríl kl. 14.47. Hann vó 3730 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Garðar Guðnason og Henrietta Fríða Árnadóttir. Ó lafur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann var í grunnskóla í Keflavík og Gagn- fræðaskóla Keflavík- ur, lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Íslands og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Ólafur stundaði síðan nám í uppeldisfræði við Kaupmannahafn- arháskóla á árunum 1979-84 og lauk þaðan magistersprófi í upp- eldisfræðum árið 1984. Ólafur vann við margvíslegar rannsóknir í uppeldis- og kennslu- fræðum með náminu í Kaup- mannahöfn, m.a. við ýmis fræðirit. Eftir námsárin í Kaupmanna- höfn bjó fjölskyldan á Sauðárkróki í áratug. Þau voru síðan búsett í Boston í eitt ár, þar sem Sossa, Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólam. Fisktækniskóla Íslands – 60 ára Á ferð um landið Ólafur Jón og eiginkona hans, Sossa myndlistarkona, njóta sumarblíðunnar. Iðinn og skemmtilegur skólamaður í ferðahug Ljósmynd/Víkurfréttir Skólameistaraskipti Ólafur afhendir Kristjáni Ásmundssyni lykla að FS. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Mikið úrval af listavörum Trönur á gólf 7.995 frá 1.495 Startkaplar frá 7.995 Verðmætaskápar frá 4.995 Fjölslípari frá 4.995 Hleðslu- tæki frá 24.995 Airbrush lofdæla m. þrýstijafnnara frá 795 Hjólkoppar 12” 13” 14” 15” 16”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.