Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Horfin arfleifð skaut KiranDesai upp á stjörnuhim-ininn árið 2006. Húnólst upp á Indlandi en flutti á unglingsárum til Englands ásamt móður sinni, sem einnig er kunnur rithöfundur, og hefur síð- ustu tvo áratugi verið búsett í Bandaríkjunum. Desai hlaut Boo- ker-verðlaunin fyrir söguna, var þá aðeins 34 ára gömul og yngsti höf- undur til að hreppa þau. Og víst var Desai vel að verðlaun- unum komin, fyrir þessa vönduðu, vel sögðu og áhugaverðu sögu, sem gerist að mestu á hálendi Norður- Indlands en í New York-borg að hluta. Sagan hverfist um heimili ind- versks dómara á eftirlaunum sem hefur sest að úti í sveit og býr þar ásamt matsveini, sem er af mun lægri stétt. Líf dóm- arans breytist þegar hann neyðist til að taka barnabarn sitt, unga stúlku sem misst hefur foreldra sína, inn á heimilið. Á ljóðrænan og hugvitsamlegan hátt spinnst sagan út frá samskiptum þessa fólks; stúkan hefur einkakennara sem hún verður ástfangin af, sonur kokksins kemst til Bandaríkjanna þar sem hann vinnur láglaunastörf en þykist lifa ameríska drauminn, við sögu koma ýmsir nágrannar og þar á meðal fullorðnir Evrópubúar sem eru af öðru sauðahúsi en Ind- verjarnir, og svo er vaxandi stjórn- málaórói í héraðinu þar sem lítt er að treysta á fávísa og spillta emb- ættismenn. Höfundi tekst að draga upp sannferðuga mynd af umhverfi og atburðum, menningarlegum og menntunarlegum mun á sýn per- sóna á heiminn og hnýtir söguflétt- una fallega saman að lokum. Þetta er saga sem óhætt er að mæla með. Þá er vert að geta þýðingar Kjart- ans Jónssonar, sem er lipur og tekst honum að snúa indversku orð- færinu á athyglisverðan hátt á ís- lensku og fanga andlæ frumtext- ans. Góð frásögn sem þessi á hins vegar ekki skilinn þann vonda bún- ing sem henni er hér búinn. Eitt er að textinn situr illa á síðum, línur eru of langar og spássíur litlar. Hitt er þó sýnu verra hvað kápan er vond. Myndskreyting er í engum tengslum við verkið, letrið sem val- ið er í titil og nafn höfundar er ekki fallegt og situr textinn illa á kápu. Þá er sama letur valið í baksíðu- texta og er illlæsilegt. Þetta sýnir hversu mikilvægt er að bókahönn- uðir séu vel að sér í hefðinni, tíminn hefur fyrir löngu sýnt lesendum hvað virkar og hvernig má að gera hlutina fallega. Þessi athyglisverða og fína verðlaunabók hefði átt betri umbúnað skilinn, og hefði þá ef- laust laðað að enn fleiri lesendur. Skáldsaga Horfin arfleifð bbbbn Eftir Kiran Desai. Kjartan Jónsson þýddi. Múltikúlti ehf., 2013. 318 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Verðlaunahöfundur Kiran Desai var gestur Bókmenntahátíðar í haust. Horfin arfleifð er vönduð og vel sögð verðlaunasaga. Árekstrar og mannamunur á Indlandi Fyrsta starfsári Miðstöðvar ís- lenskra bók- mennta lýkur senn og hefur stjórn miðstöðv- arinnar nú lokið úthlutunum styrkja fyrir árið 2013. Í tilkynningu frá Miðstöðinni kemur fram að hún var stofnuð 1. janúar sl. samkvæmt lögum frá Al- þingi í desember 2013, og tók þá við hlutverki Bókmenntasjóðs. Á árinu bárust m.a. 115 umsókn- ir um útgáfustyrki frá 62 aðilum að upphæð 106,7 milljónir króna. 20,4 milljónum króna var úthlutað til 42 útgáfuverkefna. Til sam- anburðar má geta þess að árið 2012 bárust 92 umsóknir um út- gáfustyrki að upphæð 82,9 millj- ónir króna, veittir voru 28 styrkir til útgáfu, samtals að fjárhæð 14 milljónir króna. „Eftirtektarvert er að á árinu 2013 voru 89 umsóknir frá erlend- um útgefendum til afgreiðslu, þar af 13 til þýðinga á norræn tungu- mál, en Norræna ráðherranefndin leggur til fjármagn í þýðingar á milli norrænu tungumálanna. Alls voru veittir styrkir til 79 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir til erlendra þýð- inga aldrei verið fleiri,“ segir í m.a. tilkynningu. Þar kemur fram að alls bár- ust á árinu 63 umsóknir um styrki til þýð- inga á íslensku frá 24 aðilum og var samtals sótt um 38,9 milljónir króna. Úthlutað var 13,5 milljónum króna til þýð- inga á 31 erlendu verki.“ Meðal þeirra þýðinga sem hljóta styrk eru: Lolita eftir Vladimir Nabokov en þýðandi er Árni Ósk- arsson og útgefandi Dimma; El prisionero del cielo eftir Carlos Ruiz Zafón en þýðandi er Sigrún Á. Eiríksdóttir og útgefandi For- lagið, Otrochestvo eftir Lev Niko- lajevíutsj Tolstoj, en þýðandi er El- ín Guðmundsdóttir og útgefandi Ugla; Se una notte d‘inverno un vi- aggiatore eftir Italo Calvino en þýðandi er Brynja Cortes Andr- ésdóttir og útgefandi Ugla og loks Paradiesstrasse eftir Ulla Lac- hauer en þýðendur eru Pétur M. Sigurðsson og Sigurður H. Pét- ursson og útgefandi Bókaútgáfan Merkjalæk. 20,4 milljónir til 42 útgáfuverkefna Vladimir Nabokov Lev Nikolajevíutsj Tolstoj Kvennakór Háskóla Íslands flytur kórverkið Ceremony of Carols eft- ir breska tónskáldið Benjamin Britten á tónleikum í Dómkirkj- unni í Reykjavík í kvöld, þriðju- dagskvöld og hefjast þeir kl. 20.00 Auk verks Brittens flytur kórinn þekkt jólalög og býður gestum að syngja með. Fjöldi einsöngvara er úr röðum kórkvenna, þær Auður Örlygs- dóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Steinunn G. Ágústsdóttir, Anna Sólveig Árnadóttir og Elín G. Brynjólfsdóttir. Meðleikari á hörpu er Sophie Schoonjans og stjórnandi er Margret Bóasdóttir. Í tilkyningu segir að tilvalið sé að njóta stundar með fallegri tónlist í miðbænum. Kórinn Kvennakór Háskóla Íslands. Kvennakór H.Í. flyt- ur verk Brittens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.