Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013 „Lífið gerir okkur mörg að hetjum,“ segir Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir rithöfundur í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag og á þar einkum við móður sína, Þórdísi Erlu Jónsdóttur. Ný skáldsaga hennar, Stúlka með maga, fjallar meðal annars um ótrúleg örlög hennar og móðurættar. Í óeiginlegri merk- ingu læsti eiginmaður hennar hana inni á heimilinu eftir gift- ingu þeirra, hún átti að vera stillt og ekki segja orð, allra síst líkaði honum að hún tjáði sig upphátt þar sem menn hitt- ust og skiptust á skoðunum. Þessi orð má að auki setja í samhengi við eina mestu goð- sögn Suður-Afríku sem einnig er fjallað um í blaðinu í dag. Lífið gerði Nelson Mandela að veraldarhetju. Rimlarnir voru þó ekki aðeins til í yfirfærðri merkingu heldur var hann læst- ur inni í rammgerðu fangelsi, bak við sýnilega rimla, í 27 ár. Meðal annars vegna þess að hann talaði of mikið og sagði of mörg huguð orð. Manni verður hugsað til þöggunar á tímamótum sem þessum, þegar ljóst er hvernig orð hafa breytt heiminum. Stundum er hún öflugt og ósýnilegt tæki sem menn geta notað til að fá sínu framgengt. Stundum eru til hugrakkir ein- staklingar sem mæta henni af svo miklum krafti að það þarf manngerða byggingu og lás og slá til að halda aftur af orð- unum. Þöggun er ekki framkvæm- anleg nema við leyfum það. Að uppræta hana snýst um að hylla menn eins og Nelson Mandela. Og halda áfram að heiðra hug- rekkið um ókomna tíð. RABBIÐ Slagurinn gegn þöggun Júlía Margrét Alexandersdóttir Kuldaboli hefur staldrað lengi við í vikunni og um helgina mun hann blása af öllum sínum kröftum. Hann kælir landið og miðin um leið. Frostið getur far- ið í allt að 20 stig víða um land en frostið var komið upp í 23 gráður í Mývatnssveit á föstudaginn. Hlýna tekur eftir helgi helgarinnar og vonandi sjást frekar rauðar tölur í veðurspánni. Fuglarnir verða oft út undan í kuldanum og skiptir góðmennska mannfólksins miklu fyrir fuglana. Fita hentar flestum fuglum vel í kuldanum. Fyrir þresti, starra og hrafna má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag og matarafganga. Mælt er með kurluðum maís og hveitikorni handa snjótittlingum. Verum góð við fuglana. benedikt@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar FROST ER ÚTI FUGLINN MINN GNÍSTANDI FROST UNDANFARIÐ UM ALLT LAND HEFUR EKKI FARIÐ FRAMHJÁ NEINUM OG EFLAUST STÖÐUGUR HROLLUR Í MÖRGUM. ÞESSIR STARRAR RIFUST UM KORNIÐ Í SNJÓNUM ENDA VIRÐIST ÞAÐ VERA HÁTÍÐARMAT- UR HJÁ LITLU FUGLUNUM FREKAR EN NÖGUÐ EPLI. EINHVER FUGLAVINUR HEFUR MUNAÐ EFTIR FUGLUNUM. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Opnar vinnustofur mynd- listarmanna. Hvar? Seljavegi 32. Hvenær? Sunnu- dag kl.12-16. Nánar: Samband íslenskra myndlist- armanna býður landsmönnum að líta inn á vinnustofum myndlistarmanna. Vinnustofur til sýnis Hvað? Bíósýning fyrir alla fjölskylduna. Hvar? Borgar- bókasafn, Aðalsafn. Hvenær? 8. desem- ber kl. 15. Nánar: Jólamynd fyrir fjölskylduna. Fjölskyldubíó Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Jólamark- aður. Hvar? Ingólfstorgi. Hvenær? Hefst á laugardag kl. 12-18. Nánar: Jólabjálka- hús verða sett upp sem hýsa matar- og handverksfólk. Stendur yfir 7, 8, 14, 15, 19, 20, 21, 22 og 23. desember. Jólafjör á Ingólfstorgi Hvað? Tónleikar til styrktar mæðra- styrksnefnd Ak- ureyrar. Hvar? Akureyr- arkirkju. Hvenær? Laug- ardag kl. 16. Nánar: Kvennakór Akureyrar stendur fyrir fjáröflunartónleikum. Verð: 2.500 en frítt fyrir börn. Tónleikar til góðs Hvað? Jólatónleikar Hinsegin kórsins. Hvar? Neskirkju. Hvenær? Laugardag 7. desember. Nánar: Hinsegin kórinn syngur ljúfa jólatóna ásamt Andreu Gylfadóttur. Verð: 3.200 kr. en 2.700 kr. í forsölu. Hinsegin kórinn syngur Hvað? Jólasýning. Hvar? Árbæjarsafni. Hvenær? Sunnudag kl. 13. Nánar: Jólatrésskemmtun þar sem sungin verða jólalög og gömlu jólasvein- arnir mæta á svæðið. Verð fyrir full- orðna er 1.200 kr. en frítt fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. Jól í Árbæjarsafni * Forsíðumynd: Ómar Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.